Ég kæri mig ekki um þennan stimpil! Dagmar Ýr Stefánsdóttir skrifar 26. júní 2012 06:00 Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er eindreginn stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Íslands. Og til þess að svo megi verða er ég tilbúin til að leggja ýmislegt á mig. Ég er tilbúin til að standa í verslunarmiðstöð og dreifa bæklingum til fólks, ég er tilbúin til að tala máli hennar hvar sem ég kem, ég er tilbúin til að afgreiða pylsur ofan í fjölda fólks til að vekja athygli á framboðinu og ég hef meira að segja tekið þátt í afar misgáfulegum samræðum í samfélagsmiðlum um það hvort karlmaður geti séð um ungabarn, þrátt fyrir að finnast þátttaka í slíkri samræðu langt fyrir neðan virðingu sæmilega vel þenkjandi fólks. EN það sem ég er ekki tilbúin að gera er að láta draga mig í dilk með ákveðnu stjórnmálaafli. Ég stend utan flokka í íslenskri pólitík þrátt fyrir að ég sé mjög pólitískt þenkjandi og hafi ákveðnar skoðanir. Ég er frekar ung að árum og hef þrisvar kosið til Alþingis en aldrei sama flokkinn og reikna allt eins með að kjósa þann fjórða í næstu kosningum. Því langar mig að biðja fólk að sýna mér og öðru stuðningsfólki Þóru þá virðingu að ákveða ekki að fyrst við styðjum Þóru til forseta þá séum við þar með Samfylkingarfólk. Þóra á vafalaust sína stuðningsmenn úr þeim flokki – en líka úr öllum hinum, að ótöldum þeim fjölmörgu sem skipa sér ekki á bekki með ákveðnum stjórnmálaflokkum. Ég kýs Þóru af allt öðrum ástæðum en þeirri hvar hún stendur eða stendur ekki í pólitík. Ein af ástæðum þess að ég kýs hana er einmitt sú að hún vill ekki vera pólitískur forseti. Forsetinn á að vera forseti allrar þjóðarinnar en ekki ákveðinna hópa og því skipta persónulegar skoðanir hans í þeim málum litlu. Ekki rekur mig minni til þess að fólk hafi á sínum tíma velt sér upp úr því hvort Vigdís kysi Framsókn eða Alþýðubandalagið. Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún vill skapa sátt um forsetaembættið, forsetinn á ekki að vasast í hinu daglega amstri stjórnmálanna. Það merkir þó ekki að hann komi ekki nálægt þeim, en Þóra hefur einmitt gefið út að henni þyki mikilvægt að forsetinn sé í góðum tengslum við formenn allra stjórnmálaflokka, hvort sem þeir eru í ríkisstjórn eða ekki, til að geta frekar unnið að því að skapa pólitíska sátt milli stríðandi afla. Enn fremur kýs ég Þóru af því að leiðarstef hennar í kosningabaráttunni hefur verið að sameina þjóðina en ekki sundra, hún er frábær fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir og sýnir til dæmis ungum konum að þrátt fyrir að eiga lítil börn er hægt að gera hvað sem er. Enn fremur er eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, frábær fyrirmynd fyrir unga menn og sýnir fram á að karlmenn geta verið heimavinnandi og hugsað um fjölskyldu sína án þess að glata á nokkurn hátt karlmennskunni. Mér þykir mikið í þessi ungu, glæsilegu hjón spunnið og ég vona svo sannarlega að þau komist alla leið á Bessastaði.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar