Ísland stikkfrí Ingimundur Gíslason skrifar 23. júlí 2012 09:30 Um þessar mundir eru 62 ár síðan franski utanríkisráðherrann, Robert Schuman, lagði fram hugmyndir sínar um einingu og samvinnu Evrópuríkja. Með þeim átti að reyna að koma í veg fyrir enn eina stórstyrjöldina í álfunni. Schuman-áætlunin sem hann birti 9. maí 1950 varð svo upphafið að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Hugmyndin var að unnið yrði að sameiginlegri áætlun um kola- og stálframleiðslu þar sem þessar framleiðslugreinar voru álitnar grundvöllur vígbúnaðarkapphlaups. Adenauer, kanslari Vestur-Þýskalands, tók hugmyndum Schumans vel og sex ríki stofnuðu svo Evrópska kol- og stálsambandið í apríl 1951. Síðastliðin 67 ár hefur að mestu ríkt friður í Evrópu og er þetta lengsta tímabil friðar og stöðugleika í næstum því 400 ár. Evrópusambandinu ber að þakka þetta en einnig átti NATO sinn þátt í að viðhalda friði með því að stöðva framrás Sovétríkjanna í vesturátt. Gott dæmi um þátt varðveislu friðar í starfsemi og uppbyggingu Evrópusambandsins er aðild Slóveníu og Króatíu. Serbía bíður einnig færis að fá að komast inn. Aðild þessara ríkja mun væntanlega koma í veg fyrir að púður-tunnan á Balkanskaga fuðri upp á ný eins og gerðist fyrir rétt aðeins tuttugu árum. Sagt hefur verið að þrjátíu ára stríðið (1618-1648) hafi verið fyrsta allsherjarstyrjöld í sögu mannkyns. Þrjátíu ára stríðið var mjög mannskætt og einnig meðal almennings. Mannvirki voru lögð í rúst. Akrar spilltust og búsmali var drepinn. Landsvæði sem nú teljast til Þýskalands urðu illa úti og það tók Þjóðverja áratugi að rétta úr kútnum eftir allar hörmungarnar. Síðan um miðja 17. öld hefur svo saga Evrópu einkennst af hverri stórstyrjöldinni á fætur annarri allt fram að lokum seinni heimsstyrjaldar. Fjarlægð Íslands frá öðrum löndum varð til þess að Íslendingar sluppu við beinan skaða ef manntjón í seinni heimsstyrjöldinni er frátalið. Við Íslendingar ræðum mest um eigin hagsmuni og um það hvað við getum haft upp úr aðild að Evrópusambandinu. Minna fer fyrir því í umræðunni hvað við gætum lagt af mörkum sem gamalgróin Evrópuþjóð. Það sem nú gerist á meginlandi Evrópu kemur Íslendingum svo sannarlega við. Íslendingar njóta ekki lengur verndar fjarlægðarinnar. Ýmislegt má segja um Evrópusambandið eins og það kemur okkur fyrir sjónir í dag. Skuldakreppa landa við Miðjarðarhaf, skrifræði og tímabundnar deilur aðildarríkja eru áberandi. En það breytir því ekki að hér er um að ræða samtök frjálsra og fullvalda ríkja sem oftast hefur tekist að leysa úr vandamálum líðandi stundar. Alla vega er aðdráttarafl Evrópusambandsins mikið. Flest ríki Evrópu sem ekki eiga aðild sækja það fast að fá að vera með. Við megum heldur ekki gleyma því að þessi samvinna á sviði stjórnmála og ekki síst efnahagsmála og viðskipta er grunnstoð varðveislu friðar í álfunni um ókomna tíð. Íslendingar eiga að leggja sitt af mörkum í friðarbaráttunni og ganga hnarreistir á vit aukinnar samvinnu við ríki Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 62 ár síðan franski utanríkisráðherrann, Robert Schuman, lagði fram hugmyndir sínar um einingu og samvinnu Evrópuríkja. Með þeim átti að reyna að koma í veg fyrir enn eina stórstyrjöldina í álfunni. Schuman-áætlunin sem hann birti 9. maí 1950 varð svo upphafið að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Hugmyndin var að unnið yrði að sameiginlegri áætlun um kola- og stálframleiðslu þar sem þessar framleiðslugreinar voru álitnar grundvöllur vígbúnaðarkapphlaups. Adenauer, kanslari Vestur-Þýskalands, tók hugmyndum Schumans vel og sex ríki stofnuðu svo Evrópska kol- og stálsambandið í apríl 1951. Síðastliðin 67 ár hefur að mestu ríkt friður í Evrópu og er þetta lengsta tímabil friðar og stöðugleika í næstum því 400 ár. Evrópusambandinu ber að þakka þetta en einnig átti NATO sinn þátt í að viðhalda friði með því að stöðva framrás Sovétríkjanna í vesturátt. Gott dæmi um þátt varðveislu friðar í starfsemi og uppbyggingu Evrópusambandsins er aðild Slóveníu og Króatíu. Serbía bíður einnig færis að fá að komast inn. Aðild þessara ríkja mun væntanlega koma í veg fyrir að púður-tunnan á Balkanskaga fuðri upp á ný eins og gerðist fyrir rétt aðeins tuttugu árum. Sagt hefur verið að þrjátíu ára stríðið (1618-1648) hafi verið fyrsta allsherjarstyrjöld í sögu mannkyns. Þrjátíu ára stríðið var mjög mannskætt og einnig meðal almennings. Mannvirki voru lögð í rúst. Akrar spilltust og búsmali var drepinn. Landsvæði sem nú teljast til Þýskalands urðu illa úti og það tók Þjóðverja áratugi að rétta úr kútnum eftir allar hörmungarnar. Síðan um miðja 17. öld hefur svo saga Evrópu einkennst af hverri stórstyrjöldinni á fætur annarri allt fram að lokum seinni heimsstyrjaldar. Fjarlægð Íslands frá öðrum löndum varð til þess að Íslendingar sluppu við beinan skaða ef manntjón í seinni heimsstyrjöldinni er frátalið. Við Íslendingar ræðum mest um eigin hagsmuni og um það hvað við getum haft upp úr aðild að Evrópusambandinu. Minna fer fyrir því í umræðunni hvað við gætum lagt af mörkum sem gamalgróin Evrópuþjóð. Það sem nú gerist á meginlandi Evrópu kemur Íslendingum svo sannarlega við. Íslendingar njóta ekki lengur verndar fjarlægðarinnar. Ýmislegt má segja um Evrópusambandið eins og það kemur okkur fyrir sjónir í dag. Skuldakreppa landa við Miðjarðarhaf, skrifræði og tímabundnar deilur aðildarríkja eru áberandi. En það breytir því ekki að hér er um að ræða samtök frjálsra og fullvalda ríkja sem oftast hefur tekist að leysa úr vandamálum líðandi stundar. Alla vega er aðdráttarafl Evrópusambandsins mikið. Flest ríki Evrópu sem ekki eiga aðild sækja það fast að fá að vera með. Við megum heldur ekki gleyma því að þessi samvinna á sviði stjórnmála og ekki síst efnahagsmála og viðskipta er grunnstoð varðveislu friðar í álfunni um ókomna tíð. Íslendingar eiga að leggja sitt af mörkum í friðarbaráttunni og ganga hnarreistir á vit aukinnar samvinnu við ríki Evrópu.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun