Að vakna sjaldnar vegna Sagapro Ingvi Hrafn Jónsson skrifar 19. júlí 2012 06:00 Sennilega eru sjö ár frá þvi að vinur minn, Þráinn Þorvaldsson, stakk að mér tveimur glösum af pillum, sem dr. Sigmundur Guðbjarnarson, hafði sett saman úr ætihvönninni og kallaði Sagapro. Taktu eina eða tvær á dag. Gæti gert þér gott, sagði Þráinn og kvaddi. Það var svo sem ekkert að mér, en ég hugsaði með mér að eitthvað úr ætihvönninni, sem var mér svo kær af bökkum Laxár í Aðaldal, gæti bara verið til góðs. Nokkrum dögum seinna, kannski viku til tíu dögum, vaknaði ég og leið svona rosalega vel, úthvíldur og bókstaflega dæsti af vellíðan. Spratt fram úr og gekk að störfum dagsins. Þessi morgunvellíðan hélt áfram næstu daga og konan mín var farin að velta fyrir sér hvað hefði eiginlega komið fyrir kallinn. Rann svo allt í einu upp fyrir mér, að ástæðan fyrir þessu öllu var afar einföld, ég svaf nú allar nætur án þess að vakna 4-5 sinnum til að pissa. Hafði ekki gert mér grein fyrir því að það væri eitthvað óvenjulegt að vakna svo oft, hafði gert það frá miðjum sextugsaldri. Hafði aldrei hugsað út í að ég væri með stækkaðan blöðruhálskirtil, sem orsakaði þessi öru næturþvaglát. Lífsgæðabatinn var hreint ótrúlegur og ég sagði frá þessu á Hrafnaþingi og fékk þá Þráinn, dr. Sigmund og Sigurð Steinþórsson í viðtöl. Þeir voru afar varkárir, en höfðu fengið jákvæð viðbrögð frá mörgum. Þessi viðtöl vöktu mikla athygli, símtölin hreinlega helltust yfir mig frá körlum og ekki síður eiginkonum, sem höfðu eins og mín frú vaknað mörgum sinnum á nóttu vegna bröltsins í körlunum. Ég hef verið iðinn við að útbreiða þetta Sagapro fagnaðarerindi síðan og hef ekki tölu á þeim sem hafa þakkað fyrir og dásamað kjarkinn að tala um eitthvað „svo viðkvæmt“ eins og það að vera sípissandi allar nætur. Ég giska á að Sagapro hafi gert fjórum af hverjum fimm gott. En það vantaði sannanir fyrir virkni og loksins tókst að afla fjár, 30 milljóna króna, til að kosta faglegar klíniskar rannsóknir og reyna að fá niðurstöðurnar birtar í vísindariti. Tveggja ára spennuþrungin bið er á enda, rannsóknirnar staðfestu það sem ég og þúsundir annarra höfum vitað, Sagapro svínvirkar. Nú eru öflugir fjárfestar komnir að Sagamedica, tilbúnir að fjármagna útrás á vöru úr hreinni íslenskri náttúruauðlind, þróuð af einum fremsta vísindamanni eyjunnar bláu. Stóru lyfjarisarnir hafa löngum stundað það að fá leigupenna til að níða skóinn af aðilum, sem hafa reynt að koma vörum á markað, sem gætu keppt við eitthvað sem þeir höfðu kannski eytt milljörðum í að þróa og markaðssetja. Nú veit ég ekkert um lyfjafræðinginn fúla sem rauk fram á ritvöllinn með fúkyrðaflaumi daginn eftir að góðu fréttirnar bárust. Vonandi var hann bara úrillur eftir margar pissuferðir þá nóttina. Ég ætla að senda honum tvo kassa af Sagapro, gætu gert honum gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Sennilega eru sjö ár frá þvi að vinur minn, Þráinn Þorvaldsson, stakk að mér tveimur glösum af pillum, sem dr. Sigmundur Guðbjarnarson, hafði sett saman úr ætihvönninni og kallaði Sagapro. Taktu eina eða tvær á dag. Gæti gert þér gott, sagði Þráinn og kvaddi. Það var svo sem ekkert að mér, en ég hugsaði með mér að eitthvað úr ætihvönninni, sem var mér svo kær af bökkum Laxár í Aðaldal, gæti bara verið til góðs. Nokkrum dögum seinna, kannski viku til tíu dögum, vaknaði ég og leið svona rosalega vel, úthvíldur og bókstaflega dæsti af vellíðan. Spratt fram úr og gekk að störfum dagsins. Þessi morgunvellíðan hélt áfram næstu daga og konan mín var farin að velta fyrir sér hvað hefði eiginlega komið fyrir kallinn. Rann svo allt í einu upp fyrir mér, að ástæðan fyrir þessu öllu var afar einföld, ég svaf nú allar nætur án þess að vakna 4-5 sinnum til að pissa. Hafði ekki gert mér grein fyrir því að það væri eitthvað óvenjulegt að vakna svo oft, hafði gert það frá miðjum sextugsaldri. Hafði aldrei hugsað út í að ég væri með stækkaðan blöðruhálskirtil, sem orsakaði þessi öru næturþvaglát. Lífsgæðabatinn var hreint ótrúlegur og ég sagði frá þessu á Hrafnaþingi og fékk þá Þráinn, dr. Sigmund og Sigurð Steinþórsson í viðtöl. Þeir voru afar varkárir, en höfðu fengið jákvæð viðbrögð frá mörgum. Þessi viðtöl vöktu mikla athygli, símtölin hreinlega helltust yfir mig frá körlum og ekki síður eiginkonum, sem höfðu eins og mín frú vaknað mörgum sinnum á nóttu vegna bröltsins í körlunum. Ég hef verið iðinn við að útbreiða þetta Sagapro fagnaðarerindi síðan og hef ekki tölu á þeim sem hafa þakkað fyrir og dásamað kjarkinn að tala um eitthvað „svo viðkvæmt“ eins og það að vera sípissandi allar nætur. Ég giska á að Sagapro hafi gert fjórum af hverjum fimm gott. En það vantaði sannanir fyrir virkni og loksins tókst að afla fjár, 30 milljóna króna, til að kosta faglegar klíniskar rannsóknir og reyna að fá niðurstöðurnar birtar í vísindariti. Tveggja ára spennuþrungin bið er á enda, rannsóknirnar staðfestu það sem ég og þúsundir annarra höfum vitað, Sagapro svínvirkar. Nú eru öflugir fjárfestar komnir að Sagamedica, tilbúnir að fjármagna útrás á vöru úr hreinni íslenskri náttúruauðlind, þróuð af einum fremsta vísindamanni eyjunnar bláu. Stóru lyfjarisarnir hafa löngum stundað það að fá leigupenna til að níða skóinn af aðilum, sem hafa reynt að koma vörum á markað, sem gætu keppt við eitthvað sem þeir höfðu kannski eytt milljörðum í að þróa og markaðssetja. Nú veit ég ekkert um lyfjafræðinginn fúla sem rauk fram á ritvöllinn með fúkyrðaflaumi daginn eftir að góðu fréttirnar bárust. Vonandi var hann bara úrillur eftir margar pissuferðir þá nóttina. Ég ætla að senda honum tvo kassa af Sagapro, gætu gert honum gott.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar