Þegar okkur langar að gera eitthvað Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2012 10:00 Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra. Þetta þekkja þeir sem hafa verið lagðir í einelti á vinnustöðum, frystir úti af atvinnumarkaði af ráðningarstofum eða búa við lífsskilyrði sem neyða þá til þess að fara í betliferðir eftir lífsnauðsynjum. Flestir þekkja það að það er hundleiðinlegt að vera hræddur. Það er hundleiðinlegt að þora ekki að segja hug sinn og það er hundleiðinlegt að þurfa að gera öllum við borðið til geðs af ótta við að vera misskilinn vitlaust. Tilfinningin sem fylgir því að komast ekki leiðar sinnar, að geta ekki átt eðlileg samskipti við fólk, fá ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum, að hafa ekki rödd í samfélaginu eða að geta ekki tekið þátt í atburðum er þrúgandi. Margir eru í samfélaginu dæmdir til þess að vera áhorfendur. Er meinuð þátttaka af þeim sem fara með geðþóttavald. Við finnum gleði okkar í lífinu, í frelsinu, í örygginu, í árangri og þegar draumar okkar verða að veruleika. Hindranir sem eru innbyggðar í samfélagsgerð og afleiðingar misbeitingar á valdi skemma gleðina og frelsið. Meginskilningur á hugtakinu „mannréttindi" tengist samskiptum einstaklinga við valdhafa og stofnanir ríkisins en á síðari árum hefur vald í auknum mæli verið fært frá ríkinu til stórfyrirtækja sem beita valdi til þess að tryggja stöðu sína eða einfaldlega af geðþótta. Mannréttindabrot og kúgun getur falist í menningu sem hunsar verðleika og skilgreinir suma einstaklinga óæðri öðrum. Oft speglar orðræðan slíkar hugmyndir eins og t.d. þegar einn þingmaðurinn notar í sömu setningunni orð eins og takmörkuð greind, munnræpa og asberger. En asberger er hegðunarmynstur sem hefur verið skýrt sem vægt einkenni af einhverfu en þar sem ég er ekki sérfræðingur ætla ég ekki að skýra það nánar en tel þó óviðeigandi að nota orðið í þessu samhengi þar sem það elur á fyrirlitningu en hrikaleg staða barna sem mæta mótbyr vegna slíkra einkenna hafa verið í umræðunni í vetur. Við erum misjafnlega dugleg við að bregðast við tilfinningum okkar jafnvel þótt við vitum sjálf hvernig okkur líður. Þegar við högum okkur í andstöðu við vilja okkar og tilfinningar er skýringanna oft að leita í valdi sem við hræðumst. Þegar atvinnuleysi eykst magnast áhættan af því að vinnuveitendur fari að misbeita valdi sínu en einnig eykst hættan á því að fólk fari að óttast vinnuveitendur vegna þess að valkostum fækkar. Það hefur ekki í önnur hús að venda ef það missir vinnuna. Þetta getur leitt til þess að gagnrýnisraddir þagni og þægðin verði viðvarandi í litlausri flatneskju leiðinda. Valdamisvægi getur birst í samskiptum launþega við vinnuveitendur, skuldara við lánadrottna, skjólstæðinga við ríkisstofnanir, nemanda við kennara eða skólastjóra, rétthafa við dómsstóla eða sjómanna við útgerðarmenn. Það er í slíkum samskiptum sem mannréttindabrot verða til. Sá sem er í valdastöðunni kúgar þann sem er háður valdinu til þess að vinna gegn eigin hagsmunum, eigin vilja eða eigin tilfinningum. Eða kúgar hann til að þegja og þvingar hann inn í hegðunarmynstur sem einstaklingnum líður ekki vel með. Mannréttindabrot birtist með margvíslegum hætti í samskiptum þeirra sem hafa valdið og þeirra sem standa einir gegn valdinu. Sterkasta afl einstaklinga er samstaða; að einstaklingar fylkist saman til þess að halda valdinu í skefjum. Eitt stærsta valdatækið í samfélaginu eru fjölmiðlar. Umræðan í fjölmiðlum miðar oft að því að forheimska almenning og slæva dómgreind hans. Þeir sem stýra fjölmiðlum misbeita valdi sínu þegar þeir reyna að stjórna almenningsáliti í stað þess að afhjúpa tengsl eða fjalla á sanngjarnan, gagnrýnin og málefnalegan hátt um afleiðingar sem eiga rætur í fortíðinni eða um atburði líðandi stundar. Þeir sem fara með völd í samfélaginu eru í sterkri stöðu til þess að hafa áhrif á sýn á mannréttindi í samfélaginu. Vegna þess að valdið spillir hefur Herdís mælt með því að forsetinn sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil. Jafnvel þótt að Ólafi langi til þess að vera forseti um alla framtíð þá þurfum við að spyrja okkur hvort að hann eigi ekki skilið að komast í frí og endurhlaða batteríin. Starfsliðið á Bessastöðum hefur gott af því að fá nýjan yfirmann og þjóðin hefur gott af því að hlýða á nýja rödd frá Bessastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið mannréttindi hefur talsvert borið á góma í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í dagsins amstri þá hugsum við ekki mikið um þetta hugtak og tengjum það ekki okkar daglega lífi. Óvirðing fyrir mannréttindum er þó böl í daglegu lífi margra. Þetta þekkja þeir sem hafa verið lagðir í einelti á vinnustöðum, frystir úti af atvinnumarkaði af ráðningarstofum eða búa við lífsskilyrði sem neyða þá til þess að fara í betliferðir eftir lífsnauðsynjum. Flestir þekkja það að það er hundleiðinlegt að vera hræddur. Það er hundleiðinlegt að þora ekki að segja hug sinn og það er hundleiðinlegt að þurfa að gera öllum við borðið til geðs af ótta við að vera misskilinn vitlaust. Tilfinningin sem fylgir því að komast ekki leiðar sinnar, að geta ekki átt eðlileg samskipti við fólk, fá ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum, að hafa ekki rödd í samfélaginu eða að geta ekki tekið þátt í atburðum er þrúgandi. Margir eru í samfélaginu dæmdir til þess að vera áhorfendur. Er meinuð þátttaka af þeim sem fara með geðþóttavald. Við finnum gleði okkar í lífinu, í frelsinu, í örygginu, í árangri og þegar draumar okkar verða að veruleika. Hindranir sem eru innbyggðar í samfélagsgerð og afleiðingar misbeitingar á valdi skemma gleðina og frelsið. Meginskilningur á hugtakinu „mannréttindi" tengist samskiptum einstaklinga við valdhafa og stofnanir ríkisins en á síðari árum hefur vald í auknum mæli verið fært frá ríkinu til stórfyrirtækja sem beita valdi til þess að tryggja stöðu sína eða einfaldlega af geðþótta. Mannréttindabrot og kúgun getur falist í menningu sem hunsar verðleika og skilgreinir suma einstaklinga óæðri öðrum. Oft speglar orðræðan slíkar hugmyndir eins og t.d. þegar einn þingmaðurinn notar í sömu setningunni orð eins og takmörkuð greind, munnræpa og asberger. En asberger er hegðunarmynstur sem hefur verið skýrt sem vægt einkenni af einhverfu en þar sem ég er ekki sérfræðingur ætla ég ekki að skýra það nánar en tel þó óviðeigandi að nota orðið í þessu samhengi þar sem það elur á fyrirlitningu en hrikaleg staða barna sem mæta mótbyr vegna slíkra einkenna hafa verið í umræðunni í vetur. Við erum misjafnlega dugleg við að bregðast við tilfinningum okkar jafnvel þótt við vitum sjálf hvernig okkur líður. Þegar við högum okkur í andstöðu við vilja okkar og tilfinningar er skýringanna oft að leita í valdi sem við hræðumst. Þegar atvinnuleysi eykst magnast áhættan af því að vinnuveitendur fari að misbeita valdi sínu en einnig eykst hættan á því að fólk fari að óttast vinnuveitendur vegna þess að valkostum fækkar. Það hefur ekki í önnur hús að venda ef það missir vinnuna. Þetta getur leitt til þess að gagnrýnisraddir þagni og þægðin verði viðvarandi í litlausri flatneskju leiðinda. Valdamisvægi getur birst í samskiptum launþega við vinnuveitendur, skuldara við lánadrottna, skjólstæðinga við ríkisstofnanir, nemanda við kennara eða skólastjóra, rétthafa við dómsstóla eða sjómanna við útgerðarmenn. Það er í slíkum samskiptum sem mannréttindabrot verða til. Sá sem er í valdastöðunni kúgar þann sem er háður valdinu til þess að vinna gegn eigin hagsmunum, eigin vilja eða eigin tilfinningum. Eða kúgar hann til að þegja og þvingar hann inn í hegðunarmynstur sem einstaklingnum líður ekki vel með. Mannréttindabrot birtist með margvíslegum hætti í samskiptum þeirra sem hafa valdið og þeirra sem standa einir gegn valdinu. Sterkasta afl einstaklinga er samstaða; að einstaklingar fylkist saman til þess að halda valdinu í skefjum. Eitt stærsta valdatækið í samfélaginu eru fjölmiðlar. Umræðan í fjölmiðlum miðar oft að því að forheimska almenning og slæva dómgreind hans. Þeir sem stýra fjölmiðlum misbeita valdi sínu þegar þeir reyna að stjórna almenningsáliti í stað þess að afhjúpa tengsl eða fjalla á sanngjarnan, gagnrýnin og málefnalegan hátt um afleiðingar sem eiga rætur í fortíðinni eða um atburði líðandi stundar. Þeir sem fara með völd í samfélaginu eru í sterkri stöðu til þess að hafa áhrif á sýn á mannréttindi í samfélaginu. Vegna þess að valdið spillir hefur Herdís mælt með því að forsetinn sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil. Jafnvel þótt að Ólafi langi til þess að vera forseti um alla framtíð þá þurfum við að spyrja okkur hvort að hann eigi ekki skilið að komast í frí og endurhlaða batteríin. Starfsliðið á Bessastöðum hefur gott af því að fá nýjan yfirmann og þjóðin hefur gott af því að hlýða á nýja rödd frá Bessastöðum.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun