I save Arnþór Gunnarsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og búsáhaldabyltingunni hafa margir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi einstaklingur með sterkan persónuleika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörgum til mikillar furðu bólaði ekkert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefnilega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrásarveislunum, ýmist sem boðsgestur eða þá að hann hélt þær sjálfur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í aukahlutverki, enda létu þá ýmsir leikstjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorfenda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlutverkunum og nú orðið er hann einfaldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsældir hans meðal áhorfenda hafa aukist til muna. Reyndar er orðið vafasamt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakendur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hvenær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Sagan sýnir að pólitískur og efnahagslegur óstöðugleiki eða stjórnarbyltingar ala gjarnan af sér nýja öfluga pólitíska leiðtoga sem taka að sér að leiða þjóðir út úr aðsteðjandi vanda. Að vísu er upp og ofan hvort sú leiðsögn hefur reynst farsæl, því oftar en ekki hefur bjargvætturinn reynst vera loddari og lýðskrumari. Saga tuttugustu aldar geymir marga slíka. Allt frá bankahruninu og búsáhaldabyltingunni hafa margir Íslendingar vænst þess að fram á sjónarsviðið kæmi einstaklingur með sterkan persónuleika, hyggjuvit og slíka pólitíska færni að hann gæti leitt þjóðina í gegnum þrengingarnar og áfram inn í uppbyggingarstarfið. Mörgum til mikillar furðu bólaði ekkert á slíkum einstaklingi en þeir hinir sömu hafa nú loksins áttað sig á því að hann er mættur og það fyrir löngu. Hann var nefnilega á sviðinu allan tímann. Hann var á pólitíska sviðinu, fyrst sem alþingismaður, síðan ráðherra og loks forseti. Og hann var í útrásarveislunum, ýmist sem boðsgestur eða þá að hann hélt þær sjálfur. Og hann var í fjölmiðlunum, bæði hérlendis og erlendis. Hann var mikilvirkur gerandi og hann er það ennþá. Hlutverkin eru orðin mörg eins og hjá gamalreyndum leikara. En öfugt við leikarann hefur hann aldrei haft leikstjóra því hann hefur stjórnað sér sjálfur. Ekki nóg með það, hann hefur líka samið rulluna sína sjálfur. Framan af var hann að vísu oftar en ekki í aukahlutverki, enda létu þá ýmsir leikstjórar og handritshöfundar mjög að sér kveða, auk þess sem hann var frekar óvinsæll meðal áhorfenda. En mörg undanfarin ár hefur hann farið með eitt af aðalhlutverkunum og nú orðið er hann einfaldlega einn í aðalhlutverki. Aðrir eru í aukahlutverkum. Og vinsældir hans meðal áhorfenda hafa aukist til muna. Reyndar er orðið vafasamt að tala um áhorfendur því þeir eru orðnir virkir þátttakendur í leiknum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Leikur þeirra er að sönnu veigalítill, þeir eru ýmist í klappliðinu eða pú-liðinu. Fáir muna lengur hvenær og hvernig sjónleikur þessi byrjaði og enginn veit fyrir víst hvaða stefnu hann tekur næst eða hvenær honum lýkur. Jafnvel ekki handritshöfundurinn sjálfur, enda semur hann handritið jafnharðan. Það er galdurinn.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar