Erlent

Vill endurræsa tvo kjarnaofna

Yoshihiko Noda
Yoshihiko Noda
Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans, segir nauðsynlegt að endurræsa tvo af 50 kjarnorkuofnum landsins til þess að efnahagur landsins og landsmanna fari ekki á hliðina.

„Japanskt þjóðfélag getur ekki lifað af ef við stöðvum alla kjarnaofna eða höfum þá áfram í biðstöðu,“ segir Noda.

Eftir náttúruhamfarirnar í mars á síðasta ári, þegar kjarnorkuverið í Fukushima varð fyrir miklum skemmdum, lokuðu Japanir öllum kjarnaofnum landsins og hafa síðan farið sérstaklega yfir öryggismál í þeim öllum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×