Nýting náttúruauðlinda Íslands Árni Þormóðsson skrifar 26. júlí 2012 06:00 Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. 2006, sem skrifaður er til stuðnings tryggum eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað var til þess að Ragnar Árnason prófessor áætlaði þá að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fengi sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það álit prófessorsins átti að vega þungt í þeirri röksemdafærslu að útgerðin ætti að fá sjávarauðlindina til fullrar eignar og umráða. Útgerðin hefur lengi rekið öflugan áróður gegn því að þjóðin hefði öll umráð yfir mestu auðlind sinni, nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Ráðstefna var haldin árið 2006 í Reykjavík sem fjallaði um eignarrétt á náttúruauðlindum Íslands, sérstaklega sjávarauðlindinni. Verkefni ráðstefnunnar var einkum að sýna fram á, með „fræðilegri“ umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Niðurstaða ráðstefnunnar var einmitt sú. Enda var ráðstefnan, sem haldin var á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan stjórnar samtakanna, eingöngu haldin í áróðursskyni. Lítið hefur farið fyrir þeirri stofnun síðan og líklega er hún flestum gleymd. Hafin var mikil áróðursherferð í fjölmiðlum, sem ætlað var að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar væru betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Og undanfarið hefur dunið á þjóðinni áróður, ósannur hræðsluáróður í þvílíku magni að engin dæmi eru um slíkt á Íslandi. Haldið var fram að fjöldagjaldþrot útgerðarfyrirtækja blasti við ef breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem fyrirhugaðar voru til að hefta braskið með veiðiheimildir, yrðu gerðar. Hóflegt gjald af veiðiheimildum til ríkisins – þjóðarinnar mundi ríða sjávarútveginum á slig. Gjald sem er aðeins hluti þess gjalds sem útgerðarmenn krefjast af öðrum þegar þeir leigja frá sér veiðiheimildir. Og hræðsluáróðurinn heldur áfram eftir að Alþingi samþykkti veiðileyfagjald sem var mun lægra en lagt var upp með í upphafi. Hamrað er á því að drápsklyfjar hafi verið lagðar á útgerðina. Fáir muni standast gjaldtökuna. Hvernig stenst það þegar algengasta leiguverð sem veiðirétthafar taka af öðrum fyrir veiðiréttinn er um 300 krónur á kíló en gjaldið sem samþykkt var er um 37 krónur á kíló? Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að komist flokkur hans til valda verði veiðileyfagjaldið lækkað verulega. Það er líklega einsdæmi að stjórnmálamaður lýsi því yfir með jafn afgerandi hætti og hann gerir að flokkur hans verji sérhagsmuni fárra gegn hagsmunum almennings. Frjálshyggjumönnum, sem einkum skipa sér í Sjálfstæðisflokkinn, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að vera að fullu í eign og umráðum útgerðarinnar, án gjaldtöku ríkisins. Gróðinn skal renna óskiptur til einstaklinganna sem eiga útgerðarfyrirtækin. Þessi skoðun virðist vera ráðandi í þingliði Sjálfstæðisflokksins þannig að hlutverk þess liðs er að vera varnarlið einkagróðans á kostnað almennings. Eignarrétturinn yfir náttúruauðlindum landsins er þjóðinni mjög mikilvægur þannig að einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands sé gert að greiða sanngjarnt gjald til ríkisins fyrir afnotin. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð” til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. 2006, sem skrifaður er til stuðnings tryggum eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað var til þess að Ragnar Árnason prófessor áætlaði þá að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fengi sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það álit prófessorsins átti að vega þungt í þeirri röksemdafærslu að útgerðin ætti að fá sjávarauðlindina til fullrar eignar og umráða. Útgerðin hefur lengi rekið öflugan áróður gegn því að þjóðin hefði öll umráð yfir mestu auðlind sinni, nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Ráðstefna var haldin árið 2006 í Reykjavík sem fjallaði um eignarrétt á náttúruauðlindum Íslands, sérstaklega sjávarauðlindinni. Verkefni ráðstefnunnar var einkum að sýna fram á, með „fræðilegri“ umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Niðurstaða ráðstefnunnar var einmitt sú. Enda var ráðstefnan, sem haldin var á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan stjórnar samtakanna, eingöngu haldin í áróðursskyni. Lítið hefur farið fyrir þeirri stofnun síðan og líklega er hún flestum gleymd. Hafin var mikil áróðursherferð í fjölmiðlum, sem ætlað var að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar væru betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Og undanfarið hefur dunið á þjóðinni áróður, ósannur hræðsluáróður í þvílíku magni að engin dæmi eru um slíkt á Íslandi. Haldið var fram að fjöldagjaldþrot útgerðarfyrirtækja blasti við ef breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem fyrirhugaðar voru til að hefta braskið með veiðiheimildir, yrðu gerðar. Hóflegt gjald af veiðiheimildum til ríkisins – þjóðarinnar mundi ríða sjávarútveginum á slig. Gjald sem er aðeins hluti þess gjalds sem útgerðarmenn krefjast af öðrum þegar þeir leigja frá sér veiðiheimildir. Og hræðsluáróðurinn heldur áfram eftir að Alþingi samþykkti veiðileyfagjald sem var mun lægra en lagt var upp með í upphafi. Hamrað er á því að drápsklyfjar hafi verið lagðar á útgerðina. Fáir muni standast gjaldtökuna. Hvernig stenst það þegar algengasta leiguverð sem veiðirétthafar taka af öðrum fyrir veiðiréttinn er um 300 krónur á kíló en gjaldið sem samþykkt var er um 37 krónur á kíló? Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að komist flokkur hans til valda verði veiðileyfagjaldið lækkað verulega. Það er líklega einsdæmi að stjórnmálamaður lýsi því yfir með jafn afgerandi hætti og hann gerir að flokkur hans verji sérhagsmuni fárra gegn hagsmunum almennings. Frjálshyggjumönnum, sem einkum skipa sér í Sjálfstæðisflokkinn, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að vera að fullu í eign og umráðum útgerðarinnar, án gjaldtöku ríkisins. Gróðinn skal renna óskiptur til einstaklinganna sem eiga útgerðarfyrirtækin. Þessi skoðun virðist vera ráðandi í þingliði Sjálfstæðisflokksins þannig að hlutverk þess liðs er að vera varnarlið einkagróðans á kostnað almennings. Eignarrétturinn yfir náttúruauðlindum landsins er þjóðinni mjög mikilvægur þannig að einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands sé gert að greiða sanngjarnt gjald til ríkisins fyrir afnotin. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð” til að halda lífsbjörginni í eigu landsins.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun