Að greiða sín fósturlaun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda. Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna. Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar . Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu. Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna. Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun. Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda. Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku. Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að það verði þeirra fyrsta verk að afnema veiðigjaldið komist þeir til valda. Þau grímulausu skilaboð þarf almenningur í landinu að hugleiða vel, því þarna sjáum við svart á hvítu hvað sjálfstæðismenn eru í raun og veru að hugsa: Þeir telja að milljarða umframarður af sjávarútvegi sé betur kominn í höndum einstakra aðila heldur en í samfélagssjóðum, þar sem hann getur nýst til samfélagslegra verkefna. Loforð Einars K. Guðfinnssonar og einhverra fleiri þingmanna Sjálfstæðisflokksins um afnám veiðigjalda þarf ekki að koma á óvart. Þeir hinir sömu þingmenn hafa sýnt það og sannað að þeir ganga erinda LÍÚ og engra annarra. Það er raunalegt í ljósi þeirra miklu almannahagsmuna sem hér eru í húfi. Yfirvarpið sem þeir nota er að arður útgerðarinnar sé best kominn innan hennar – þar sem hann nýtist í að „borga laun, greiða skatta og fjárfesta í atvinnutækjum- og tækifærum" eins og það er orðað. Stöldrum aðeins við þetta með skattana og fjárfestingarnar . Staðreynd er að á síðustu tíu árum hefur útgerðin greitt að meðaltali einn milljarð á ári í tekjuskatt. Til þess að setja þá upphæð í eitthvert samhengi má nefna að hreinn rekstrarafgangur útgerðarinnar árið 2010 var 51 milljarður, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, og framlegð greinarinnar (EBIDTA) var 28,9% sem er með því mesta sem þekkist. Hvað varðar launakostnaðinn þá hafa laun sjaldan verið lægra hlutfall af vinnsluvirði í sjávarútvegi en síðustu ár (u.þ.b. 60% í veiðum, 40% í vinnslu). Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur aldrei verið meira en síðasta ár, 240 milljarðar, sem er svipað og útflutningsverðmæti áls og þrefalt meira en ferðaþjónustu. Þessar tölur sýna hverju þjóðarauðlindin er að skila útgerðinni. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu lítið af arði sjávarútvegsins hefur farið í fjárfestingar innan greinarinnar undanfarna áratugi, sé eitthvað að marka þeirra eigin orð og yfirlýsingar um það efni. Sömuleiðis er það umhugsunarefni hversu lítið hefur skilað sér til ríkissjóðs í formi tekjuskatts þegar sjávarútvegurinn er svo vel aflögufær sem hagtölur sýna. Þjóðin sem eigandi fiskveiðiauðlindarinnar á sjálfsagt tilkall til þess að njóta góðs af hinni miklu og góðu afkomu af nýtingu auðlindarinnar. Henni ber mun stærri skerfur en hún hefur fengið hingað til. Við þurfum að byggja brýr, grafa jarðgöng, halda uppi félags- og heilbrigðisþjónustu, efla menningar- og listalíf, styrkja samfélagslega innviði, rannsóknir, vísindi og fleira. Það er samfélagssjóðurinn – ríkissjóður – sem stendur undir þeirri samneyslu og þjónustu við almenning. Sjávarútvegurinn er ein arðbærasta atvinnugrein landsins um þessar mundir og ekki nema sjálfsagt að hann láti af hendi rakna sanngjarnan hlut af umframarði sínum. Það er íslenskt samfélag sem hefur byggt upp þessa arðbæru atvinnugrein og fóstrað hana – því er eðlilegt að sjávarútvegurinn greiði samfélagi sínu sanngjörn fósturlaun. Veiðigjaldið mun ekki kollvarpa neinni útgerð hvað þá heldur atvinnugreininni í heild sinni. Veiðigjaldið hækkar í áföngum á næstu árum. Enginn mun greiða fullt veiðigjald fyrr en að fimm árum liðnum. Gjaldið verður stighækkandi á því tímabili og svo hefur verið búið um hnúta að útgerðir sem skuldsettu sig vegna kvótakaupa 2001-2011 ráði við að greiða gjaldið, enda sanngirnismál að einstök fyrirtæki fari ekki um koll vegna ákvarðana stjórnvalda. Hafa ber í huga að veiðigjaldið er lagt á umframgróða útgerðarinnar þegar búið er að reikna til frádráttar allan rekstrarkostnað hennar, þar með talinn launakostnað og það sem talist getur eðlilegur arður eða ávöxtun útgerðarinnar. Þegar búið er að taka þetta allt frá, þá stendur eftir umframarður sem veiðigjaldið er lagt á. Það sér það hver maður í hendi sér að greinin mun vel bera slíka gjaldtöku. Hryggilegt hefur verið að horfa upp á þingmenn Sjálfstæðisflokksins berjast gegn veiðigjaldinu og þeim uppbyggingaráformum sem því tengjast. Með oddi og egg hafa þeir þar með lagt stein í götu atvinnusköpunar og nauðsynlegrar uppbyggingar á samfélagsinnviðum eftir efnahagshrunið. Að sama skapi er nöturlegt að fylgjast með framgöngu LÍÚ í þessu máli – samtaka atvinnugreinar sem þetta samfélag hefur alið af sér og veitt nánast endurgjaldslausan aðgang að einni dýrmætustu þjóðarauðlind okkar Íslendinga.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun