Nýting náttúruauðlinda Íslands Árni Þormóðsson skrifar 26. júlí 2012 06:00 Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. 2006, sem skrifaður er til stuðnings tryggum eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað var til þess að Ragnar Árnason prófessor áætlaði þá að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fengi sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það álit prófessorsins átti að vega þungt í þeirri röksemdafærslu að útgerðin ætti að fá sjávarauðlindina til fullrar eignar og umráða. Útgerðin hefur lengi rekið öflugan áróður gegn því að þjóðin hefði öll umráð yfir mestu auðlind sinni, nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Ráðstefna var haldin árið 2006 í Reykjavík sem fjallaði um eignarrétt á náttúruauðlindum Íslands, sérstaklega sjávarauðlindinni. Verkefni ráðstefnunnar var einkum að sýna fram á, með „fræðilegri“ umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Niðurstaða ráðstefnunnar var einmitt sú. Enda var ráðstefnan, sem haldin var á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan stjórnar samtakanna, eingöngu haldin í áróðursskyni. Lítið hefur farið fyrir þeirri stofnun síðan og líklega er hún flestum gleymd. Hafin var mikil áróðursherferð í fjölmiðlum, sem ætlað var að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar væru betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Og undanfarið hefur dunið á þjóðinni áróður, ósannur hræðsluáróður í þvílíku magni að engin dæmi eru um slíkt á Íslandi. Haldið var fram að fjöldagjaldþrot útgerðarfyrirtækja blasti við ef breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem fyrirhugaðar voru til að hefta braskið með veiðiheimildir, yrðu gerðar. Hóflegt gjald af veiðiheimildum til ríkisins – þjóðarinnar mundi ríða sjávarútveginum á slig. Gjald sem er aðeins hluti þess gjalds sem útgerðarmenn krefjast af öðrum þegar þeir leigja frá sér veiðiheimildir. Og hræðsluáróðurinn heldur áfram eftir að Alþingi samþykkti veiðileyfagjald sem var mun lægra en lagt var upp með í upphafi. Hamrað er á því að drápsklyfjar hafi verið lagðar á útgerðina. Fáir muni standast gjaldtökuna. Hvernig stenst það þegar algengasta leiguverð sem veiðirétthafar taka af öðrum fyrir veiðiréttinn er um 300 krónur á kíló en gjaldið sem samþykkt var er um 37 krónur á kíló? Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að komist flokkur hans til valda verði veiðileyfagjaldið lækkað verulega. Það er líklega einsdæmi að stjórnmálamaður lýsi því yfir með jafn afgerandi hætti og hann gerir að flokkur hans verji sérhagsmuni fárra gegn hagsmunum almennings. Frjálshyggjumönnum, sem einkum skipa sér í Sjálfstæðisflokkinn, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að vera að fullu í eign og umráðum útgerðarinnar, án gjaldtöku ríkisins. Gróðinn skal renna óskiptur til einstaklinganna sem eiga útgerðarfyrirtækin. Þessi skoðun virðist vera ráðandi í þingliði Sjálfstæðisflokksins þannig að hlutverk þess liðs er að vera varnarlið einkagróðans á kostnað almennings. Eignarrétturinn yfir náttúruauðlindum landsins er þjóðinni mjög mikilvægur þannig að einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands sé gert að greiða sanngjarnt gjald til ríkisins fyrir afnotin. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð” til að halda lífsbjörginni í eigu landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eignarrétturinn er mikilvægur. Undir þessari yfirskrift er leiðari Fréttablaðsins 2. sept. 2006, sem skrifaður er til stuðnings tryggum eignarrétti útgerðarinnar á aflaheimildum. Vísað var til þess að Ragnar Árnason prófessor áætlaði þá að ríkið sparaði sér um þrjá milljarða fengi sjávarútvegurinn að ráða sér sjálfur án afskipta hins opinbera. Það álit prófessorsins átti að vega þungt í þeirri röksemdafærslu að útgerðin ætti að fá sjávarauðlindina til fullrar eignar og umráða. Útgerðin hefur lengi rekið öflugan áróður gegn því að þjóðin hefði öll umráð yfir mestu auðlind sinni, nýtingu fiskimiðanna umhverfis landið. Ráðstefna var haldin árið 2006 í Reykjavík sem fjallaði um eignarrétt á náttúruauðlindum Íslands, sérstaklega sjávarauðlindinni. Verkefni ráðstefnunnar var einkum að sýna fram á, með „fræðilegri“ umræðu, þjóðfélagslega hagkvæmni þess að útgerðin ætti fiskimiðin eins og hverja aðra fasteign og stjórnaði sjálf allri nýtingu þeirra og eftirliti. Niðurstaða ráðstefnunnar var einmitt sú. Enda var ráðstefnan, sem haldin var á vegum Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE), stofnun sem virðist vera stýrt af forstjórum stórfyrirtækja, fjármálafyrirtækja og þekktum frjálshyggjumönnum, miðað við skipan stjórnar samtakanna, eingöngu haldin í áróðursskyni. Lítið hefur farið fyrir þeirri stofnun síðan og líklega er hún flestum gleymd. Hafin var mikil áróðursherferð í fjölmiðlum, sem ætlað var að sýna fram á að veiðiheimildir útgerðarinnar væru betur komnar sem formleg eign hennar en ekki sameign þjóðarinnar eins og lög mæla fyrir um. Og undanfarið hefur dunið á þjóðinni áróður, ósannur hræðsluáróður í þvílíku magni að engin dæmi eru um slíkt á Íslandi. Haldið var fram að fjöldagjaldþrot útgerðarfyrirtækja blasti við ef breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem fyrirhugaðar voru til að hefta braskið með veiðiheimildir, yrðu gerðar. Hóflegt gjald af veiðiheimildum til ríkisins – þjóðarinnar mundi ríða sjávarútveginum á slig. Gjald sem er aðeins hluti þess gjalds sem útgerðarmenn krefjast af öðrum þegar þeir leigja frá sér veiðiheimildir. Og hræðsluáróðurinn heldur áfram eftir að Alþingi samþykkti veiðileyfagjald sem var mun lægra en lagt var upp með í upphafi. Hamrað er á því að drápsklyfjar hafi verið lagðar á útgerðina. Fáir muni standast gjaldtökuna. Hvernig stenst það þegar algengasta leiguverð sem veiðirétthafar taka af öðrum fyrir veiðiréttinn er um 300 krónur á kíló en gjaldið sem samþykkt var er um 37 krónur á kíló? Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að komist flokkur hans til valda verði veiðileyfagjaldið lækkað verulega. Það er líklega einsdæmi að stjórnmálamaður lýsi því yfir með jafn afgerandi hætti og hann gerir að flokkur hans verji sérhagsmuni fárra gegn hagsmunum almennings. Frjálshyggjumönnum, sem einkum skipa sér í Sjálfstæðisflokkinn, hefur löngum sviðið í augum að ríkið – þjóðfélagið – eigi einhver verðmæti sem samfélagið getur haft tekjur af. Þannig er með nytjastofnana á Íslandsmiðum. Þeirra skoðun er að aflaheimildir eigi að vera að fullu í eign og umráðum útgerðarinnar, án gjaldtöku ríkisins. Gróðinn skal renna óskiptur til einstaklinganna sem eiga útgerðarfyrirtækin. Þessi skoðun virðist vera ráðandi í þingliði Sjálfstæðisflokksins þannig að hlutverk þess liðs er að vera varnarlið einkagróðans á kostnað almennings. Eignarrétturinn yfir náttúruauðlindum landsins er þjóðinni mjög mikilvægur þannig að einstökum útgerðarfyrirtækjum sem eiga búnað til fiskveiða eða þeim sem nýta með einhverjum hætti náttúruauðlindir Íslands sé gert að greiða sanngjarnt gjald til ríkisins fyrir afnotin. Þannig er eignarréttur þjóðarinnar á öllum auðlindum landsins mjög mikilvægur. Sérstaklega eignarrétturinn á öllum nytjastofnum á Íslandsmiðum. Nytjastofnum sem Íslendingar börðust um aldir við útlendinga um yfirráð yfir og háðu tíu „þorskastríð” til að halda lífsbjörginni í eigu landsins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun