Stokkhólmsheilkennið og Ingólfstorg Snorri F. Hilmarsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Þann 29. júní voru niðurstöður í samkeppni Reykjavíkurborgar og lóðareiganda um uppbyggingu við Ingólfstorg birtar almenningi. Margir hafa orðið til að lýsa yfir ánægju með þessi vinnubrögð, að efna til opinnar samkeppni um bestu mögulegu niðurstöðu. Ekki skortir góðar hugmyndir og tækifæri sem borgin býður upp á. En var sá vandi sem samkeppninni var ætlað að takast á við rétt skilgreindur? Niðurstaðan hlýtur að skoðast í því ljósi. Vandinn sem blasir við skipulagi kringum Ingólfstorg virðist fremur lögfræðilegur en skipulagslegur. Úrlausnarvandinn í skipulagi Reykjavíkur og þá miðborgarinnar er einkum gamalt og löngu úrelt niðurrifsskipulag sem felur í sér allt of mikið byggingarmagn og er löngu dottið úr takti við þróun borgarinnar. Það er þetta byggingarmagn sem eyðileggur þessa samkeppni eins og aðrar á undan henni. Borgin þorir hins vegar ekki að takast á við þennan undirliggjandi vanda af ótta við að þurfa að borga himinháar skaðabætur. Þannig er miðborgin eða skipulag hennar í gíslingu þessarar skaðabóta-hótunar. Það verður ekki betur séð en að allt þetta fum í kringum Ingólfstorg á undanförnum árum beri keim af þessu. Lóðarhafi sem sækir stíft sitt, heldur samkeppni með borginni um leið og hann hefur á henni kverkatak. Allt ber þetta vandræðamál merki um Stokkhólmsheilkennið, þ.e.a.s. þegar þeir, sem haldið er í gíslingu, fyllast svo mikilli samúð með þeim sem krefjast lausnargjalds fyrir þá að þeir tapa sjónar á réttu og röngu og vilja jafnvel fórna sér fyrir málstað kvalara síns. Þótt vissulega megi bæta Ingólfstorg hefur það unnið sér sess sem skjólsælt almenningstorg með ýmsa ágæta möguleika til samkomuhalds. Á þrjá vegu státar torgið af fallegri húsaröð timburhúsa sem vel hæfa sögustaðnum Reykjavík. Vinningstillagan breytir stórum hluta torgsins í byggingarlóð svo þetta samhengi hverfur að stærstum hluta úr bæjarmyndinni inn í þröngt sund. Vinningstillagan gerir með þessu lítið úr viðkvæmri sögulegri ásýnd Reykjavíkur. Við Kirkjustræti eiga svo að rísa hús sem munu skera á tengsl Austurvallar og Víkurkirkjugarðs. Húsaröðin við Kirkjustræti mun nánast hverfa frá Austurvelli séð. Við getum vissulega þakkað fyrir að gömlu húsin skuli ekki rifin. En er þetta ekki eins og menn hefðu á sínum tíma bjargað Torfunni með því að leyfa henni að standa en byggt fjögurra hæða stjórnsýsluhús í garðinum fyrir framan hana? Væri það góð Lækjargata? Það er ekkert stórkostlega mikið að umræddum samkeppnisreit annað en ofvaxin hús Landsímans og Miðbæjarmarkaðarins. Það er ekkert sem kallar á að stækka þessar stærstu byggingar miðborgarinnar svo þær geti orðið risahótel. Í þeim er þegar gott pláss fyrir stórt hótel án þess að bæta nokkru við. Þjónar tillagan menningu Reykjavíkur? Gömlu húsin og þær fornleifar sem þarna finnast geyma mikilvæg verðmæti fyrir komandi kynslóðir. Slíkt samhengi er ekki að finna á öðrum stöðum í borginni. Enginn annar reitur í borginni státar af elsta kirkjugarði Reykjavíkur innan sinna marka, byggingarlóðum frá tímum Innréttinganna og götumyndum húsa við fjórar af elstu götum borgarinnar, svo fáein atriði séu nefnd. Auk þess liggur hann að Austurvelli, höfuðtorgi þjóðarinnar, og öðru nýrra torgi, Ingólfstorgi, sem er að festast í sessi sem verðugur endapunktur megináss miðborgarinnar sem Laugavegur og Austurstræti mynda. Ef allt væri með felldu hefði meginmarkmið samkeppninnar verið að draga fram og styrkja hins sögulegu sérkenni sem einstæð eru fyrir þennan reit og nánasta umhverfi hans. Þar er að finna raunverulegt sögulegt samhengi sem ekki verður búið til á öðrum stað. Gistihús er hægt að byggja á ótal reitum um alla borg en það er aðeins ein gata sem markar upphaf byggðar í Reykjavík. Er það heppileg stefna í menningartengdri ferðaþjónustu að fórna því sem ferðamenn koma til að skoða til þess að þeir fái stað til að sofa? Samkeppnin opinberar þann vanda sem úrelt og að því er virðist óafturkræft byggingarmagn í gömlu skipulagi veldur. Samkeppnin streðar við að gera gott úr bákninu en tekst ekki. Vinningstillagan þéttir byggð á kostnað almannarýmis, almannahagsmuna og sameiginlegra gilda sem er lýsandi fyrir upplegg samkeppninnar. Umræddum reglum þarf að breyta en þar stendur ekki bara upp á borgina heldur Alþingi líka. Það er víða svo í nágrannalöndum okkar að þegar skipulag nær vissum aldri fellur það með öllu úr gildi. Því fylgir enginn meiri eignarréttur en tækifæri til að byggja á meðan það gildir. Í Kaupmannahöfn er þessi gluggi opinn í fimm ár í einu. Hér falla byggingarleyfi úr gildi að tveimur árum liðnum. Því skildi byggingarmagnið eitt vera eilíft? Hér er hjarta borgarinnar og borgin á það skilið að fulltrúar hennar skili betra verki til handa öllum íbúum Reykjavíkur, ekki bara lóðarhafanum. Hefði samkeppnin í alvöru snúist um það hvernig Reykjavík gæti orðið betri borg hefði niðurstaðan aldrei orðið þessi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þann 29. júní voru niðurstöður í samkeppni Reykjavíkurborgar og lóðareiganda um uppbyggingu við Ingólfstorg birtar almenningi. Margir hafa orðið til að lýsa yfir ánægju með þessi vinnubrögð, að efna til opinnar samkeppni um bestu mögulegu niðurstöðu. Ekki skortir góðar hugmyndir og tækifæri sem borgin býður upp á. En var sá vandi sem samkeppninni var ætlað að takast á við rétt skilgreindur? Niðurstaðan hlýtur að skoðast í því ljósi. Vandinn sem blasir við skipulagi kringum Ingólfstorg virðist fremur lögfræðilegur en skipulagslegur. Úrlausnarvandinn í skipulagi Reykjavíkur og þá miðborgarinnar er einkum gamalt og löngu úrelt niðurrifsskipulag sem felur í sér allt of mikið byggingarmagn og er löngu dottið úr takti við þróun borgarinnar. Það er þetta byggingarmagn sem eyðileggur þessa samkeppni eins og aðrar á undan henni. Borgin þorir hins vegar ekki að takast á við þennan undirliggjandi vanda af ótta við að þurfa að borga himinháar skaðabætur. Þannig er miðborgin eða skipulag hennar í gíslingu þessarar skaðabóta-hótunar. Það verður ekki betur séð en að allt þetta fum í kringum Ingólfstorg á undanförnum árum beri keim af þessu. Lóðarhafi sem sækir stíft sitt, heldur samkeppni með borginni um leið og hann hefur á henni kverkatak. Allt ber þetta vandræðamál merki um Stokkhólmsheilkennið, þ.e.a.s. þegar þeir, sem haldið er í gíslingu, fyllast svo mikilli samúð með þeim sem krefjast lausnargjalds fyrir þá að þeir tapa sjónar á réttu og röngu og vilja jafnvel fórna sér fyrir málstað kvalara síns. Þótt vissulega megi bæta Ingólfstorg hefur það unnið sér sess sem skjólsælt almenningstorg með ýmsa ágæta möguleika til samkomuhalds. Á þrjá vegu státar torgið af fallegri húsaröð timburhúsa sem vel hæfa sögustaðnum Reykjavík. Vinningstillagan breytir stórum hluta torgsins í byggingarlóð svo þetta samhengi hverfur að stærstum hluta úr bæjarmyndinni inn í þröngt sund. Vinningstillagan gerir með þessu lítið úr viðkvæmri sögulegri ásýnd Reykjavíkur. Við Kirkjustræti eiga svo að rísa hús sem munu skera á tengsl Austurvallar og Víkurkirkjugarðs. Húsaröðin við Kirkjustræti mun nánast hverfa frá Austurvelli séð. Við getum vissulega þakkað fyrir að gömlu húsin skuli ekki rifin. En er þetta ekki eins og menn hefðu á sínum tíma bjargað Torfunni með því að leyfa henni að standa en byggt fjögurra hæða stjórnsýsluhús í garðinum fyrir framan hana? Væri það góð Lækjargata? Það er ekkert stórkostlega mikið að umræddum samkeppnisreit annað en ofvaxin hús Landsímans og Miðbæjarmarkaðarins. Það er ekkert sem kallar á að stækka þessar stærstu byggingar miðborgarinnar svo þær geti orðið risahótel. Í þeim er þegar gott pláss fyrir stórt hótel án þess að bæta nokkru við. Þjónar tillagan menningu Reykjavíkur? Gömlu húsin og þær fornleifar sem þarna finnast geyma mikilvæg verðmæti fyrir komandi kynslóðir. Slíkt samhengi er ekki að finna á öðrum stöðum í borginni. Enginn annar reitur í borginni státar af elsta kirkjugarði Reykjavíkur innan sinna marka, byggingarlóðum frá tímum Innréttinganna og götumyndum húsa við fjórar af elstu götum borgarinnar, svo fáein atriði séu nefnd. Auk þess liggur hann að Austurvelli, höfuðtorgi þjóðarinnar, og öðru nýrra torgi, Ingólfstorgi, sem er að festast í sessi sem verðugur endapunktur megináss miðborgarinnar sem Laugavegur og Austurstræti mynda. Ef allt væri með felldu hefði meginmarkmið samkeppninnar verið að draga fram og styrkja hins sögulegu sérkenni sem einstæð eru fyrir þennan reit og nánasta umhverfi hans. Þar er að finna raunverulegt sögulegt samhengi sem ekki verður búið til á öðrum stað. Gistihús er hægt að byggja á ótal reitum um alla borg en það er aðeins ein gata sem markar upphaf byggðar í Reykjavík. Er það heppileg stefna í menningartengdri ferðaþjónustu að fórna því sem ferðamenn koma til að skoða til þess að þeir fái stað til að sofa? Samkeppnin opinberar þann vanda sem úrelt og að því er virðist óafturkræft byggingarmagn í gömlu skipulagi veldur. Samkeppnin streðar við að gera gott úr bákninu en tekst ekki. Vinningstillagan þéttir byggð á kostnað almannarýmis, almannahagsmuna og sameiginlegra gilda sem er lýsandi fyrir upplegg samkeppninnar. Umræddum reglum þarf að breyta en þar stendur ekki bara upp á borgina heldur Alþingi líka. Það er víða svo í nágrannalöndum okkar að þegar skipulag nær vissum aldri fellur það með öllu úr gildi. Því fylgir enginn meiri eignarréttur en tækifæri til að byggja á meðan það gildir. Í Kaupmannahöfn er þessi gluggi opinn í fimm ár í einu. Hér falla byggingarleyfi úr gildi að tveimur árum liðnum. Því skildi byggingarmagnið eitt vera eilíft? Hér er hjarta borgarinnar og borgin á það skilið að fulltrúar hennar skili betra verki til handa öllum íbúum Reykjavíkur, ekki bara lóðarhafanum. Hefði samkeppnin í alvöru snúist um það hvernig Reykjavík gæti orðið betri borg hefði niðurstaðan aldrei orðið þessi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun