22. júlí kynslóðin í stjórnmálum Kristrún Heimisdóttir skrifar 27. júlí 2012 06:00 Því miður heyrðu íslenskir fjölmiðlar illa á dögunum þegar ungliðahreyfingar íslenskra stjórnmálaflokka gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi stjórnmálastarfs þrátt fyrir „ástandið". Var þetta þó stórfrétt vegna stílbrotsins gegn fordæmi elstu forystumanna sem magna alla finnanlega ófriðarelda. Yfirlýsingin var gefin í anda nýju 22. júlí kynslóðarinnar sem Jens Stoltenberg talaði sérstaklega til í Útey sl. sunnudag og sagði ungliða allra stjórnmálaflokka í Noregi tilheyra því allar hefðu hreyfingarnir stækkað á liðnu ári vegna ungmenna sem byðu Breivik byrginn. Á ungliðana væri betur hlustað en fyrr. Ungir jafnaðarmenn og íslensk nasjonsbyggingÍ Útey 22. júlí 2011 voru „uppbyggjarar" framtíðarinnar að móta nýjar áherslur innan hefðarinnar sem norski Verkamannaflokkurinn hefur skapað – um félagslegt réttlæti, lýðræði og samábyrgð í raun. Þau höfðu sett kærleiksríka samlögun kynþátta og trúarbragða innan norsks samfélags á oddinn. Ungir jafnaðarmenn á Íslandi hafa á eftirtektarverðan hátt borið þennan anda til Íslands. Þau gátu öll eins sjálf verið í Útey. Undanfarin ár hafa þau lagt sig enn meira eftir að vinna með alþjóðahreyfingu jafnaðarmanna og meðal hinna 67 föllnu voru félagar. Minningarstund í Vatnsmýri á sunnudaginn skipulagði UJ og hana sóttu einnig ungliðar íslenskra flokka sem flokksforysta jafnaðarmanna á vart talsamband við í „ástandinu". Í íslenskum stjórnmálum var gefið út opið ofbeldisleyfi sem hefur á fjórum árum á endanum hitt alla flokka og almenning fyrir. Enginn af eldri kynslóð axlar ábyrgð á því að nema úr gildi þetta ofbeldisleyfi af ótta við óvinsældir. Þannig bera allir ábyrgð á hringrás sem veikir samfélagið í heild. Vilji íslenskir jafnaðarmenn standa undir norrænu nafni verða þeir að vakna og sjá sína sérstöku ábyrgð á að rjúfa vítahring. Vökumenn norrænnar jafnaðarstefnu á Íslandi eru 22. júlí kynslóðin sem Jens talar til. Grein Kristrúnar Lexían frá Útey birtist í blaðinu í gær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Því miður heyrðu íslenskir fjölmiðlar illa á dögunum þegar ungliðahreyfingar íslenskra stjórnmálaflokka gáfu út sameiginlega yfirlýsingu um mikilvægi stjórnmálastarfs þrátt fyrir „ástandið". Var þetta þó stórfrétt vegna stílbrotsins gegn fordæmi elstu forystumanna sem magna alla finnanlega ófriðarelda. Yfirlýsingin var gefin í anda nýju 22. júlí kynslóðarinnar sem Jens Stoltenberg talaði sérstaklega til í Útey sl. sunnudag og sagði ungliða allra stjórnmálaflokka í Noregi tilheyra því allar hefðu hreyfingarnir stækkað á liðnu ári vegna ungmenna sem byðu Breivik byrginn. Á ungliðana væri betur hlustað en fyrr. Ungir jafnaðarmenn og íslensk nasjonsbyggingÍ Útey 22. júlí 2011 voru „uppbyggjarar" framtíðarinnar að móta nýjar áherslur innan hefðarinnar sem norski Verkamannaflokkurinn hefur skapað – um félagslegt réttlæti, lýðræði og samábyrgð í raun. Þau höfðu sett kærleiksríka samlögun kynþátta og trúarbragða innan norsks samfélags á oddinn. Ungir jafnaðarmenn á Íslandi hafa á eftirtektarverðan hátt borið þennan anda til Íslands. Þau gátu öll eins sjálf verið í Útey. Undanfarin ár hafa þau lagt sig enn meira eftir að vinna með alþjóðahreyfingu jafnaðarmanna og meðal hinna 67 föllnu voru félagar. Minningarstund í Vatnsmýri á sunnudaginn skipulagði UJ og hana sóttu einnig ungliðar íslenskra flokka sem flokksforysta jafnaðarmanna á vart talsamband við í „ástandinu". Í íslenskum stjórnmálum var gefið út opið ofbeldisleyfi sem hefur á fjórum árum á endanum hitt alla flokka og almenning fyrir. Enginn af eldri kynslóð axlar ábyrgð á því að nema úr gildi þetta ofbeldisleyfi af ótta við óvinsældir. Þannig bera allir ábyrgð á hringrás sem veikir samfélagið í heild. Vilji íslenskir jafnaðarmenn standa undir norrænu nafni verða þeir að vakna og sjá sína sérstöku ábyrgð á að rjúfa vítahring. Vökumenn norrænnar jafnaðarstefnu á Íslandi eru 22. júlí kynslóðin sem Jens talar til. Grein Kristrúnar Lexían frá Útey birtist í blaðinu í gær.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar