Alvarleg staða íslenska heilbrigðiskerfisins og greining landlæknis á ummælum Þorbjörn Jónsson skrifar 9. júlí 2012 06:00 Í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn var frétt með fyrirsögninni ?Krefst greiningar á orðum um aflimun?. Þar er sagt að landlæknir skoði, að ósk velferðarráðherra, fullyrðingar formanns Læknafélags Íslands um að fjárskortur hafi verið orsök þess að taka þurfti fót af manni. Sagt er að velferðarráðherra hafi ritað landlækni bréf og óskað eftir greiningu á ummælum sem höfð voru eftir formanni Læknafélagsins í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í vikunni á undan. Mér var brugðið við að lesa þessa stórkarlalegu fyrirsögn. Það kom á óvart að sjá að viðtal við mig, þar sem ég ræði almennt um stöðu heilbrigðiskerfisins á niðurskurðartímum, skyldi verða velferðarráðherra tilefni til að kalla eftir sérstakri skoðun landlæknis. Bakgrunnurinn er að Ríkissjónvarpið ræddi við ættingja manns sem hafði gengið á milli lækna í 2 ár og ýmist verið sendur heim með verkjalyf eða til sjúkraþjálfara. Hann greindist síðar með æxli í fæti og varð að taka fótinn vegna þess. Ættingjar telja að mistök hafi leitt til þessa og kenna kerfinu og niðurskurði um, ekki heilbrigðisstarfsfólkinu. Þetta er athyglisvert viðhorf því oftast er heilbrigðisstarfsmönnum kennt um meint mistök, ekki kerfinu eða niðurskurði. Þessi afstaða ættingjanna ætti að vera velferðarráðherra og ráðuneyti hans verðugt umhugsunarefni. Síðar tók RÚV við mig viðtal sem formann Læknafélags Íslands. Læknafélagið er fag- og stéttarfélag og gætir ekki eingöngu hagsmuna lækna heldur stendur líka vörð um hag sjúklinga. Það lá alltaf fyrir að ég gæti ekki tjáð mig sérstaklega um mál mannsins, enda veit ég ekki meira um það en aðrir. Ummæli mín yrðu almenns eðlis um niðurskurðinn og afleiðingar hans. Þetta er augljóst ef ummæli mín eru lesin: ?Til dæmis á mínum vinnustað, á Landspítalanum, þá er búið að skera niður fjárveitingarnar um meira en 20% og það liggur í hlutarins eðli að þjónustan hlýtur að vera eitthvað hægari eða lakari heldur en þegar meiri fjármunir voru til ráðstöfunar.? Síðar segi ég: ?Nei, það liggur í augum uppi að þegar svona mikið fjármagn fer í burtu og vinnuálagið eykst svona mikið, þá er almennt hættan á að eitthvað fari úrskeiðis óhjákvæmilega meiri. Ég held að þetta sé orðið mjög krítískt og sparnaðurinn er búinn að ganga of langt og við verðum að snúa af þessari braut.? Það er augljóst að ég er ekki að tjá mig um mál þessa tiltekna sjúklings, heldur benda á að við verðum að snúa af óheillabraut niðurskurðar, sem leitt hefur okkur í hreinar ógöngur. Ummælin þarfnast því engrar sérstakar greiningar landlæknis eða annarra embættismanna. Ummæli mín eru lík ummælum annarra undanfarið. Vísa ég til Ólafs Baldurssonar, lækningaframkvæmdastjóra á Landspítalanum, sem sagði að fjárframlög til spítalans hefðu dregist saman um 20%, dregið hefði úr þjónustu og sífellt erfiðara verði að tryggja öryggi sjúklinga. Hann segir ekkert vit í því að halda áfram á braut niðurskurðar. Elísabet Benedikz, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, sagði í sjónvarpsviðtali að sjúklingum færi fjölgandi og komið væri að ?algerum þanmörkum?. Í ályktun læknaráðs heilsugæslunnar á Akureyri segir svo: ?Álagið á lækna er orðið þannig að reyndustu heimilislæknarnir eru komnir að þolmörkum. Samlög lækna eru löngu full og læknum ekki gert kleift að sinna störfum sínum sem skyldi.? Allt ber þetta að sama brunni, niðurskurðurinn er orðinn alltof mikill. Könnun á Landspítalanum haustið 2010 sýndi að 50-60% yngri lækna höfðu ekki tíma til að ljúka verkefnum þannig að þeir væru ánægðir með þau. Þriðjungur sérfræði- og yfirlækna var sama sinnis. Þetta er ekki ásættanlegt þegar um nákvæmnisvinnu er að ræða, eins og læknisstarfið er. Mistök og yfirsjónir geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks. Það er samdóma álit þeirra sem fjalla um heilbrigðiskerfið að niðurskurður sé orðinn svo mikill að hann skaði heilbrigðiskerfið og ógni öryggi sjúklinga. Þetta ætti að vera yfirvöldum heilbrigðismála verulegt áhyggjuefni. Yfirvöld ættu að einbeita sér að því að efla heilbrigðiskerfið og auka fjárveitingar í stað þess að gera tortryggileg ummæli, sem sett voru fram í varnaðarskyni. Heilbrigðisráðherra er æðsti yfirmaður heilbrigðismála á Íslandi og hann á að vita hvað hrjáir heilbrigðiskerfið. Það á ekki að þurfa sérstaka greiningu á ummælum formanns Læknafélagsins til að komast að því hvar skórinn kreppir. Það var óþægilegt að frétta það við lestur dagblaða að ummæli mín um áhrif niðurskurðarins á heilbrigðiskerfið þörfnuðust að mati velferðarráðherra rannsóknar hjá landlækni. Við það er erfitt að una sem formaður Læknafélags Íslands. Eðlilegast hefði verið að velferðarráðherra eða trúnaðarmaður hans ræddi beint við mig ef ummæli mín voru óskýr, sem þau voru reyndar alls ekki. Þessu er varpað fram velferðarráðherra og ráðuneytinu til umhugsunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn var frétt með fyrirsögninni ?Krefst greiningar á orðum um aflimun?. Þar er sagt að landlæknir skoði, að ósk velferðarráðherra, fullyrðingar formanns Læknafélags Íslands um að fjárskortur hafi verið orsök þess að taka þurfti fót af manni. Sagt er að velferðarráðherra hafi ritað landlækni bréf og óskað eftir greiningu á ummælum sem höfð voru eftir formanni Læknafélagsins í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í vikunni á undan. Mér var brugðið við að lesa þessa stórkarlalegu fyrirsögn. Það kom á óvart að sjá að viðtal við mig, þar sem ég ræði almennt um stöðu heilbrigðiskerfisins á niðurskurðartímum, skyldi verða velferðarráðherra tilefni til að kalla eftir sérstakri skoðun landlæknis. Bakgrunnurinn er að Ríkissjónvarpið ræddi við ættingja manns sem hafði gengið á milli lækna í 2 ár og ýmist verið sendur heim með verkjalyf eða til sjúkraþjálfara. Hann greindist síðar með æxli í fæti og varð að taka fótinn vegna þess. Ættingjar telja að mistök hafi leitt til þessa og kenna kerfinu og niðurskurði um, ekki heilbrigðisstarfsfólkinu. Þetta er athyglisvert viðhorf því oftast er heilbrigðisstarfsmönnum kennt um meint mistök, ekki kerfinu eða niðurskurði. Þessi afstaða ættingjanna ætti að vera velferðarráðherra og ráðuneyti hans verðugt umhugsunarefni. Síðar tók RÚV við mig viðtal sem formann Læknafélags Íslands. Læknafélagið er fag- og stéttarfélag og gætir ekki eingöngu hagsmuna lækna heldur stendur líka vörð um hag sjúklinga. Það lá alltaf fyrir að ég gæti ekki tjáð mig sérstaklega um mál mannsins, enda veit ég ekki meira um það en aðrir. Ummæli mín yrðu almenns eðlis um niðurskurðinn og afleiðingar hans. Þetta er augljóst ef ummæli mín eru lesin: ?Til dæmis á mínum vinnustað, á Landspítalanum, þá er búið að skera niður fjárveitingarnar um meira en 20% og það liggur í hlutarins eðli að þjónustan hlýtur að vera eitthvað hægari eða lakari heldur en þegar meiri fjármunir voru til ráðstöfunar.? Síðar segi ég: ?Nei, það liggur í augum uppi að þegar svona mikið fjármagn fer í burtu og vinnuálagið eykst svona mikið, þá er almennt hættan á að eitthvað fari úrskeiðis óhjákvæmilega meiri. Ég held að þetta sé orðið mjög krítískt og sparnaðurinn er búinn að ganga of langt og við verðum að snúa af þessari braut.? Það er augljóst að ég er ekki að tjá mig um mál þessa tiltekna sjúklings, heldur benda á að við verðum að snúa af óheillabraut niðurskurðar, sem leitt hefur okkur í hreinar ógöngur. Ummælin þarfnast því engrar sérstakar greiningar landlæknis eða annarra embættismanna. Ummæli mín eru lík ummælum annarra undanfarið. Vísa ég til Ólafs Baldurssonar, lækningaframkvæmdastjóra á Landspítalanum, sem sagði að fjárframlög til spítalans hefðu dregist saman um 20%, dregið hefði úr þjónustu og sífellt erfiðara verði að tryggja öryggi sjúklinga. Hann segir ekkert vit í því að halda áfram á braut niðurskurðar. Elísabet Benedikz, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans, sagði í sjónvarpsviðtali að sjúklingum færi fjölgandi og komið væri að ?algerum þanmörkum?. Í ályktun læknaráðs heilsugæslunnar á Akureyri segir svo: ?Álagið á lækna er orðið þannig að reyndustu heimilislæknarnir eru komnir að þolmörkum. Samlög lækna eru löngu full og læknum ekki gert kleift að sinna störfum sínum sem skyldi.? Allt ber þetta að sama brunni, niðurskurðurinn er orðinn alltof mikill. Könnun á Landspítalanum haustið 2010 sýndi að 50-60% yngri lækna höfðu ekki tíma til að ljúka verkefnum þannig að þeir væru ánægðir með þau. Þriðjungur sérfræði- og yfirlækna var sama sinnis. Þetta er ekki ásættanlegt þegar um nákvæmnisvinnu er að ræða, eins og læknisstarfið er. Mistök og yfirsjónir geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og heilsu fólks. Það er samdóma álit þeirra sem fjalla um heilbrigðiskerfið að niðurskurður sé orðinn svo mikill að hann skaði heilbrigðiskerfið og ógni öryggi sjúklinga. Þetta ætti að vera yfirvöldum heilbrigðismála verulegt áhyggjuefni. Yfirvöld ættu að einbeita sér að því að efla heilbrigðiskerfið og auka fjárveitingar í stað þess að gera tortryggileg ummæli, sem sett voru fram í varnaðarskyni. Heilbrigðisráðherra er æðsti yfirmaður heilbrigðismála á Íslandi og hann á að vita hvað hrjáir heilbrigðiskerfið. Það á ekki að þurfa sérstaka greiningu á ummælum formanns Læknafélagsins til að komast að því hvar skórinn kreppir. Það var óþægilegt að frétta það við lestur dagblaða að ummæli mín um áhrif niðurskurðarins á heilbrigðiskerfið þörfnuðust að mati velferðarráðherra rannsóknar hjá landlækni. Við það er erfitt að una sem formaður Læknafélags Íslands. Eðlilegast hefði verið að velferðarráðherra eða trúnaðarmaður hans ræddi beint við mig ef ummæli mín voru óskýr, sem þau voru reyndar alls ekki. Þessu er varpað fram velferðarráðherra og ráðuneytinu til umhugsunar.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun