Erlent

Curiosity lendir á Mars 5. ágúst

Curiosity mun geta stundað rannsóknir á Mars, en í jeppanum er lítil rannsóknarstofa.
Curiosity mun geta stundað rannsóknir á Mars, en í jeppanum er lítil rannsóknarstofa. Mynd/NASA
Þróaðasta rannsóknartæki sem NASA hefur nokkru sinni sent út í geim, jeppinn Curiosity, mun lenda á Mars eftir þrjár vikur.

Geimfarið sem flytur Curiosity hefur verið á ferðinni frá því í lok nóvember og lendir 5. ágúst. Þetta rúmlega 200 milljóna kílómetra ferðalag hefur gengið hnökralaust fyrir sig hingað til.

Jeppinn er um eitt tonn að þyngd og verður lent með nýstárlegri aðferð þar sem honum verður sleppt niður úr loftfari sem er inni í geimfarinu. Tilgangur verkefnisins er að skera úr um hvort líf hafi getað þrifist á rauðu plánetunni. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×