Erlent

Bankar fái ekki að bólgna út

Koma á í veg fyrir nýja fasteignabólu í Danmörku.
fréttablaðið/afp
Koma á í veg fyrir nýja fasteignabólu í Danmörku. fréttablaðið/afp
Nefnd háttsettra embættismanna og sérfræðinga í Danmörku á að koma í veg fyrir að bankastjórar láti fjármálastofnanir sínar bólgna út og veiti áhættusöm veðlán. Með þessu á meðal annars að koma í veg fyrir nýja eignabólu.

Hlutverk nefndarinnar verður fyrst og fremst að koma í veg fyrir kreppu sem fylgir slæmri stjórn fjármála, að því er kemur fram á fréttavef Berlingske Tidende. Þar segir meðal annars að enn hafi ekki verið tekin endanleg ákvörðun um hverjir verði í nefndinni og hverjar heimildir hennar verði. Bankarnir eigi hins vegar ekki að hafa nein áhrif innan nefndarinnar.

Haft er eftir bankastjóra Seðlabanka Danmerkur, Nils Bernstein, að koma eigi í veg fyrir fjármálakreppu, gjarnan þannig að hún myndist ekki, en að minnsta kosti þannig að dregið verði úr áhrifum hennar á hagvöxt og velferð. ?Það krefst þess að einhver beri ábyrgð á því að greina þróunina í tæka tíð og grípi inn í komi upp kerfisbundið hættuástand. Mögulega væri hægt að krefjast þess að bankarnir komi sér upp stærri stuðpúðum,? segir hann og vísar til þess að nefndin gæti sagt fjármálafyrirtækjum að auka eiginfjárhlutfallið. -ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×