Aðbúnaður dýra á Íslandi Guðrún Eygló Guðmundsdóttir skrifar 23. maí 2012 06:00 23-25. des. sl. var viðtal í Fréttatímanum við Árna Stefán Gunnarsson þar sem hann m.a. tjáði sig um aðbúnað og meðferð á dýrum á Íslandi. Hann er lögfræðingur og lokaritgerð hans fjallaði um réttindi dýra. „Aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi er fyrir neðan allar hellur og ekki í neinu samræmi við dýraverndunarlög" segir hann í greininni. Dýrin eru svipt eðlislægum þörfum, lokuð inni og hafa mjög lítið athafnarými. Viku seinna svarar Ólafur R. Dýrmundsson, þáverandi formaður Dýraverndunarsambands Íslands, og segir að það sé fráleitt að sofið hafi verið á verðinum. Rétt sé að sambandið hafi verið í lægð en undanfarin 4-5 ár hafi það verið að eflast. Hann segir Dýraverndunarsambandið sinna öllum þeim málum sem Árni Stefán nefndi og reyndar fleirum en í viðtalinu gagnrýndi Árni m.a. hæg viðbrögð eftirlitsaðila. Ólafur segir orðrétt: „Fólk má koma sér á framfæri og tíunda eigið ágæti en fráleitt sé að gera það á kostnað annara, í þessu tilviki félagsskapar sem vinni af alúð að bættri meðferð dýra. Það er gert innan ramma laga og reglna og áhersla lögð á góða reynslu og greinargóða þekkingu og upplýsingagjöf." Ég er hissa á þessari svargrein. Ég efa ekki að allir reyna að gera sitt besta en það er víða pottur brotinn og erfitt virðist vera að koma á bættri meðferð. Allt ferlið tekur alltof langan tíma. Kannski eru reglurnar of flóknar? Fyrir nokkrum árum sá ég smáklausu í einu blaðanna um að Evrópusambandið hefði veitt Rúmenum í sveitahéruðum landsins undanþágu til að halda í aldagamlan sið sem felur í sér að svínum og lömbum er slátrað án þess að svipta þau meðvitund áður. Lög ESB kveða á um að dýr séu aflífuð með mannúðlegum hætti í sláturhúsum. Kannski Ólafur R. Dýrmundsson geti gefið upplýsingar um hvort þetta sé rétt því í svargreininni sem ég vitnaði í segir hann að þau í Dýraverndunarráði séu virk bæði í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Einnig bendir hann á að hann hafi verið að ljúka 3ja ára kjörtímabili sem forseti Norræna dýravelferðarráðsins. Ég fór í apríl 2011 á málþing í Norræna húsinu, fundarefnið var „aðbúnaður dýra í íslenskum landbúnaði", fullt var út úr dyrum og greinilegt að margir höfðu áhuga á málefninu. Þar var t.d. sýnt myndband af fjórum hænum í búri, það var svo þröngt um þær að þær gátu ekki blakað vængjunum. Maturinn fór af færibandi fyrir framan þær og eggin sömuleiðis fyrir aftan. Það eina sem þessar vesalings búrhænur gátu gert var að kroppa hver í aðra enda margar fiðurlitlar og sárar. Frá 1. jan. 2012 er í Evrópusambandinu bannað að hafa hænur í litlum búrum eins og tíðkast hér. Í dag er hægt að kaupa egg frá lausagönguhænum sem verpa í hreiður. Þau er merkt sem vistvæn egg, brúnegg og omegaegg. Það er aðeins skárra en samt eru sirka sjö til átta hænur á hvern fermetra og því þröngt um þær. Eftir útungun fara hænuungarnir í sérstakar stíur. Það er búið að rækta þá þannig að þeir vaxa mjög hratt. Við slátrun mánaðargamlir eru þeir 1-1,5 kg og fæturnir eiga oft erfitt með að bera þá. Á málþinginu í apríl 2011 var líka fjallað um geldingu á grísum, það má gera það ódeyft fyrstu sjö dagana, einnig klippa af halanum sem stundum er gert. Hver er munurinn á sársaukaskyni sjö daga gríss og átta daga? Þetta hafa leikmenn gert en ekki dýralæknar. En mér skildist á einum svínabónda á þessum fundi að það stæði til að senda menn í þjálfun. Gylturnar eru hafðar í afar þröngum búrum og þær geta bara staðið upp og lagst niður. Þegar gyltan fæðir þá eru grísirnir teknir strax frá henni, hún fær ekki að hnusa af þeim sem er henni eðlislægt. Þeir fara í annað búr en hafa aðgang að spenanum í gegnum einskonar grind. Þetta eru óeðlilegar aðstæður, gyltan er eins konar útungunarvél sem er hennar hlutverk í lífinu. Ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir þessum hræðilega verksmiðjubúskap. Er þetta það sem við viljum? Er velferð dýranna fórnað fyrir lægra vöruverð? Almenningi stendur ekki til boða svína-og kjúklingaafurðir þar sem velferð dýranna er höfð í fyrirrúmi. Hvað er hægt að gera? Kannske er hægt að krefjast þess að framleiðsluaðferðir séu upp á borðinu og þá getum við ráðið hvort við viljum styrkja svona búskaparhætti? Þrýsta þarf á að reglugerðir um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði verði endurskoðaður og bættur og sett strangari skilyrði en hefur verið fram að þessu. Von er um að ný lög um dýravernd verði lögð fram á vorþingi og við skulum vona að þau nái fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
23-25. des. sl. var viðtal í Fréttatímanum við Árna Stefán Gunnarsson þar sem hann m.a. tjáði sig um aðbúnað og meðferð á dýrum á Íslandi. Hann er lögfræðingur og lokaritgerð hans fjallaði um réttindi dýra. „Aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi er fyrir neðan allar hellur og ekki í neinu samræmi við dýraverndunarlög" segir hann í greininni. Dýrin eru svipt eðlislægum þörfum, lokuð inni og hafa mjög lítið athafnarými. Viku seinna svarar Ólafur R. Dýrmundsson, þáverandi formaður Dýraverndunarsambands Íslands, og segir að það sé fráleitt að sofið hafi verið á verðinum. Rétt sé að sambandið hafi verið í lægð en undanfarin 4-5 ár hafi það verið að eflast. Hann segir Dýraverndunarsambandið sinna öllum þeim málum sem Árni Stefán nefndi og reyndar fleirum en í viðtalinu gagnrýndi Árni m.a. hæg viðbrögð eftirlitsaðila. Ólafur segir orðrétt: „Fólk má koma sér á framfæri og tíunda eigið ágæti en fráleitt sé að gera það á kostnað annara, í þessu tilviki félagsskapar sem vinni af alúð að bættri meðferð dýra. Það er gert innan ramma laga og reglna og áhersla lögð á góða reynslu og greinargóða þekkingu og upplýsingagjöf." Ég er hissa á þessari svargrein. Ég efa ekki að allir reyna að gera sitt besta en það er víða pottur brotinn og erfitt virðist vera að koma á bættri meðferð. Allt ferlið tekur alltof langan tíma. Kannski eru reglurnar of flóknar? Fyrir nokkrum árum sá ég smáklausu í einu blaðanna um að Evrópusambandið hefði veitt Rúmenum í sveitahéruðum landsins undanþágu til að halda í aldagamlan sið sem felur í sér að svínum og lömbum er slátrað án þess að svipta þau meðvitund áður. Lög ESB kveða á um að dýr séu aflífuð með mannúðlegum hætti í sláturhúsum. Kannski Ólafur R. Dýrmundsson geti gefið upplýsingar um hvort þetta sé rétt því í svargreininni sem ég vitnaði í segir hann að þau í Dýraverndunarráði séu virk bæði í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Einnig bendir hann á að hann hafi verið að ljúka 3ja ára kjörtímabili sem forseti Norræna dýravelferðarráðsins. Ég fór í apríl 2011 á málþing í Norræna húsinu, fundarefnið var „aðbúnaður dýra í íslenskum landbúnaði", fullt var út úr dyrum og greinilegt að margir höfðu áhuga á málefninu. Þar var t.d. sýnt myndband af fjórum hænum í búri, það var svo þröngt um þær að þær gátu ekki blakað vængjunum. Maturinn fór af færibandi fyrir framan þær og eggin sömuleiðis fyrir aftan. Það eina sem þessar vesalings búrhænur gátu gert var að kroppa hver í aðra enda margar fiðurlitlar og sárar. Frá 1. jan. 2012 er í Evrópusambandinu bannað að hafa hænur í litlum búrum eins og tíðkast hér. Í dag er hægt að kaupa egg frá lausagönguhænum sem verpa í hreiður. Þau er merkt sem vistvæn egg, brúnegg og omegaegg. Það er aðeins skárra en samt eru sirka sjö til átta hænur á hvern fermetra og því þröngt um þær. Eftir útungun fara hænuungarnir í sérstakar stíur. Það er búið að rækta þá þannig að þeir vaxa mjög hratt. Við slátrun mánaðargamlir eru þeir 1-1,5 kg og fæturnir eiga oft erfitt með að bera þá. Á málþinginu í apríl 2011 var líka fjallað um geldingu á grísum, það má gera það ódeyft fyrstu sjö dagana, einnig klippa af halanum sem stundum er gert. Hver er munurinn á sársaukaskyni sjö daga gríss og átta daga? Þetta hafa leikmenn gert en ekki dýralæknar. En mér skildist á einum svínabónda á þessum fundi að það stæði til að senda menn í þjálfun. Gylturnar eru hafðar í afar þröngum búrum og þær geta bara staðið upp og lagst niður. Þegar gyltan fæðir þá eru grísirnir teknir strax frá henni, hún fær ekki að hnusa af þeim sem er henni eðlislægt. Þeir fara í annað búr en hafa aðgang að spenanum í gegnum einskonar grind. Þetta eru óeðlilegar aðstæður, gyltan er eins konar útungunarvél sem er hennar hlutverk í lífinu. Ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir þessum hræðilega verksmiðjubúskap. Er þetta það sem við viljum? Er velferð dýranna fórnað fyrir lægra vöruverð? Almenningi stendur ekki til boða svína-og kjúklingaafurðir þar sem velferð dýranna er höfð í fyrirrúmi. Hvað er hægt að gera? Kannske er hægt að krefjast þess að framleiðsluaðferðir séu upp á borðinu og þá getum við ráðið hvort við viljum styrkja svona búskaparhætti? Þrýsta þarf á að reglugerðir um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði verði endurskoðaður og bættur og sett strangari skilyrði en hefur verið fram að þessu. Von er um að ný lög um dýravernd verði lögð fram á vorþingi og við skulum vona að þau nái fram að ganga.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar