Hvenær lækkar maður laun? Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 5. júlí 2012 06:00 Í rúm tvö ár hafa starfsmenn hjá Reykjavíkurborg beðið þess að tímabundin launalækkun sem þeir sættu árið 2009 gengi til baka. Umsaminn gildistími lækkunar var eitt ár en ástandið hefur varað þrefalt lengur. Varla þarf að rifja upp þá óvissu sem skapaðist á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins og erfitt að finna þann Íslending sem ekki reyndi á eigin skinni skerðingu launa eða lífskjara. Óvissa um störf skekkti mjög stöðu launafólks gagnvart vinnuveitendum, enda afar erfitt að standa á rétti sínum andspænis hættunni á því að missa vinnuna. Fyrstu misserin eftir hrun gekk á með aðgerðum af hálfu vinnuveitenda sem í daglegu tali voru kallaðar „klippt og skorið“ innan veggja Bandalags háskólamanna. Sífellt bárust fréttir af launaskerðingum, sem áttu ýmsa drætti sameiginlega. Það þurfti kannski ekki að koma á óvart, þar sem sjálfur fjármálaráðherra gaf sumarið 2009 út skýrslu með leiðbeiningum um framkvæmd launalækkana, ef til þeirra þyrfti að grípa. Í fyrsta lagi voru allar skerðingar rökstuddar með því að vinnuveitandi glímdi við þröngan fjárhag vegna efnahagshrunsins. Í samræmi við það voru skerðingar yfirleitt tímabundnar og háðar endurmati á tilgreindum tíma. Í öðru lagi var form skerðinganna þess eðlis að taxtar og kjarasamningar héldu en kjör sem ákvörðuð voru í ráðningarsamningum voru skert. Hin skertu kjör snertu því ekki samningsumboð stéttarfélaga, heldur ráðningarsamninga einstaklinga. Má þar nefna þætti eins og greiðslur vegna yfirvinnu og lækkun starfshlutfalls. Yfirleitt var um neðri mörk að ræða, þannig að laun undir ákveðinni tölu héldust óskert í þeim tilgangi að hlífa launalægsta hópnum. Oft var einhvers konar samráð haft við starfsmenn, starfsmannafundir haldnir eða dreifibréf send til að undirbúa jarðveginn fyrir hugsanlegar launalækkanir. Óneitanlega vofði yfir slíkum skilaboðum sú staðreynd að launakostnað skyldi lækka með einum eða öðrum hætti, þ.e. að ef ekki næðist samkomulag um lækkun myndi það kalla á beinar uppsagnir og starfsmissi. Kjararáð, sem ákvarðar laun embættismanna sem ekki falla undir kjarasamninga stéttarfélaga, tók um áramótin 2008-9 ákvörðun um launalækkun, á sömu forsendum og áður hafa verið nefndar. Það var til marks um batnandi efnahagshorfur að umræddar skerðingar voru dregnar til baka og leiðréttar að hluta til afturvirkt í árslok 2011. Misvel hefur gengið fyrir almennt launafólk að fá tímabundnu samkomulagi um lækkun framfylgt, þ.e. að fá laun sín færð í fyrra horf. Reykjavíkurborg er meðal þeirra vinnuveitenda sem stóð ekki við sinn hluta þess samkomulags sem gert var við starfsfólk um tímabundna launalækkun til eins árs, þrátt fyrir að samkomulagið hefði verið skriflegt. Borgin hefur hins vegar fylgt Kjararáði hvað varðar laun æðstu embættismanna, fyrst með því að lækka laun og síðan með því að leiðrétta þau á ný. Borgin hefur rökstutt þá ákvörðun sína að draga til baka launaskerðingu embættismanna en ekki almenns starfsfólks á þann veg að þar sem skerðing hinna síðarnefndu hafi verið á formi skertrar yfirvinnu sé í raun ekki um launalækkun að ræða. Þó var einmitt dregið úr yfirvinnu til að spara launakostnað, það var öllum ljóst. Almennu starfsfólki Reykjavíkurborgar hlýtur að svíða þessi skýring, ekki síst í ljósi gífurlegs starfsálags frá hruni, þar sem dregið hefur verið úr mönnun á tímum mikils álags í almannaþjónustu. Þetta fólk situr uppi með lækkuð útborguð laun, sama hvernig borgin kýs að skilgreina hvort laun hafi lækkað eða ekki. Aldrei hefði verið hægt að skerða laun, þ.e. kjarasamningsbundna taxta, með sama hætti og Kjararáð gerði. Um þá framkvæmd gilda einfaldlega aðrar leikreglur. Kjarasamningsbundnir taxtar eru ekki lækkaðir einhliða, slíkt er ólöglegt, en Kjararáð starfar ætíð einhliða og þar er ekki um samninga að ræða. Einmitt þess vegna voru laun almenns starfsfólks sem starfar á grundvelli kjarasamninga lækkuð með öðrum ráðum, meðal annars afnámi yfirvinnu. Þetta vita forráðamenn Borgarinnar mætavel. Form launagreiðslna, hvort um er að ræða fastlaunasamning þar sem yfirvinnuhlutinn er ekki sérlega tilgreindur, eða samsett laun grunntaxta, yfirvinnu og annars konar álags, ætti ekki að ráða því hvort tímabundin launaskerðing er dregin til baka eða ekki. Ef ekki stendur til að endurbæta launin á formi yfirvinnu þarf að finna aðra leið til að starfsmenn geti endurheimt fyrri kjör. Það er nefnilega staðreynd að kreppan snerti hag fólks með verðhækkunum, skattahækkunum og svo framvegis alveg jafnt hvort sem launaseðilinn greindi laun þeirra niður í þætti eða ekki. Reyndar má fastlega gera ráð fyrir því að áhrif kreppunnar hafi orðið tilfinnanlegri hjá þeim hópum sem Reykjavíkurborg hefur nú í rúm tvö ár neitað að endurbæta tímabundna lækkun, einfaldlega vegna þess að laun þeirra bæði fyrr og síðar hafa verið lægri en þeirra embættismanna sem fengu skerðingar endurbættar án undanbragða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Í rúm tvö ár hafa starfsmenn hjá Reykjavíkurborg beðið þess að tímabundin launalækkun sem þeir sættu árið 2009 gengi til baka. Umsaminn gildistími lækkunar var eitt ár en ástandið hefur varað þrefalt lengur. Varla þarf að rifja upp þá óvissu sem skapaðist á vinnumarkaði í kjölfar bankahrunsins og erfitt að finna þann Íslending sem ekki reyndi á eigin skinni skerðingu launa eða lífskjara. Óvissa um störf skekkti mjög stöðu launafólks gagnvart vinnuveitendum, enda afar erfitt að standa á rétti sínum andspænis hættunni á því að missa vinnuna. Fyrstu misserin eftir hrun gekk á með aðgerðum af hálfu vinnuveitenda sem í daglegu tali voru kallaðar „klippt og skorið“ innan veggja Bandalags háskólamanna. Sífellt bárust fréttir af launaskerðingum, sem áttu ýmsa drætti sameiginlega. Það þurfti kannski ekki að koma á óvart, þar sem sjálfur fjármálaráðherra gaf sumarið 2009 út skýrslu með leiðbeiningum um framkvæmd launalækkana, ef til þeirra þyrfti að grípa. Í fyrsta lagi voru allar skerðingar rökstuddar með því að vinnuveitandi glímdi við þröngan fjárhag vegna efnahagshrunsins. Í samræmi við það voru skerðingar yfirleitt tímabundnar og háðar endurmati á tilgreindum tíma. Í öðru lagi var form skerðinganna þess eðlis að taxtar og kjarasamningar héldu en kjör sem ákvörðuð voru í ráðningarsamningum voru skert. Hin skertu kjör snertu því ekki samningsumboð stéttarfélaga, heldur ráðningarsamninga einstaklinga. Má þar nefna þætti eins og greiðslur vegna yfirvinnu og lækkun starfshlutfalls. Yfirleitt var um neðri mörk að ræða, þannig að laun undir ákveðinni tölu héldust óskert í þeim tilgangi að hlífa launalægsta hópnum. Oft var einhvers konar samráð haft við starfsmenn, starfsmannafundir haldnir eða dreifibréf send til að undirbúa jarðveginn fyrir hugsanlegar launalækkanir. Óneitanlega vofði yfir slíkum skilaboðum sú staðreynd að launakostnað skyldi lækka með einum eða öðrum hætti, þ.e. að ef ekki næðist samkomulag um lækkun myndi það kalla á beinar uppsagnir og starfsmissi. Kjararáð, sem ákvarðar laun embættismanna sem ekki falla undir kjarasamninga stéttarfélaga, tók um áramótin 2008-9 ákvörðun um launalækkun, á sömu forsendum og áður hafa verið nefndar. Það var til marks um batnandi efnahagshorfur að umræddar skerðingar voru dregnar til baka og leiðréttar að hluta til afturvirkt í árslok 2011. Misvel hefur gengið fyrir almennt launafólk að fá tímabundnu samkomulagi um lækkun framfylgt, þ.e. að fá laun sín færð í fyrra horf. Reykjavíkurborg er meðal þeirra vinnuveitenda sem stóð ekki við sinn hluta þess samkomulags sem gert var við starfsfólk um tímabundna launalækkun til eins árs, þrátt fyrir að samkomulagið hefði verið skriflegt. Borgin hefur hins vegar fylgt Kjararáði hvað varðar laun æðstu embættismanna, fyrst með því að lækka laun og síðan með því að leiðrétta þau á ný. Borgin hefur rökstutt þá ákvörðun sína að draga til baka launaskerðingu embættismanna en ekki almenns starfsfólks á þann veg að þar sem skerðing hinna síðarnefndu hafi verið á formi skertrar yfirvinnu sé í raun ekki um launalækkun að ræða. Þó var einmitt dregið úr yfirvinnu til að spara launakostnað, það var öllum ljóst. Almennu starfsfólki Reykjavíkurborgar hlýtur að svíða þessi skýring, ekki síst í ljósi gífurlegs starfsálags frá hruni, þar sem dregið hefur verið úr mönnun á tímum mikils álags í almannaþjónustu. Þetta fólk situr uppi með lækkuð útborguð laun, sama hvernig borgin kýs að skilgreina hvort laun hafi lækkað eða ekki. Aldrei hefði verið hægt að skerða laun, þ.e. kjarasamningsbundna taxta, með sama hætti og Kjararáð gerði. Um þá framkvæmd gilda einfaldlega aðrar leikreglur. Kjarasamningsbundnir taxtar eru ekki lækkaðir einhliða, slíkt er ólöglegt, en Kjararáð starfar ætíð einhliða og þar er ekki um samninga að ræða. Einmitt þess vegna voru laun almenns starfsfólks sem starfar á grundvelli kjarasamninga lækkuð með öðrum ráðum, meðal annars afnámi yfirvinnu. Þetta vita forráðamenn Borgarinnar mætavel. Form launagreiðslna, hvort um er að ræða fastlaunasamning þar sem yfirvinnuhlutinn er ekki sérlega tilgreindur, eða samsett laun grunntaxta, yfirvinnu og annars konar álags, ætti ekki að ráða því hvort tímabundin launaskerðing er dregin til baka eða ekki. Ef ekki stendur til að endurbæta launin á formi yfirvinnu þarf að finna aðra leið til að starfsmenn geti endurheimt fyrri kjör. Það er nefnilega staðreynd að kreppan snerti hag fólks með verðhækkunum, skattahækkunum og svo framvegis alveg jafnt hvort sem launaseðilinn greindi laun þeirra niður í þætti eða ekki. Reyndar má fastlega gera ráð fyrir því að áhrif kreppunnar hafi orðið tilfinnanlegri hjá þeim hópum sem Reykjavíkurborg hefur nú í rúm tvö ár neitað að endurbæta tímabundna lækkun, einfaldlega vegna þess að laun þeirra bæði fyrr og síðar hafa verið lægri en þeirra embættismanna sem fengu skerðingar endurbættar án undanbragða.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun