Satt og ósatt um þingrof Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. júní 2012 06:00 Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Sjá meira
Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar