Erlent

Eitrað fyrir skólastúlkum

Eitrað var fyrir 120 skólastúlkum og þremur kennurum þeirra í skóla í Takhar í Afganistan síðastliðinn miðvikudag, að því er segir á fréttavefnum b.dk. Að sögn lögreglu voru andstæðingar menntunar kvenna að verki.

Eitruðu dufti hafði verið komið fyrir í skólastofunum og leið yfir fjölda stúlkna.

Menntamálaráðuneyti Afganistans greindi frá því í síðustu viku að uppreisnarmenn hefðu lokað 550 skólum í 11 héruðum þar sem talibanar njóta mikils stuðnings.

Í síðasta mánuði voru 150 skólastúlkur og kennslukonur lagðar inn á sjúkrahús eftir að hafa drukkið eitrað vatn úr vatnstanki skóla í Takhar. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×