Lexían frá Útey Kristrún Heimisdóttir skrifar 26. júlí 2012 06:00 Meðan Anders Bering Breivik situr í klefa sínum og bíður dóms minnist Noregur fórnarlamba hans og lýsir fullum sigri á illu ætlunarverki hins forherta fanga: Það tókst ekki að brjóta niður Noreg. Útrýmingartilraun andspænis mannúðarstefnu – ekki nýtt heldur margreynt á 20. öld. Sprengjumagnið slíkt að hlyti að tryggja helfregn stjórnarhátta, stjórnmálahreyfingar og ríkis í fyrri mynd. Ríki í taugaáfalli er veikt ríki. Hið öndverða gerðist. Lýðræðið og réttarríkið standa sterkari en fyrr á endurnýjuðum grundvelli víðtækrar samstöðu. Hvernig og hvers vegna tókst Noregi þetta? Hvers konar lýðræði?Fyrir réttu ári horfðum við íbúar heimsþorpsins á Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og lásum í andlitsdrætti, fas og orð. Beðið var viðbragða norska ríkisins við fjöldamorði, hryðjuverki og pólitískri árás og einbeittur sagði hann svarið vera: „Enn meira lýðræði, enn meiri mannúð". Á öðrum degi bættist við „men aldri naivitet" – aldrei grunnhyggni. Aldrei hafa jafn margir dáið í slíku tilræði í hinum stóra heimi. Árásin var gerð á það fólk sem stóð Jens sjálfum næst. Hafði hann ekki allar ástæður til að kalla reiðina sér til stuðnings og Noregi til varnar? Lýsa „stríði gegn hryðjuverkum" eins og George Bush gerði 2001? Virkja reiðina eins og Íslendingar gerðu 2008 og geta ekki hætt? Hvaðan komu Jens einmitt þessi orð sem reyndust sameinandi og töluð úr hjarta svo margra Norðmanna? Hvers konar lýðræði á hann við og hvernig hindrar það ofbeldi? Útrýmingarstefna heppnast í alræðisríkjumFáir vita að hinn dapri dagur 22. júlí 2011 hófst í Útey með því að Eskil Pedersen formaður ungliðahreyfingarinnar AUF afhjúpaði minnismerki um unga norska jafnaðarmenn sem fórnuðu lífi sínu á Spáni í baráttu gegn fasismanumm því það voru liðin 75 ár frá lokum spænsku borgarstyrjaldarinnar. „Við verðum að þekkja söguna til að skilja samtíðina og geta mótað framtíðina," sagði Eskil alls óafvitandi um að innan örfárra stunda yrði Útey að varanlegu tákni og hann sjálfur að heimsþekktum talsmanni. Lenín og Stalín lýstu báðir sósíaldemókrata réttdræpa stéttaróvini í ritverkum sínum (eins og lesa má um í merkum bókum Arnórs Hannibalssonar sem margir vildu niður þagga) – og heimshreyfing kommúnista boðaði og framfylgdi útrýmingarstefnu. Nasistar skilgreindu sósíaldemókrata sem réttdræpa höfuðóvini og framfylgdu því skipulega. Verknaðurinn á Útey var afrit eldri fyrirmynda, í alræði „riddara Anders Breivik" er útrýming fjölmenningar sett í stað kynþáttar. Gerhardsen, Bratteli og skilgreining jafnaðarmannsEinar Gerhardsen leiðtogi norskra jafnaðarmanna fór nánast beint úr fangabúðum nasista í Sachsenhausen í Þýskalandi í embætti forsætisráðherra Noregs í stríðslok. Eftirmaður hans á formannsstóli Trygve Bratteli var fangi í Dachau. Norrænir jafnaðarmenn lærðu fyrir löngu, hertir í eldi sögunnar og öfganna, að slaka ekki á í grunnhyggni eða villast á lýðhyggju og lýðræði. Það er skilgreining á jafnaðarmanni (ekki síst norrænum) að hafna blóðugu heimsbyltingunni og alræði hvort sem er yfirburðakynstofns eða öreiga. Hafna hvers konar pólitísku ofbeldi en vinna að umbótum innan ramma stjórnarskrárbundins lýðræðis sem einn stjórnmálaflokkur af mörgum. Og þess vegna vissi Jens Stoltenberg af uppsafnaðri reynslu kynslóðanna að útrýmingarstefnu tekst ætlunarverk sitt í alræðisríkjum og samfélögum sem samþykkja eða umbera meðulin ofbeldi, hatur og gerræði. Slík meðul verði skilyrðislaust að útiloka hversu fagurlega sem framtíðarríkinu – þeim tilgangi sem helgar illa meðalið – yrði hægt að lýsa. Hefði forsætisráðherra Noregs ekkert kunnað að hugsa nema „hvað fólkið vildi" hefði landið eignast vindhana en misst áttavita. Samfélagssýn norskra jafnaðarmannaVið eigum því miður ekki orð á íslensku um það sem Norðmenn kalla nasjonsbygging og vísar til stærsta verkefnis allra jafnt – samfelldrar uppbyggingar ríkis, samfélagsstofnana og sjálfsmyndar. Sjálfstæðisbarátta Norðmanna eins og Íslendinga var samofin sókn frjályndisstefnunnar á 19. öld með frelsisréttindum og stjórnarskrám. Eidsvoll-stjórnarskráin norska frá 1814 gildir enn með breytingum og velferðarríkið sem Verkamannaflokkurinn skapaði bættist þar við og lifir með stjórnarskránni sem frjálslyndisarfleifð jafnaðarmanna með sama hætti og gerðist í öðrum ríkjum Norðurlanda á 20. öld. Samkvæmt texta norsku stjórnarskrárinnar skulu allar breytingar samræmast anda hennar. Noregur, Svíþjóð og Finnland urðu fyrir 20 árum fyrir mestu bankakreppu sem þá hafði dunið yfir þróuð ríki frá lokum síðari heimsstyrjaldar og tóku á því verkefni með sama hætti og öðrum. Sterkt ríkisvald er umboðshafi almannahagsmuna og ásamt sterkri verkalýðshreyfingu mótvægi gegn stóreignasamsteypum innan agaðs ramma um samvinnu. Hatursstefna ekki stjórnmál heldur afbrotHöfuðeinkenni velferðarstefnu norrænna krataflokka er að tryggja grundvöll hennar með öflugu atvinnulífi og traustum ríkisfjármálum. Hugsjónin er að við mótun samfélagsstofnana skipti þátttaka og framlag hvers og eins máli, það sé heiður og skylda að taka virkan þátt í stjórn sveitarfélaga, félagasamtaka og í stjórnmálaflokkum – sem séu lykilstofnanir lýðræðisins. Í þessu felst hugmyndin um lýðræði sem menningu sem sé í raun búin til á hverjum degi í samskiptum og framgöngu allra einstaklinga, hópa og stofnana. Þar eru allir með og eiga aðild óháð kynþætti, litarhætti, fötlun, kyni, eignastöðu eða öðru, svo fremi þeir virði grunnreglur lýðræðisins og samneytis við nágranna. Þannig er hið pólitíska svið samfélagsins markað: Með opnum aðgangi fyrir alla en þeir sem ekki virða forsendur þátttökunnar heldur kjósa ofbeldi stíga um leið út af pólitísku sviði inn á persónulegt svið afbrotaábyrgðar. Hatursstefna telst ekki stjórnmál. Þannig er það líka í þýsku stjórnarskránni sem bannar starfsemi öfgahópa sem virði ekki stjórnskipanina. Í norrænum ríkjum er bylting óhugsandi nema til að afnema hina norrænu skipan. Vafalaust ganga þó einhverjir aðrir en Anders Breivik með slíka von í brjósti. Ný öld öfganna?Við lifum örlagaríka tíma þar sem allt getur gerst. Ríkisstjórnir falla hver af annarri eins og dómínó í Evrópu. Við síðustu talningu lágu fleiri stjórnir jafnaðarmanna í valnum en hægri manna því það hefur ekki gerst, sem margir héldu, að jafnaðarmenn næðu pólitískri yfirhönd. Yfirgnæfandi verkefni allra ríkisstjórna er að tryggja efnahagslegt og pólitískt öryggi. Við á Íslandi ættum að gæta að okkur og endurhugsa hvert við viljum fara. Beint lýðræði eða norrænt?Hvers konar lýðræðishefð er nú í sköpun af völdum hrunsins á Íslandi? Mest er talað bæði frá hægri og vinstri um beint lýðræði. Óteljandi margir kveðast sjálfir tilkallaðir að tala fyrir þjóðarviljann og grípa til aðgerða fyrir hann, án þess að hafa verið útnefndir til þess samkvæmt ljósu umboði. Sumar viðvarandi birtingarmyndir þessa eru í senn hatursfullar og ofbeldisfullar. Og gjörólíkir hlutir eru lagðir að jöfnu: Almennar kosningar, Facebook-yfirlýsingar, eggjakast og grjótkast á Alþingishúsið, málningarhellingar yfir heimili og friðsamar með- eða mótmælastöður eru ekki jafngildar aðgerðir í stjórnarskrárbundnu lýðræðisríki. Mun sú lýðræðishefð festast í sessi á Íslandi að gera ekki mun á ofbeldi og kappræðu eða á sjálftöku valds og umboði? Lýðhyggja líka nefnd pópúlismiSlík lýðræðishefð er í eðli sínu lýðhyggja og sögulega eiga fæstir stjórnmálaflokkar nokkra samleið með henni nema öfga- og hatursflokkar. Augljóst er að þessi lýðræðishefð yrði engin vörn ef á reynir á Íslandi. Innan hennar gæti einstaklingur framið hatursfulla ofbeldisárás í yfirlýstu umboði meints þjóðarvilja og réði þá bara stigsmunur en ekki eðlismunur því hvort hún teldist fordæmanleg sem brot gegn lýðræðisreglum landsins. Hver ætlar að standa upp og segja stopp? Til Hreyfingarinnar sækir ríkisstjórnin úrslitastuðning og felur það ekki þótt þingmenn þess flokks hafi varið fyrir augum alþjóðar í sjónvarpi hrottalega lífshættulega líkamsárás sem varðaði hámarksrefsingu fyrir dómstólum. Þar skilja leiðir með Stoltenberg því hann talar fyrir lýðræði sem umber aldrei og með engum hætti ofbeldisfullar aðgerðir. Framhaldsgreinin „22. júlí kynslóðin í stjórnmálum" birtist á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Meðan Anders Bering Breivik situr í klefa sínum og bíður dóms minnist Noregur fórnarlamba hans og lýsir fullum sigri á illu ætlunarverki hins forherta fanga: Það tókst ekki að brjóta niður Noreg. Útrýmingartilraun andspænis mannúðarstefnu – ekki nýtt heldur margreynt á 20. öld. Sprengjumagnið slíkt að hlyti að tryggja helfregn stjórnarhátta, stjórnmálahreyfingar og ríkis í fyrri mynd. Ríki í taugaáfalli er veikt ríki. Hið öndverða gerðist. Lýðræðið og réttarríkið standa sterkari en fyrr á endurnýjuðum grundvelli víðtækrar samstöðu. Hvernig og hvers vegna tókst Noregi þetta? Hvers konar lýðræði?Fyrir réttu ári horfðum við íbúar heimsþorpsins á Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og lásum í andlitsdrætti, fas og orð. Beðið var viðbragða norska ríkisins við fjöldamorði, hryðjuverki og pólitískri árás og einbeittur sagði hann svarið vera: „Enn meira lýðræði, enn meiri mannúð". Á öðrum degi bættist við „men aldri naivitet" – aldrei grunnhyggni. Aldrei hafa jafn margir dáið í slíku tilræði í hinum stóra heimi. Árásin var gerð á það fólk sem stóð Jens sjálfum næst. Hafði hann ekki allar ástæður til að kalla reiðina sér til stuðnings og Noregi til varnar? Lýsa „stríði gegn hryðjuverkum" eins og George Bush gerði 2001? Virkja reiðina eins og Íslendingar gerðu 2008 og geta ekki hætt? Hvaðan komu Jens einmitt þessi orð sem reyndust sameinandi og töluð úr hjarta svo margra Norðmanna? Hvers konar lýðræði á hann við og hvernig hindrar það ofbeldi? Útrýmingarstefna heppnast í alræðisríkjumFáir vita að hinn dapri dagur 22. júlí 2011 hófst í Útey með því að Eskil Pedersen formaður ungliðahreyfingarinnar AUF afhjúpaði minnismerki um unga norska jafnaðarmenn sem fórnuðu lífi sínu á Spáni í baráttu gegn fasismanumm því það voru liðin 75 ár frá lokum spænsku borgarstyrjaldarinnar. „Við verðum að þekkja söguna til að skilja samtíðina og geta mótað framtíðina," sagði Eskil alls óafvitandi um að innan örfárra stunda yrði Útey að varanlegu tákni og hann sjálfur að heimsþekktum talsmanni. Lenín og Stalín lýstu báðir sósíaldemókrata réttdræpa stéttaróvini í ritverkum sínum (eins og lesa má um í merkum bókum Arnórs Hannibalssonar sem margir vildu niður þagga) – og heimshreyfing kommúnista boðaði og framfylgdi útrýmingarstefnu. Nasistar skilgreindu sósíaldemókrata sem réttdræpa höfuðóvini og framfylgdu því skipulega. Verknaðurinn á Útey var afrit eldri fyrirmynda, í alræði „riddara Anders Breivik" er útrýming fjölmenningar sett í stað kynþáttar. Gerhardsen, Bratteli og skilgreining jafnaðarmannsEinar Gerhardsen leiðtogi norskra jafnaðarmanna fór nánast beint úr fangabúðum nasista í Sachsenhausen í Þýskalandi í embætti forsætisráðherra Noregs í stríðslok. Eftirmaður hans á formannsstóli Trygve Bratteli var fangi í Dachau. Norrænir jafnaðarmenn lærðu fyrir löngu, hertir í eldi sögunnar og öfganna, að slaka ekki á í grunnhyggni eða villast á lýðhyggju og lýðræði. Það er skilgreining á jafnaðarmanni (ekki síst norrænum) að hafna blóðugu heimsbyltingunni og alræði hvort sem er yfirburðakynstofns eða öreiga. Hafna hvers konar pólitísku ofbeldi en vinna að umbótum innan ramma stjórnarskrárbundins lýðræðis sem einn stjórnmálaflokkur af mörgum. Og þess vegna vissi Jens Stoltenberg af uppsafnaðri reynslu kynslóðanna að útrýmingarstefnu tekst ætlunarverk sitt í alræðisríkjum og samfélögum sem samþykkja eða umbera meðulin ofbeldi, hatur og gerræði. Slík meðul verði skilyrðislaust að útiloka hversu fagurlega sem framtíðarríkinu – þeim tilgangi sem helgar illa meðalið – yrði hægt að lýsa. Hefði forsætisráðherra Noregs ekkert kunnað að hugsa nema „hvað fólkið vildi" hefði landið eignast vindhana en misst áttavita. Samfélagssýn norskra jafnaðarmannaVið eigum því miður ekki orð á íslensku um það sem Norðmenn kalla nasjonsbygging og vísar til stærsta verkefnis allra jafnt – samfelldrar uppbyggingar ríkis, samfélagsstofnana og sjálfsmyndar. Sjálfstæðisbarátta Norðmanna eins og Íslendinga var samofin sókn frjályndisstefnunnar á 19. öld með frelsisréttindum og stjórnarskrám. Eidsvoll-stjórnarskráin norska frá 1814 gildir enn með breytingum og velferðarríkið sem Verkamannaflokkurinn skapaði bættist þar við og lifir með stjórnarskránni sem frjálslyndisarfleifð jafnaðarmanna með sama hætti og gerðist í öðrum ríkjum Norðurlanda á 20. öld. Samkvæmt texta norsku stjórnarskrárinnar skulu allar breytingar samræmast anda hennar. Noregur, Svíþjóð og Finnland urðu fyrir 20 árum fyrir mestu bankakreppu sem þá hafði dunið yfir þróuð ríki frá lokum síðari heimsstyrjaldar og tóku á því verkefni með sama hætti og öðrum. Sterkt ríkisvald er umboðshafi almannahagsmuna og ásamt sterkri verkalýðshreyfingu mótvægi gegn stóreignasamsteypum innan agaðs ramma um samvinnu. Hatursstefna ekki stjórnmál heldur afbrotHöfuðeinkenni velferðarstefnu norrænna krataflokka er að tryggja grundvöll hennar með öflugu atvinnulífi og traustum ríkisfjármálum. Hugsjónin er að við mótun samfélagsstofnana skipti þátttaka og framlag hvers og eins máli, það sé heiður og skylda að taka virkan þátt í stjórn sveitarfélaga, félagasamtaka og í stjórnmálaflokkum – sem séu lykilstofnanir lýðræðisins. Í þessu felst hugmyndin um lýðræði sem menningu sem sé í raun búin til á hverjum degi í samskiptum og framgöngu allra einstaklinga, hópa og stofnana. Þar eru allir með og eiga aðild óháð kynþætti, litarhætti, fötlun, kyni, eignastöðu eða öðru, svo fremi þeir virði grunnreglur lýðræðisins og samneytis við nágranna. Þannig er hið pólitíska svið samfélagsins markað: Með opnum aðgangi fyrir alla en þeir sem ekki virða forsendur þátttökunnar heldur kjósa ofbeldi stíga um leið út af pólitísku sviði inn á persónulegt svið afbrotaábyrgðar. Hatursstefna telst ekki stjórnmál. Þannig er það líka í þýsku stjórnarskránni sem bannar starfsemi öfgahópa sem virði ekki stjórnskipanina. Í norrænum ríkjum er bylting óhugsandi nema til að afnema hina norrænu skipan. Vafalaust ganga þó einhverjir aðrir en Anders Breivik með slíka von í brjósti. Ný öld öfganna?Við lifum örlagaríka tíma þar sem allt getur gerst. Ríkisstjórnir falla hver af annarri eins og dómínó í Evrópu. Við síðustu talningu lágu fleiri stjórnir jafnaðarmanna í valnum en hægri manna því það hefur ekki gerst, sem margir héldu, að jafnaðarmenn næðu pólitískri yfirhönd. Yfirgnæfandi verkefni allra ríkisstjórna er að tryggja efnahagslegt og pólitískt öryggi. Við á Íslandi ættum að gæta að okkur og endurhugsa hvert við viljum fara. Beint lýðræði eða norrænt?Hvers konar lýðræðishefð er nú í sköpun af völdum hrunsins á Íslandi? Mest er talað bæði frá hægri og vinstri um beint lýðræði. Óteljandi margir kveðast sjálfir tilkallaðir að tala fyrir þjóðarviljann og grípa til aðgerða fyrir hann, án þess að hafa verið útnefndir til þess samkvæmt ljósu umboði. Sumar viðvarandi birtingarmyndir þessa eru í senn hatursfullar og ofbeldisfullar. Og gjörólíkir hlutir eru lagðir að jöfnu: Almennar kosningar, Facebook-yfirlýsingar, eggjakast og grjótkast á Alþingishúsið, málningarhellingar yfir heimili og friðsamar með- eða mótmælastöður eru ekki jafngildar aðgerðir í stjórnarskrárbundnu lýðræðisríki. Mun sú lýðræðishefð festast í sessi á Íslandi að gera ekki mun á ofbeldi og kappræðu eða á sjálftöku valds og umboði? Lýðhyggja líka nefnd pópúlismiSlík lýðræðishefð er í eðli sínu lýðhyggja og sögulega eiga fæstir stjórnmálaflokkar nokkra samleið með henni nema öfga- og hatursflokkar. Augljóst er að þessi lýðræðishefð yrði engin vörn ef á reynir á Íslandi. Innan hennar gæti einstaklingur framið hatursfulla ofbeldisárás í yfirlýstu umboði meints þjóðarvilja og réði þá bara stigsmunur en ekki eðlismunur því hvort hún teldist fordæmanleg sem brot gegn lýðræðisreglum landsins. Hver ætlar að standa upp og segja stopp? Til Hreyfingarinnar sækir ríkisstjórnin úrslitastuðning og felur það ekki þótt þingmenn þess flokks hafi varið fyrir augum alþjóðar í sjónvarpi hrottalega lífshættulega líkamsárás sem varðaði hámarksrefsingu fyrir dómstólum. Þar skilja leiðir með Stoltenberg því hann talar fyrir lýðræði sem umber aldrei og með engum hætti ofbeldisfullar aðgerðir. Framhaldsgreinin „22. júlí kynslóðin í stjórnmálum" birtist á morgun.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun