Uppgjör við fortíðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 23. júlí 2012 06:00 Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom út ríkisreikningur fyrir árið 2011. Margt er þar athyglisvert en tvennt ætla ég að nefna hér. Í fyrsta lagi náðist 8% raunlækkun á ríkisútgjöldum frá árinu á undan. Það verður að teljast mikilsverður árangur af því sem þjóðin hefur þurft að leggja á sig til að fjármagna hagstjórnarmistök fyrri ára. Þetta er einnig til marks um skynsemi þeirrar blönduðu leiðar niðurskurðar og skattkerfisbreytinga sem nauðsynlegar voru í kjölfar hrunsins. Blönduðu leiðinni hefur nú verið hampað af flestum sem um hana fjalla. Hún hefur forðað okkur frá óbærilegum niðurskurði í velferðarkerfinu sem ekki aðeins hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda heldur hefði einnig haft mjög hamlandi áhrif á hagvöxt. Sá hagvöxtur sem við sjáum nú er meðal annars ávöxtur þessarar stefnu. Í öðru lagi er í ríkisreikningi gjaldfærður einskiptiskostnaður sem stafar annars vegar af kostnaði við að tryggja innstæður viðskiptavina Sparisjóðsins í Keflavík og hins vegar vegna tímabærra tiltekta í eignasafni ríkisins. Þessar aðgerðir valda því að umtalsverð frávik eru frá fjárlögum 2011. Bókfærðir eignahlutir ríkisins í Nýsköpunarsjóði og Byggðastofnun voru færðir niður að því sem raunsætt getur talist. Slíkir gjörningar eru í ríkisreikningum en ekki í fjárlagafrumvörpum því Alþingi tekur ekki ákvörðun um mat á eignum ríkisins. Við gerð ríkisreiknings eru varúðarsjónarmið einnig höfð að leiðarljósi þegar eignarhlutir ríkisins í hlutafélögum sem skilað hafa góðri rekstrarafkomu eru ekki uppfærðir. Má þar t.d. nefna eignarhlut ríkisins í Landsvirkjun en bókfært virði hans í ríkisreikningi er nú 60,5 milljarðar króna þó skráð eigið fé fyrirtækisins nemi 204,6 milljörðum króna. Öllum mátti vera ljóst að kostnaður gæti fylgt því að tryggja innstæður í hinum fallna sparisjóði. Með fjáraukalögum 2011 er fjármálaráðherra veitt heimild til að ganga frá uppgjöri og greiðslu til Landsbankans hf. vegna mismunar á eignum og innstæðuskuldbindingum SpKef sparisjóðs á grundvelli endanlegs eignarmats. Gerðardómur kvað upp bindandi úrskurð sinn hvað þetta varðar fyrr á þessu ári og því er upphæðin tilgreind nú í ríkisreikningi 2011. Nefnd á vegum Alþingis sem rannsakar aðdraganda og orsakir falls sparisjóðanna mun skila niðurstöðum sínum í haust. Þá fáum við vonandi haldbærar skýringar á orsökum þessa gríðarlega bakreiknings til skattgreiðenda sem fall Sparisjóðsins í Keflavík skilur eftir sig. Skýringar sem vonandi verða til þess að við fáum aldrei framar viðlíka bakreikninga. Síðustu stóru bakreikningar hrunsins hafa því vonandi borist, sér í lagi ef við leyfum okkur að vænta jákvæðrar niðurstöðu úr Icesave dómsmálinu. Gert er ráð fyrir frumjöfnuði hjá ríkissjóði, það er jöfnuði tekna og gjalda án vaxtagjalda og vaxtatekna á þessu ári. Ráðgert er að heildarjöfnuður náist á árinu 2014. Þá mun ríkissjóður skila afgangi og möguleiki skapast til að hefja niðurgreiðslu lána. Þar með verður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem þjóðin greiðir nú vegna lána sem taka þurfti vegna efnahagshrunsins, breytt í aukna velferð. Á síðustu árum hefur verið gert hreinsunarátak á ofmetnum eignum í ríkisreikningi sem nú sér fyrir endann á. Ríkisreikningur 2011 ber því öll einkenni ábyrgrar stjórnunar á ríkisfjármálum og heiðarlegs uppgjörs við fortíðina.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun