Yfirstjórn upplýsingakerfa Jón Finnbogason skrifar 4. október 2012 06:00 Bókhaldskerfi ríkisins var mikið í umræðunni í síðustu viku eftir uppljóstranir Ríkisútvarpsins um drög að þriggja ára gamalli skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þó nokkur atriði hafa þótt fara úrskeiðis við rekstur og þróun kerfisins og ábyrgð á því virðist lenda á milli stofnana. Greinilegt er að eftirliti hefur verið ábótavant og menn gerst uppvísir að því að draga lappirnar við það. Fyrrverandi Ríkisendurskoðandi bendir svo á takmarkanir eftirlitsaðilans því stofnunin hafi í raun ekki haft þekkingu til að meta innleiðinguna sem þessa. Sem betur fer hafa uppljóstrarar ákveðið að leka skjölum til fjölmiðla til að vekja máls á málinu. Næsta skref er að læra af þessu og breyta starfsháttum hins opinbera, sérstaklega undirliggjandi þáttum í stjórnun upplýsingakerfa, til að fyrirbyggja áframhaldandi vandræðagang. Stjórnun upplýsingakerfaEftir því sem næst verður komist hefur í raun enginn yfirstjórn kerfisins á sinni könnu. Stærstur hluti liggur hjá Fjársýslunni sem á að vera svokallaður eigandi kerfisins og hefur ábyrgð á rekstri og þróun. Fjársýslan er hins vegar í eðli sínu að vinna í fjárstreymi og bókhaldi, og hefur hvorki sérþekkingu á þróun né innleiðingu upplýsingakerfa. Þess utan eru hinar ýmsu stofnanir og ráðuneyti með sínar eigin sérlausnir inni í kerfinu, sem gerir kerfið brotakennt. Sundurliðun yfirstjórnar er því umtalsverð og vöntun á skýrri verkaskiptingu hefur orðið til þess, eins og frægt er orðið, að umræddar sérlausnir hafa hætt að virka við uppfærslur Oracle-kerfisins. Sérstakur aðili sem sér um utanumhald og þróun kerfisins er ekki til eftir því sem næst verður komist en slíkar deildir er hins vegar að finna í nágrannalöndum okkar. Til að mynda í Danmörku er starfandi Digitaliseringsstyrelsen og Statens IT hjá danska fjármálaráðuneytinu. Forvera þeirra var að finna víðs vegar innan stjórnkerfisins en með ríkari þörf á heildstæðari stefnu hefur starfinu nýverið verið safnað undir sama hattinn. Hlutverk þeirra, eins og kemur fram á heimasíðum þeirra, er að hafa yfirumsjón, staðla og samræma rekstur upplýsingakerfa stjórnkerfisins, aukinheldur að auðvelda aðgengi fólks að hinu opinbera og vera vakandi fyrir hvers konar sparnaði sem hægt væri að ná fram með tækninni. Það væri að mínu mati afar gott skref í rétta átt ef sett yrði á fót stofnun sem bæri ábyrgð á þessum vaxandi málaflokki framtíðarinnar. Mikilvægt er að öllum öngum af tölvukerfum hins opinbera sé viðhaldið af fagfólki með það að markmiði að tryggja gæði, halda kostnaði í skefjum og fyrirbyggja niðritíma, t.d. af völdum tölvuárása. SýnileikiViðbrögð Ríkisendurskoðanda við lekanum á drögum að skýrslu Ríkisendurskoðunar voru vægast sagt ekki uppörvandi fyrir litla Landssímamanninn og vini hans. Ríkisendurskoðandi vildi kæra lekann til lögreglunnar. Ég hvet stjórnvöld til að sleppa þeim málarekstri í þessu tilviki þar sem hagsmunir ríkisins eru ekki varðir með því. Virkur stuðningur við þá sem leka upplýsingum sem eiga erindi við almenning er forsenda þess að fólk hættir á að leka svona málum, sérstaklega þar sem ljóst er að þetta mál átti líklegast eftir að daga uppi ef ekkert yrði að gert. Segja má að eftirliti með eftirlitsaðila löggjafarvaldsins hafi verið ábótavant í þessu tilviki, vald einstakra embættismanna til að þagga þetta mál var of mikið. Þegar rýnt er í fræðin varðandi meðhöndlun kvartana er það vel þekkt og sannað að slæm tíðindi ná sjaldnast eyrum valdhafa ef hagsmunir boðberanna sjálfra og tengdra milliliða eru í húfi. Þess vegna er mikilvægt að bæta eftirlit með eftirlitsaðilum hins opinbera. Næstu skrefSérstaklega mikilvægt er að setja á fót sérstakt embætti sem ber ábyrgð á þróun og rekstri upplýsinga- og tæknikerfa hins opinbera. Einnig þarf að auka eftirlit með einstökum þáttum í rekstri ríkisins og búa þarf til lagaumhverfi sem auðveldar almennum starfsmönnum að koma áhyggjum sínum og gögnum á framfæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Bókhaldskerfi ríkisins var mikið í umræðunni í síðustu viku eftir uppljóstranir Ríkisútvarpsins um drög að þriggja ára gamalli skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þó nokkur atriði hafa þótt fara úrskeiðis við rekstur og þróun kerfisins og ábyrgð á því virðist lenda á milli stofnana. Greinilegt er að eftirliti hefur verið ábótavant og menn gerst uppvísir að því að draga lappirnar við það. Fyrrverandi Ríkisendurskoðandi bendir svo á takmarkanir eftirlitsaðilans því stofnunin hafi í raun ekki haft þekkingu til að meta innleiðinguna sem þessa. Sem betur fer hafa uppljóstrarar ákveðið að leka skjölum til fjölmiðla til að vekja máls á málinu. Næsta skref er að læra af þessu og breyta starfsháttum hins opinbera, sérstaklega undirliggjandi þáttum í stjórnun upplýsingakerfa, til að fyrirbyggja áframhaldandi vandræðagang. Stjórnun upplýsingakerfaEftir því sem næst verður komist hefur í raun enginn yfirstjórn kerfisins á sinni könnu. Stærstur hluti liggur hjá Fjársýslunni sem á að vera svokallaður eigandi kerfisins og hefur ábyrgð á rekstri og þróun. Fjársýslan er hins vegar í eðli sínu að vinna í fjárstreymi og bókhaldi, og hefur hvorki sérþekkingu á þróun né innleiðingu upplýsingakerfa. Þess utan eru hinar ýmsu stofnanir og ráðuneyti með sínar eigin sérlausnir inni í kerfinu, sem gerir kerfið brotakennt. Sundurliðun yfirstjórnar er því umtalsverð og vöntun á skýrri verkaskiptingu hefur orðið til þess, eins og frægt er orðið, að umræddar sérlausnir hafa hætt að virka við uppfærslur Oracle-kerfisins. Sérstakur aðili sem sér um utanumhald og þróun kerfisins er ekki til eftir því sem næst verður komist en slíkar deildir er hins vegar að finna í nágrannalöndum okkar. Til að mynda í Danmörku er starfandi Digitaliseringsstyrelsen og Statens IT hjá danska fjármálaráðuneytinu. Forvera þeirra var að finna víðs vegar innan stjórnkerfisins en með ríkari þörf á heildstæðari stefnu hefur starfinu nýverið verið safnað undir sama hattinn. Hlutverk þeirra, eins og kemur fram á heimasíðum þeirra, er að hafa yfirumsjón, staðla og samræma rekstur upplýsingakerfa stjórnkerfisins, aukinheldur að auðvelda aðgengi fólks að hinu opinbera og vera vakandi fyrir hvers konar sparnaði sem hægt væri að ná fram með tækninni. Það væri að mínu mati afar gott skref í rétta átt ef sett yrði á fót stofnun sem bæri ábyrgð á þessum vaxandi málaflokki framtíðarinnar. Mikilvægt er að öllum öngum af tölvukerfum hins opinbera sé viðhaldið af fagfólki með það að markmiði að tryggja gæði, halda kostnaði í skefjum og fyrirbyggja niðritíma, t.d. af völdum tölvuárása. SýnileikiViðbrögð Ríkisendurskoðanda við lekanum á drögum að skýrslu Ríkisendurskoðunar voru vægast sagt ekki uppörvandi fyrir litla Landssímamanninn og vini hans. Ríkisendurskoðandi vildi kæra lekann til lögreglunnar. Ég hvet stjórnvöld til að sleppa þeim málarekstri í þessu tilviki þar sem hagsmunir ríkisins eru ekki varðir með því. Virkur stuðningur við þá sem leka upplýsingum sem eiga erindi við almenning er forsenda þess að fólk hættir á að leka svona málum, sérstaklega þar sem ljóst er að þetta mál átti líklegast eftir að daga uppi ef ekkert yrði að gert. Segja má að eftirliti með eftirlitsaðila löggjafarvaldsins hafi verið ábótavant í þessu tilviki, vald einstakra embættismanna til að þagga þetta mál var of mikið. Þegar rýnt er í fræðin varðandi meðhöndlun kvartana er það vel þekkt og sannað að slæm tíðindi ná sjaldnast eyrum valdhafa ef hagsmunir boðberanna sjálfra og tengdra milliliða eru í húfi. Þess vegna er mikilvægt að bæta eftirlit með eftirlitsaðilum hins opinbera. Næstu skrefSérstaklega mikilvægt er að setja á fót sérstakt embætti sem ber ábyrgð á þróun og rekstri upplýsinga- og tæknikerfa hins opinbera. Einnig þarf að auka eftirlit með einstökum þáttum í rekstri ríkisins og búa þarf til lagaumhverfi sem auðveldar almennum starfsmönnum að koma áhyggjum sínum og gögnum á framfæri.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun