Ég kæri mig ekki um þennan stimpil! Dagmar Ýr Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 06:00 Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun