Atvinnuleysi á hraðri niðurleið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 17. júlí 2012 06:00 Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Greinilegt er að aukin umsvif í efnahagslífinu eru að skila fleiri störfum. Stofnunin reiknar með að atvinnuleysi haldist áfram lágt í júlí og spáir 4,5-4,9%. Nú þegar ætla má að slaki niðursveiflunnar hafi að mestu unnist upp mun áframhaldandi efnahagsbati skila sér hraðar í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Vissulega eru þessar atvinnuleysistölur enn of háar en það er þó athyglisvert að skráð atvinnuleysi í síðastliðnum júnímánuði, tveimur og hálfu ári eftir að það náði hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, er lægra en í sama mánuði árið 1995. Tölurnar síðustu tólf mánuði benda til þess að dregið hafi úr árstíðabundnu atvinnuleysi. Athyglisvert er að sjá að ekki var tilkynnt um neinar hópuppsagnir í mars, apríl, maí og júní. Einungis ein hópuppsögn hefur verið tilkynnt á árinu 2012. Í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir er atvinnuleysið hér mjög lágt. Efnahagsbatinn nær nú til vel flestra geira atvinnulífsins, þar með vex fjölbreytni þeirra starfa sem bætast við og verði einhver þeirra fjárfestingarverkefna sem eru í undirbúningi að veruleika á næstu misserum mun það enn bæta stöðuna. Ársfjórðungsleg vinnumarkaðsmæling Hagstofunnar staðfestir einnig batnandi stöðu á vinnumarkaði. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrsta fjórðung 2012 fjölgaði starfandi um 1.300 manns og atvinnulausum fækkaði um 1.000 frá sama tíma í fyrra. Ánægjulegt er einnig að sjá að þeim sem hafa verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur fækkaði um 1.000, úr 2,2% vinnuafls á fyrsta ársfjórðungi 2011 í 1,6% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðungi 2012. Aðferð Hagstofunnar til að mæla stöðuna á vinnumarkaði er ólík mánaðarlegu mælingunum hjá Vinnumálastofnun þar sem Hagstofan byggir á úrtakskönnun úr þjóðskrá. Niðurstöður úr báðum þessum mælingum sýna jákvæða þróun á vinnumarkaði með minnkandi atvinnuleysi.Atvinnuástand batnar um allt land Skráð atvinnuleysi var 5,5% á höfuðborgarsvæðinu í júní og minnkaði úr 6,3% í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5% og minnkaði úr 4,5%. Á Suðurnesjum hefur orðið mikil breyting á síðastliðnu ári, þannig mældist atvinnuleysið þar 7,5% í nýliðnum júní samanborið við 10,6% á sama tíma í fyrra. Að sama skapi hefur dregið úr atvinnuleysi bæði á meðal karla og kvenna á landsvísu. Batinn er því ekki stað- eða kynbundinn heldur almennur. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Einhver ánægjulegustu tíðindi síðustu vikna eru nýbirtar tölur um atvinnuleysi. Skráð atvinnuleysi samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar mældist 4,8% í nýliðnum júnímánuði og hefur lækkað hratt undanfarna mánuði. Greinilegt er að aukin umsvif í efnahagslífinu eru að skila fleiri störfum. Stofnunin reiknar með að atvinnuleysi haldist áfram lágt í júlí og spáir 4,5-4,9%. Nú þegar ætla má að slaki niðursveiflunnar hafi að mestu unnist upp mun áframhaldandi efnahagsbati skila sér hraðar í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa. Vissulega eru þessar atvinnuleysistölur enn of háar en það er þó athyglisvert að skráð atvinnuleysi í síðastliðnum júnímánuði, tveimur og hálfu ári eftir að það náði hæstu hæðum í kjölfar hrunsins, er lægra en í sama mánuði árið 1995. Tölurnar síðustu tólf mánuði benda til þess að dregið hafi úr árstíðabundnu atvinnuleysi. Athyglisvert er að sjá að ekki var tilkynnt um neinar hópuppsagnir í mars, apríl, maí og júní. Einungis ein hópuppsögn hefur verið tilkynnt á árinu 2012. Í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir er atvinnuleysið hér mjög lágt. Efnahagsbatinn nær nú til vel flestra geira atvinnulífsins, þar með vex fjölbreytni þeirra starfa sem bætast við og verði einhver þeirra fjárfestingarverkefna sem eru í undirbúningi að veruleika á næstu misserum mun það enn bæta stöðuna. Ársfjórðungsleg vinnumarkaðsmæling Hagstofunnar staðfestir einnig batnandi stöðu á vinnumarkaði. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrsta fjórðung 2012 fjölgaði starfandi um 1.300 manns og atvinnulausum fækkaði um 1.000 frá sama tíma í fyrra. Ánægjulegt er einnig að sjá að þeim sem hafa verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur fækkaði um 1.000, úr 2,2% vinnuafls á fyrsta ársfjórðungi 2011 í 1,6% vinnuaflsins á fyrsta ársfjórðungi 2012. Aðferð Hagstofunnar til að mæla stöðuna á vinnumarkaði er ólík mánaðarlegu mælingunum hjá Vinnumálastofnun þar sem Hagstofan byggir á úrtakskönnun úr þjóðskrá. Niðurstöður úr báðum þessum mælingum sýna jákvæða þróun á vinnumarkaði með minnkandi atvinnuleysi.Atvinnuástand batnar um allt land Skráð atvinnuleysi var 5,5% á höfuðborgarsvæðinu í júní og minnkaði úr 6,3% í maí. Á landsbyggðinni var atvinnuleysið 3,5% og minnkaði úr 4,5%. Á Suðurnesjum hefur orðið mikil breyting á síðastliðnu ári, þannig mældist atvinnuleysið þar 7,5% í nýliðnum júní samanborið við 10,6% á sama tíma í fyrra. Að sama skapi hefur dregið úr atvinnuleysi bæði á meðal karla og kvenna á landsvísu. Batinn er því ekki stað- eða kynbundinn heldur almennur. Því ber að fagna.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar