Bætt aðgengi að starfsnámi Björgvin G. Sigurðsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. Með þetta að leiðarljósi er allsherjar- og menntamálanefnd nú að ljúka vinnu við frumvarp menntamálaráðherra um vinnustaðanámssjóði. Vonir standa til að málið verði að lögum í vor en með því er stigið stórt skref til eflingar starfsnáms í skólakerfi okkar sem er eitt mikilvægasta markmið íslenskra menntamála í dag. Stórt skref í þá átt er áður nefnd rammalöggjöf um vinnustaðanámsjóð. Tilkoma sjóðsins mun auðvelda iðn- og starfsnámsnemum verulega að komast í vinnustaðanám, í mörgum tilfellum á samning hjá meistara. Það hefur á stundum reynst nemum örðugt að komast að í vinnustaðanámi eða á samning hjá meistara. Nauðsyn þess að skapa fjárhagslegan hvata til að mæta kostnaði af náminu hefur lengi legið fyrir ásamt þörfinni á því að auka möguleika nemenda á að ljúka starfsnámi sínu á eðlilegum tíma. Því mun tilkoma sjóðsins efla og styrkja verk- og tæknimenntun í íslenskum skólum svo um munar. Á stundum hefur það komið í veg fyrir að námsmaður ljúki sínu námi að ekki tekst að komast að hjá meistara í faginu eða í verklega þjálfun af öðru tagi. Vandkvæðum er háð að tryggja það alveg með því að skylda fyrirtæki til þess að taka nema í vinnustaðanám. Vinnustaðanámssjóður kemur hins vegar til móts við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þá er með tilkomu sjóðsins gert ráð fyrir að gerðar verði meiri og skýrari kröfur um gæði náms, skipulag þess og framkvæmd en verið hefur. Samkvæmt eðli máls fer starfsnám á framhaldsskólastigi fram hvorutveggja í skóla og á vinnustað. Fram að þessu hafa ekki verið tök á að mæta kostnaði fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms en með tilkomu sjóðsins skapast tækifæri til þess ásamt því að bæta verulega aðgengi nemenda að þessum hluta iðn- og starfsnáms. Vinnustaðanámssjóðurinn tekur til allra löggiltra iðngreina auk starfsnáms í greinum á borð við skólaliða, félagsliða og allar slíkar greinar í heilbrigðisfræðum. Með sjóðnum komum við á því heppilega fyrirkomulagi í verklegu námi að allir nemendur gangi frá skuldbindandi samningi á milli sín og þess sem tekur vinnustaðanámið að sér með aðkomu skólans. Sérstaklega þarf að skoða við lagasetninguna hvort ekki sé rétt að skólinn verði formlegur aðili að slíkum samningi. Þetta fyrirkomulag gerir margt í senn; auðveldar nemanda að komast í starfsþjálfun og tryggir gæði og samfellu í náminu, auk þess að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka til sín námsmenn í þjálfun. Því treysti ég því að Alþingi sjái út úr kófi átaka og málþófs og geri umrætt frumvarp um vinnustaðanámssjóð að lögum áður en þingi lýkur í sumarbyrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Árlega stunda 7-8.000 nemendur hér á landi starfsnám af ýmsum toga á framhaldsskólastigi. Flestir þeirra þurfa að ljúka vinnustaðanámi eða starfsþjálfun á námsbraut sinni sem getur tekið allt frá 3 vikum til 126 af heildarnámsferli þeirra. Skilvirkasta leiðin til að draga verulega úr brottfalli á framhaldsskólastigi, sem er eitt það mesta í OECD, er án efa að efla iðn- og starfsnám. Með því skapast mikil samfélagsleg verðmæti í yfirgripsmikilli verk- og tækniþekkingu. Með þetta að leiðarljósi er allsherjar- og menntamálanefnd nú að ljúka vinnu við frumvarp menntamálaráðherra um vinnustaðanámssjóði. Vonir standa til að málið verði að lögum í vor en með því er stigið stórt skref til eflingar starfsnáms í skólakerfi okkar sem er eitt mikilvægasta markmið íslenskra menntamála í dag. Stórt skref í þá átt er áður nefnd rammalöggjöf um vinnustaðanámsjóð. Tilkoma sjóðsins mun auðvelda iðn- og starfsnámsnemum verulega að komast í vinnustaðanám, í mörgum tilfellum á samning hjá meistara. Það hefur á stundum reynst nemum örðugt að komast að í vinnustaðanámi eða á samning hjá meistara. Nauðsyn þess að skapa fjárhagslegan hvata til að mæta kostnaði af náminu hefur lengi legið fyrir ásamt þörfinni á því að auka möguleika nemenda á að ljúka starfsnámi sínu á eðlilegum tíma. Því mun tilkoma sjóðsins efla og styrkja verk- og tæknimenntun í íslenskum skólum svo um munar. Á stundum hefur það komið í veg fyrir að námsmaður ljúki sínu námi að ekki tekst að komast að hjá meistara í faginu eða í verklega þjálfun af öðru tagi. Vandkvæðum er háð að tryggja það alveg með því að skylda fyrirtæki til þess að taka nema í vinnustaðanám. Vinnustaðanámssjóður kemur hins vegar til móts við kostnaðinn sem af því hlýst fyrir viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þá er með tilkomu sjóðsins gert ráð fyrir að gerðar verði meiri og skýrari kröfur um gæði náms, skipulag þess og framkvæmd en verið hefur. Samkvæmt eðli máls fer starfsnám á framhaldsskólastigi fram hvorutveggja í skóla og á vinnustað. Fram að þessu hafa ekki verið tök á að mæta kostnaði fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms en með tilkomu sjóðsins skapast tækifæri til þess ásamt því að bæta verulega aðgengi nemenda að þessum hluta iðn- og starfsnáms. Vinnustaðanámssjóðurinn tekur til allra löggiltra iðngreina auk starfsnáms í greinum á borð við skólaliða, félagsliða og allar slíkar greinar í heilbrigðisfræðum. Með sjóðnum komum við á því heppilega fyrirkomulagi í verklegu námi að allir nemendur gangi frá skuldbindandi samningi á milli sín og þess sem tekur vinnustaðanámið að sér með aðkomu skólans. Sérstaklega þarf að skoða við lagasetninguna hvort ekki sé rétt að skólinn verði formlegur aðili að slíkum samningi. Þetta fyrirkomulag gerir margt í senn; auðveldar nemanda að komast í starfsþjálfun og tryggir gæði og samfellu í náminu, auk þess að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að taka til sín námsmenn í þjálfun. Því treysti ég því að Alþingi sjái út úr kófi átaka og málþófs og geri umrætt frumvarp um vinnustaðanámssjóð að lögum áður en þingi lýkur í sumarbyrjun.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun