Erlent

Líkjast persónuleika manna

Sameiginlegur forfaðir manna og simpansa var uppi fyrir 4 til 6 milljónum ára og skýra tengslin persónuleika simpansanna.
Sameiginlegur forfaðir manna og simpansa var uppi fyrir 4 til 6 milljónum ára og skýra tengslin persónuleika simpansanna. Nordicphotos/AFP
Simpansar og órangútanar eru með persónuleika sem líkjast mjög persónuleika manna. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Edinborgarháskóla sem BBC segir frá.

„Aparnir hafa sams konar langanir og þrár og mannfólkið. Þeir vilja finna maka, eignast afkvæmi og bæta stöðu sína í lífinu,“ segir Mark Adams, einn þeirra sem stóð að rannsókninni.

Persónuleika fólks er gjarnan skipt í fimm svið; samviskusemi, sáttfýsi, úthverfu, taugaveiklun og hversu opinn einstaklingur er fyrir nýrri reynslu. Persónuleikar simpansa spanna öll fimm sviðin, en órangútana aðeins þrjú.

- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×