Vorið sem breyttist í vetur Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Arabíska vorið var án blóma fyrir konur og það er að breytast í vetur,? sagði Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Þessi orð lét hún falla á ráðstefnu sem undirrituð sótti í Vilníus fyrir skömmu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og utanríkisráðuneytis Litháens. Ráðstefnan snérist um kyn, menntun og lýðræði en konurnar frá Arabalöndunum vöktu eðlilega mesta athygli, einkum þær frá Sýrlandi og Túnis en báðar eru í andstöðu við stjórnvöld. Það var hrikalegt að hlusta á Amel Grami, prófessor við Manouba-háskólann í höfuðborginni Túnis. Hún kennir kynjafræði og hefur skrifað bækur um nútímalega túlkun á Kóraninum, m.a. með tilliti til réttinda kvenna. Það er ekki vinsælt meðal trúarhópa og hún er nú hreinlega í lífshættu. Að sögn Amel Grami vex íslamistum, svokölluðum salafistum, nú stöðugt fiskur um hrygg í Túnis og umburðarlyndi á hreint ekki upp á pallborðið meðal þeirra. Peningar streyma til þeirra frá Sádi-Arabíu og Katar. Þeir amast við gyðingum sem búið hafa í landinu um aldir, sem og kristnu fólki og menntamönnum. Þeir hafa ruðst inn í háskóla, þar sem þeir krefjast þess að konur fái að bera blæjur í skólunum, sem er bannað, og ein krafa þeirra er að fjölkvæni verði leyft að nýju. Salafistarnir saka kennara um að breiða út kristni og hafa dreift myndum af þeim í moskunum, þar á meðal af Amel Grami, með þeim tilmælum að þetta fólk verði drepið. Íslamistarnir vilja innleiða sharía-lög en sem kunnugt er takmarka þau mjög réttindi kvenna og boða harðar refsingar. Að sögn Amel Grami hefur háskólafólk reynt allt hvað hægt er til að forðast að svara með ofbeldi, því um leið og því er beitt kemur lögreglan og stjórnvöld nota tækifærið til að takmarka frelsi til kennslu, rannsókna og skoðanaskipta. Í kosningunum sem haldnar voru í kjölfar falls stjórnar Ben Alis sigruðu hreyfingar sem eru hallar undir íslamista. Í mars og apríl kom til mikilla átaka og ofbeldi gegn konum hefur aukist mikið. Þær þora vart lengur að vera utan dyra af ótta við árásir. Kvenréttindakonur í Túnis hrópa á hjálp og það er brýnt að þjóðir heims geri strangar kröfur til stjórnvalda í Túnis um að þau virði mannréttindi og lýðræði ella verði öll alþjóðleg aðstoð stöðvuð. Ég spyr, hvar eru fjölmiðlarnir? Af hverju er ekki fylgst betur með þessu hausthreti sem dynur á íbúum N-Afríku? Þá var ekki síður nöturlegt að hlusta á Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Hún býr í höfuðborginni Damaskus en er búin að koma börnunum sínum tveimur úr landi. Hún sagði að íbúar Damaskus hefðu ekki upplifað bein átök en að heyra mætti skothríðina úr nálægum byggðum á kvöldin. Mouna er félagi í hreyfingu sem berst fyrir lýðræði, réttlæti, kynjajafnrétti og sjálfbæru samfélagi. Frjáls félagasamtök eru bönnuð en stjórnvöld hafa haft öðrum hnöppum að hneppa en að fást við þau. Hún lagði áherslu á að ekki dygði að koma einræðisherranum Assad frá, það þyrfti djúpstæðar breytingar til að koma á lýðræði. Þessi ummæli hennar minntu á orð rithöfundarins Nadal El Sadawi frá Egyptalandi sem lýsti ástandinu þannig að búið væri að höggva höfuðið af einræðisöflunum með falli Mubaraks en allur búkurinn væri eftir. Það hafa reynst orð að sönnu. Mouna Ghanem sagði andstöðuöflin í Sýrlandi hafa gert gríðarleg mistök með því að grípa til vopna í stað þess að beita mótmælum líkt og í Túnis og Egyptalandi. Þar með fékk ríkisstjórn Assads tækifæri til að verja sig, studd af vopnasölunum í Rússlandi og Kína. Mouna Ghanem lét athyglisverð ummæli falla um stóru sjónvarpsstöðvarnar Al Jazeera og Al Arabyia. Hún sagði þær hafa tekið gagnrýnislaust upp orðróm um aðgerðir stjórnarandstæðinga, t.d. að þeir hefðu náð ákveðinni borg á vald sitt. Stjórnarandstæðingar tóku að streyma þangað en þar beið herinn og myrti fjölda manns. Það var verið að lokka fólk í gildru. Skipulögð morð á konum og börnum hafa vakið mikinn óhug og óljóst hvað herjunum gengur til með þeim. Kannski gamla sagan, að lama andstæðinginn með því að eyða fjölskyldum og ættum. Það er ógnvænlegt ástand sem þessar konur lýsa. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni. Innan um öll átökin eru óleystar deilur Ísraels og Palestínu og austar bíður olíuveldið Íran átekta. Hvað getur alþjóðasamfélagið gert til að koma konum og börnum, sem alltaf verða verst úti í stríðsátökum, til hjálpar og stöðva ófriðinn? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja friðarviðleitni, koma flóttafólki til aðstoðar og halda umræðum uppi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um þá hrikalegu stríðs- og ofbeldisglæpi sem verið er að fremja í fyrrnefndum Miðjarðarhafslöndum. Verjum réttinn til lífs og öryggis sem og þátttöku kvenna í þróun samfélagsins. Konurnar verða að koma strax að samningaborðunum í samræmi við ályktun SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Arabíska vorið var án blóma fyrir konur og það er að breytast í vetur,? sagði Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Þessi orð lét hún falla á ráðstefnu sem undirrituð sótti í Vilníus fyrir skömmu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og utanríkisráðuneytis Litháens. Ráðstefnan snérist um kyn, menntun og lýðræði en konurnar frá Arabalöndunum vöktu eðlilega mesta athygli, einkum þær frá Sýrlandi og Túnis en báðar eru í andstöðu við stjórnvöld. Það var hrikalegt að hlusta á Amel Grami, prófessor við Manouba-háskólann í höfuðborginni Túnis. Hún kennir kynjafræði og hefur skrifað bækur um nútímalega túlkun á Kóraninum, m.a. með tilliti til réttinda kvenna. Það er ekki vinsælt meðal trúarhópa og hún er nú hreinlega í lífshættu. Að sögn Amel Grami vex íslamistum, svokölluðum salafistum, nú stöðugt fiskur um hrygg í Túnis og umburðarlyndi á hreint ekki upp á pallborðið meðal þeirra. Peningar streyma til þeirra frá Sádi-Arabíu og Katar. Þeir amast við gyðingum sem búið hafa í landinu um aldir, sem og kristnu fólki og menntamönnum. Þeir hafa ruðst inn í háskóla, þar sem þeir krefjast þess að konur fái að bera blæjur í skólunum, sem er bannað, og ein krafa þeirra er að fjölkvæni verði leyft að nýju. Salafistarnir saka kennara um að breiða út kristni og hafa dreift myndum af þeim í moskunum, þar á meðal af Amel Grami, með þeim tilmælum að þetta fólk verði drepið. Íslamistarnir vilja innleiða sharía-lög en sem kunnugt er takmarka þau mjög réttindi kvenna og boða harðar refsingar. Að sögn Amel Grami hefur háskólafólk reynt allt hvað hægt er til að forðast að svara með ofbeldi, því um leið og því er beitt kemur lögreglan og stjórnvöld nota tækifærið til að takmarka frelsi til kennslu, rannsókna og skoðanaskipta. Í kosningunum sem haldnar voru í kjölfar falls stjórnar Ben Alis sigruðu hreyfingar sem eru hallar undir íslamista. Í mars og apríl kom til mikilla átaka og ofbeldi gegn konum hefur aukist mikið. Þær þora vart lengur að vera utan dyra af ótta við árásir. Kvenréttindakonur í Túnis hrópa á hjálp og það er brýnt að þjóðir heims geri strangar kröfur til stjórnvalda í Túnis um að þau virði mannréttindi og lýðræði ella verði öll alþjóðleg aðstoð stöðvuð. Ég spyr, hvar eru fjölmiðlarnir? Af hverju er ekki fylgst betur með þessu hausthreti sem dynur á íbúum N-Afríku? Þá var ekki síður nöturlegt að hlusta á Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Hún býr í höfuðborginni Damaskus en er búin að koma börnunum sínum tveimur úr landi. Hún sagði að íbúar Damaskus hefðu ekki upplifað bein átök en að heyra mætti skothríðina úr nálægum byggðum á kvöldin. Mouna er félagi í hreyfingu sem berst fyrir lýðræði, réttlæti, kynjajafnrétti og sjálfbæru samfélagi. Frjáls félagasamtök eru bönnuð en stjórnvöld hafa haft öðrum hnöppum að hneppa en að fást við þau. Hún lagði áherslu á að ekki dygði að koma einræðisherranum Assad frá, það þyrfti djúpstæðar breytingar til að koma á lýðræði. Þessi ummæli hennar minntu á orð rithöfundarins Nadal El Sadawi frá Egyptalandi sem lýsti ástandinu þannig að búið væri að höggva höfuðið af einræðisöflunum með falli Mubaraks en allur búkurinn væri eftir. Það hafa reynst orð að sönnu. Mouna Ghanem sagði andstöðuöflin í Sýrlandi hafa gert gríðarleg mistök með því að grípa til vopna í stað þess að beita mótmælum líkt og í Túnis og Egyptalandi. Þar með fékk ríkisstjórn Assads tækifæri til að verja sig, studd af vopnasölunum í Rússlandi og Kína. Mouna Ghanem lét athyglisverð ummæli falla um stóru sjónvarpsstöðvarnar Al Jazeera og Al Arabyia. Hún sagði þær hafa tekið gagnrýnislaust upp orðróm um aðgerðir stjórnarandstæðinga, t.d. að þeir hefðu náð ákveðinni borg á vald sitt. Stjórnarandstæðingar tóku að streyma þangað en þar beið herinn og myrti fjölda manns. Það var verið að lokka fólk í gildru. Skipulögð morð á konum og börnum hafa vakið mikinn óhug og óljóst hvað herjunum gengur til með þeim. Kannski gamla sagan, að lama andstæðinginn með því að eyða fjölskyldum og ættum. Það er ógnvænlegt ástand sem þessar konur lýsa. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni. Innan um öll átökin eru óleystar deilur Ísraels og Palestínu og austar bíður olíuveldið Íran átekta. Hvað getur alþjóðasamfélagið gert til að koma konum og börnum, sem alltaf verða verst úti í stríðsátökum, til hjálpar og stöðva ófriðinn? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja friðarviðleitni, koma flóttafólki til aðstoðar og halda umræðum uppi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um þá hrikalegu stríðs- og ofbeldisglæpi sem verið er að fremja í fyrrnefndum Miðjarðarhafslöndum. Verjum réttinn til lífs og öryggis sem og þátttöku kvenna í þróun samfélagsins. Konurnar verða að koma strax að samningaborðunum í samræmi við ályktun SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar