Innlimun hvað? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti." Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert. En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti. En hann getur hins vegar talað við íbúa Eystrasaltsríkjanna um það hvernig var að búa undir járnhæl Sovétríkjanna, eftir að Jósef Stalín innlimaði þau á tímum seinni heimsstyrjaldar. Öll Eystrasaltsríkin gengu í ESB, í kjölfar hruns kommúnismans upp úr 1990, og gerðust þar með aðilar að samstarfi 27 lýðræðisríkja Evrópu. Þess vegna verða ummæli Harðar að skrifast á tilfinningar, rétt eins og annað „innlimunartal" annarra andstæðinga ESB. Bændablaðið, sem segir sig vera „málgagn bænda og landsbyggðar" getur líka bætt við frasanum „og andstöðu gegn ESB" því umfjöllun Bændablaðsins er nánast alfarið á neikvæðum nótum varðandi ESB-málið. Bændablaðið finnur ESB hreinlega allt til foráttu. Blaðinu er dreift ókeypis og kemur stundum út í allt að 60.000 eintökum. Þá er því einnig stundum dreift með Morgunblaðinu, sem berst jú af alefli gegn ESB. Hins vegar er margt á huldu varðandi rekstur Bændablaðsins og hvergi er t.d. hægt að finna opinberar upplýsingar um rekstur blaðsins, hvað þá ársreikninga. Hvers vegna er það svo? Blað á borð við Bændablaðið, sem ekki birtir opinberlega ársreikninga sína, getur varla talist lýðræðislegur miðill. Í lok greinarinnar segir Hörður að Íslendingar eigi mikið af auðlindum, vatni og öðru slíku, sem er alveg rétt. Svo segir hann: „Við erum með öll bestu trompin á hendi og hvers vegna ættum við að afhenda þau stjórnmálamönnum úti í Brussel." Það stendur hins vegar ekki til og hefur aldrei staðið til! Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gera það? Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og hefur fullan yfirráðarétt yfir sínum auðlindum. ESB getur ekki og ætlar sér ekki að hrifsa þau frá okkur, hvorki með innlimun né öðrum aðferðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti." Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert. En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti. En hann getur hins vegar talað við íbúa Eystrasaltsríkjanna um það hvernig var að búa undir járnhæl Sovétríkjanna, eftir að Jósef Stalín innlimaði þau á tímum seinni heimsstyrjaldar. Öll Eystrasaltsríkin gengu í ESB, í kjölfar hruns kommúnismans upp úr 1990, og gerðust þar með aðilar að samstarfi 27 lýðræðisríkja Evrópu. Þess vegna verða ummæli Harðar að skrifast á tilfinningar, rétt eins og annað „innlimunartal" annarra andstæðinga ESB. Bændablaðið, sem segir sig vera „málgagn bænda og landsbyggðar" getur líka bætt við frasanum „og andstöðu gegn ESB" því umfjöllun Bændablaðsins er nánast alfarið á neikvæðum nótum varðandi ESB-málið. Bændablaðið finnur ESB hreinlega allt til foráttu. Blaðinu er dreift ókeypis og kemur stundum út í allt að 60.000 eintökum. Þá er því einnig stundum dreift með Morgunblaðinu, sem berst jú af alefli gegn ESB. Hins vegar er margt á huldu varðandi rekstur Bændablaðsins og hvergi er t.d. hægt að finna opinberar upplýsingar um rekstur blaðsins, hvað þá ársreikninga. Hvers vegna er það svo? Blað á borð við Bændablaðið, sem ekki birtir opinberlega ársreikninga sína, getur varla talist lýðræðislegur miðill. Í lok greinarinnar segir Hörður að Íslendingar eigi mikið af auðlindum, vatni og öðru slíku, sem er alveg rétt. Svo segir hann: „Við erum með öll bestu trompin á hendi og hvers vegna ættum við að afhenda þau stjórnmálamönnum úti í Brussel." Það stendur hins vegar ekki til og hefur aldrei staðið til! Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gera það? Ísland er sjálfstætt og fullvalda ríki og hefur fullan yfirráðarétt yfir sínum auðlindum. ESB getur ekki og ætlar sér ekki að hrifsa þau frá okkur, hvorki með innlimun né öðrum aðferðum.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar