Erlent

Samkynhneigðir fá að ganga í hjónaband

Frá Gay Pride á Íslandi. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Frá Gay Pride á Íslandi. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Danska þingið samþykkti með miklum meirihluta í gær frumvarp sem heimilar hjónabönd samkynhneigðra. Hingað til hafa samkynhneigðir í Danmörku ekki getað gengið í hjónaband, heldur aðeins haft möguleika á að skrá sig í sambúð.

Kirkju- og jafnréttismálaráðherra Danmerkur, Manu Sareen, sagði daginn í gær sögulegan. Bera mætti þennan áfanga saman við það þegar konu var leyft að fá prestvígslu.

Búist er við að fyrstu samkyn-hneigðu pörin geti látið gefa sig saman í kirkju föstudaginn 15. júní. Prestar ráða því sjálfir hvort þeir gefi samkynhneigða saman í hjónaband.-ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×