Aðbúnaður dýra á Íslandi Guðrún Eygló Guðmundsdóttir skrifar 23. maí 2012 06:00 23-25. des. sl. var viðtal í Fréttatímanum við Árna Stefán Gunnarsson þar sem hann m.a. tjáði sig um aðbúnað og meðferð á dýrum á Íslandi. Hann er lögfræðingur og lokaritgerð hans fjallaði um réttindi dýra. „Aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi er fyrir neðan allar hellur og ekki í neinu samræmi við dýraverndunarlög" segir hann í greininni. Dýrin eru svipt eðlislægum þörfum, lokuð inni og hafa mjög lítið athafnarými. Viku seinna svarar Ólafur R. Dýrmundsson, þáverandi formaður Dýraverndunarsambands Íslands, og segir að það sé fráleitt að sofið hafi verið á verðinum. Rétt sé að sambandið hafi verið í lægð en undanfarin 4-5 ár hafi það verið að eflast. Hann segir Dýraverndunarsambandið sinna öllum þeim málum sem Árni Stefán nefndi og reyndar fleirum en í viðtalinu gagnrýndi Árni m.a. hæg viðbrögð eftirlitsaðila. Ólafur segir orðrétt: „Fólk má koma sér á framfæri og tíunda eigið ágæti en fráleitt sé að gera það á kostnað annara, í þessu tilviki félagsskapar sem vinni af alúð að bættri meðferð dýra. Það er gert innan ramma laga og reglna og áhersla lögð á góða reynslu og greinargóða þekkingu og upplýsingagjöf." Ég er hissa á þessari svargrein. Ég efa ekki að allir reyna að gera sitt besta en það er víða pottur brotinn og erfitt virðist vera að koma á bættri meðferð. Allt ferlið tekur alltof langan tíma. Kannski eru reglurnar of flóknar? Fyrir nokkrum árum sá ég smáklausu í einu blaðanna um að Evrópusambandið hefði veitt Rúmenum í sveitahéruðum landsins undanþágu til að halda í aldagamlan sið sem felur í sér að svínum og lömbum er slátrað án þess að svipta þau meðvitund áður. Lög ESB kveða á um að dýr séu aflífuð með mannúðlegum hætti í sláturhúsum. Kannski Ólafur R. Dýrmundsson geti gefið upplýsingar um hvort þetta sé rétt því í svargreininni sem ég vitnaði í segir hann að þau í Dýraverndunarráði séu virk bæði í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Einnig bendir hann á að hann hafi verið að ljúka 3ja ára kjörtímabili sem forseti Norræna dýravelferðarráðsins. Ég fór í apríl 2011 á málþing í Norræna húsinu, fundarefnið var „aðbúnaður dýra í íslenskum landbúnaði", fullt var út úr dyrum og greinilegt að margir höfðu áhuga á málefninu. Þar var t.d. sýnt myndband af fjórum hænum í búri, það var svo þröngt um þær að þær gátu ekki blakað vængjunum. Maturinn fór af færibandi fyrir framan þær og eggin sömuleiðis fyrir aftan. Það eina sem þessar vesalings búrhænur gátu gert var að kroppa hver í aðra enda margar fiðurlitlar og sárar. Frá 1. jan. 2012 er í Evrópusambandinu bannað að hafa hænur í litlum búrum eins og tíðkast hér. Í dag er hægt að kaupa egg frá lausagönguhænum sem verpa í hreiður. Þau er merkt sem vistvæn egg, brúnegg og omegaegg. Það er aðeins skárra en samt eru sirka sjö til átta hænur á hvern fermetra og því þröngt um þær. Eftir útungun fara hænuungarnir í sérstakar stíur. Það er búið að rækta þá þannig að þeir vaxa mjög hratt. Við slátrun mánaðargamlir eru þeir 1-1,5 kg og fæturnir eiga oft erfitt með að bera þá. Á málþinginu í apríl 2011 var líka fjallað um geldingu á grísum, það má gera það ódeyft fyrstu sjö dagana, einnig klippa af halanum sem stundum er gert. Hver er munurinn á sársaukaskyni sjö daga gríss og átta daga? Þetta hafa leikmenn gert en ekki dýralæknar. En mér skildist á einum svínabónda á þessum fundi að það stæði til að senda menn í þjálfun. Gylturnar eru hafðar í afar þröngum búrum og þær geta bara staðið upp og lagst niður. Þegar gyltan fæðir þá eru grísirnir teknir strax frá henni, hún fær ekki að hnusa af þeim sem er henni eðlislægt. Þeir fara í annað búr en hafa aðgang að spenanum í gegnum einskonar grind. Þetta eru óeðlilegar aðstæður, gyltan er eins konar útungunarvél sem er hennar hlutverk í lífinu. Ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir þessum hræðilega verksmiðjubúskap. Er þetta það sem við viljum? Er velferð dýranna fórnað fyrir lægra vöruverð? Almenningi stendur ekki til boða svína-og kjúklingaafurðir þar sem velferð dýranna er höfð í fyrirrúmi. Hvað er hægt að gera? Kannske er hægt að krefjast þess að framleiðsluaðferðir séu upp á borðinu og þá getum við ráðið hvort við viljum styrkja svona búskaparhætti? Þrýsta þarf á að reglugerðir um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði verði endurskoðaður og bættur og sett strangari skilyrði en hefur verið fram að þessu. Von er um að ný lög um dýravernd verði lögð fram á vorþingi og við skulum vona að þau nái fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
23-25. des. sl. var viðtal í Fréttatímanum við Árna Stefán Gunnarsson þar sem hann m.a. tjáði sig um aðbúnað og meðferð á dýrum á Íslandi. Hann er lögfræðingur og lokaritgerð hans fjallaði um réttindi dýra. „Aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi er fyrir neðan allar hellur og ekki í neinu samræmi við dýraverndunarlög" segir hann í greininni. Dýrin eru svipt eðlislægum þörfum, lokuð inni og hafa mjög lítið athafnarými. Viku seinna svarar Ólafur R. Dýrmundsson, þáverandi formaður Dýraverndunarsambands Íslands, og segir að það sé fráleitt að sofið hafi verið á verðinum. Rétt sé að sambandið hafi verið í lægð en undanfarin 4-5 ár hafi það verið að eflast. Hann segir Dýraverndunarsambandið sinna öllum þeim málum sem Árni Stefán nefndi og reyndar fleirum en í viðtalinu gagnrýndi Árni m.a. hæg viðbrögð eftirlitsaðila. Ólafur segir orðrétt: „Fólk má koma sér á framfæri og tíunda eigið ágæti en fráleitt sé að gera það á kostnað annara, í þessu tilviki félagsskapar sem vinni af alúð að bættri meðferð dýra. Það er gert innan ramma laga og reglna og áhersla lögð á góða reynslu og greinargóða þekkingu og upplýsingagjöf." Ég er hissa á þessari svargrein. Ég efa ekki að allir reyna að gera sitt besta en það er víða pottur brotinn og erfitt virðist vera að koma á bættri meðferð. Allt ferlið tekur alltof langan tíma. Kannski eru reglurnar of flóknar? Fyrir nokkrum árum sá ég smáklausu í einu blaðanna um að Evrópusambandið hefði veitt Rúmenum í sveitahéruðum landsins undanþágu til að halda í aldagamlan sið sem felur í sér að svínum og lömbum er slátrað án þess að svipta þau meðvitund áður. Lög ESB kveða á um að dýr séu aflífuð með mannúðlegum hætti í sláturhúsum. Kannski Ólafur R. Dýrmundsson geti gefið upplýsingar um hvort þetta sé rétt því í svargreininni sem ég vitnaði í segir hann að þau í Dýraverndunarráði séu virk bæði í norrænu og alþjóðlegu samstarfi. Einnig bendir hann á að hann hafi verið að ljúka 3ja ára kjörtímabili sem forseti Norræna dýravelferðarráðsins. Ég fór í apríl 2011 á málþing í Norræna húsinu, fundarefnið var „aðbúnaður dýra í íslenskum landbúnaði", fullt var út úr dyrum og greinilegt að margir höfðu áhuga á málefninu. Þar var t.d. sýnt myndband af fjórum hænum í búri, það var svo þröngt um þær að þær gátu ekki blakað vængjunum. Maturinn fór af færibandi fyrir framan þær og eggin sömuleiðis fyrir aftan. Það eina sem þessar vesalings búrhænur gátu gert var að kroppa hver í aðra enda margar fiðurlitlar og sárar. Frá 1. jan. 2012 er í Evrópusambandinu bannað að hafa hænur í litlum búrum eins og tíðkast hér. Í dag er hægt að kaupa egg frá lausagönguhænum sem verpa í hreiður. Þau er merkt sem vistvæn egg, brúnegg og omegaegg. Það er aðeins skárra en samt eru sirka sjö til átta hænur á hvern fermetra og því þröngt um þær. Eftir útungun fara hænuungarnir í sérstakar stíur. Það er búið að rækta þá þannig að þeir vaxa mjög hratt. Við slátrun mánaðargamlir eru þeir 1-1,5 kg og fæturnir eiga oft erfitt með að bera þá. Á málþinginu í apríl 2011 var líka fjallað um geldingu á grísum, það má gera það ódeyft fyrstu sjö dagana, einnig klippa af halanum sem stundum er gert. Hver er munurinn á sársaukaskyni sjö daga gríss og átta daga? Þetta hafa leikmenn gert en ekki dýralæknar. En mér skildist á einum svínabónda á þessum fundi að það stæði til að senda menn í þjálfun. Gylturnar eru hafðar í afar þröngum búrum og þær geta bara staðið upp og lagst niður. Þegar gyltan fæðir þá eru grísirnir teknir strax frá henni, hún fær ekki að hnusa af þeim sem er henni eðlislægt. Þeir fara í annað búr en hafa aðgang að spenanum í gegnum einskonar grind. Þetta eru óeðlilegar aðstæður, gyltan er eins konar útungunarvél sem er hennar hlutverk í lífinu. Ég held að almenningur geri sér ekki grein fyrir þessum hræðilega verksmiðjubúskap. Er þetta það sem við viljum? Er velferð dýranna fórnað fyrir lægra vöruverð? Almenningi stendur ekki til boða svína-og kjúklingaafurðir þar sem velferð dýranna er höfð í fyrirrúmi. Hvað er hægt að gera? Kannske er hægt að krefjast þess að framleiðsluaðferðir séu upp á borðinu og þá getum við ráðið hvort við viljum styrkja svona búskaparhætti? Þrýsta þarf á að reglugerðir um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði verði endurskoðaður og bættur og sett strangari skilyrði en hefur verið fram að þessu. Von er um að ný lög um dýravernd verði lögð fram á vorþingi og við skulum vona að þau nái fram að ganga.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun