Erlent

Fjölbýlishús fyrir reyklausa

Óðinsé í Danmörku
Óðinsé í Danmörku
Nýbyggt 56 íbúða hús í Óðinsvéum í Danmörku er aðeins fyrir reyklausa. Danir eru í æ ríkari mæli farnir að velja sér nágranna sem aðhyllast sama lífsstíl og þeir sjálfir, samkvæmt frétt í Kristilega dagblaðinu.

Í nýju hverfi í Hróarskeldu, hafa 600 af 3.000 íbúum kosið að vera með sameiginlegar máltíðir.

Það hefur hins vegar almennt verið markmið stjórnmálamanna og skipulagsyfirvalda að þróa hverfi fyrir fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum.-ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×