Mikil starfsemi hjá málsvörum atvinnulífs Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 23. maí 2012 15:00 Hús atvinnulífsins Í Borgartúni 35 fer fram umfangsmikil starfsemi fyrir atvinnulífið í svokölluðu Húsi atvinnulífsins. Þar eru SA, SI og LÍÚ meðal annarra til húsa. Fréttablaðið/GVAi Velta hagsmunasamtaka sem starfa fyrir íslenskt atvinnulíf er á annan milljarð króna á ári. Megnið af tekjum þeirra kemur frá aðildarfyrirtækjum og er rekstrarniðurstaða flestra í kringum núllið. Samtök atvinnulífsins (SA) og aðildarfélög þeirra fá samanlagt hátt í milljarð í árgjöld frá aðildarfyrirtækjunum. Fréttablaðið greindi frá því 10. maí að þreifingar hefðu átt sér stað á milli hagsmunasamtaka í atvinnulífinu um að taka upp nánara samstarf en tíðkast hefur með það fyrir augum að ná fram hagræði. Ein hugmynd er að mynduð verði sameiginleg hagdeild en flest samtökin hafa hagfræðinga á sínum snærum. Í fréttinni var haft eftir Vilmundi Jósefssyni, formanni SA, að viðræðurnar væru enn á óformlegu stigi en haft hefði verið samband við öll félög sem sinna málefnum atvinnurekenda. Þá sagði hann lykilatriði að nánara samstarf mætti ekki vera dýrara en núverandi rekstur. SA eru stærstu hagsmunsamtök atvinnurekenda á Íslandi en aðildarfyrirtæki þeirra eru um 2.000 talsins og innan hverra um 50 prósent launamanna á almennum vinnumarkaði starfa. Samtökin hafa það meginmarkmið að skapa íslenskum fyrirtækjum hagstæð skilyrði og þá kappkosta þau að veita félögum þjónustu og vera málsvari atvinnulífsins í landinu. Sjö félög eiga aðild að SA en þau starfa á grundvelli sérstakra atvinnugreina og hafa frumkvæði í málefnum fyrirtækja á sínu sviði. Félögin sjö eru Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fiskvinnslustöðva (SF) og Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja. Lunginn úr tekjum SA og aðildarfélaga þess kemur frá þeim fyrirtækjum sem eru félagar í samtökunum og aðildarfélögunum. Sem dæmi má nefna að aðildarfyrirtæki í SA greiða allt að 0,19% af heildarlaunagreiðslum til samtakanna en þó þannig að gjaldið verði aldrei hærra en sem nemur 0,067% af rekstrartekjum. Auk þess greiða fyrirtæki í ákveðnum greinum félagsgjald til aðildarfélaga innan SA. Til dæmis greiða fyrirtæki sem eiga aðild að SI allt að 0,15% af veltu til SI. Auk kjarnastarfsemi hagsmunasamtakanna taka þau ýmis verkefni að sér fyrir aðildarfyrirtækin sem þau greiða þá sérstaklega fyrir. Því eru í flestum tilfellum nær allar tekjur samtakanna frá aðildarfyrirtækjum þó rekstrargjöld séu nokkru hærri en sem nemur félagsgjöldum þeirra. Þá eru samtökin flest rekin mjög nærri núllinu. Sé ársskýrsla SA skoðuð kemur í ljós að á árinu 2011 námu árgjöld aðildarfyrirtækjanna rétt tæpum 327 milljónum króna og standa þau undir stærstum hluta rekstrar SA. Tæpur þriðjungur árgjaldanna kemur frá fyrirtækjum sem eiga aðild að SI, um fimmtungur frá bæði fyrirtækjum í SVÞ og LÍÚ, einn tíundi hluti frá bæði fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu og sá tíundi hluti sem upp á vantar frá aðildarfyrirtækjum í SF og Samorku. Stærsta aðildarfélag SA er SI sem eru svo aftur regnhlífarsamtök 25 annarra aðildarfélaga. Árgjöld fyrirtækja í SI voru hátt í 200 milljónir króna árið 2011 en heildartekjur þess nokkru hærri samkvæmt upplýsingum frá SI. Næst stærsta aðildarfélagið er LÍÚ sem hafði heildartekjur upp á 188,6 milljónir á árinu 2010 og heildargjöld upp á 190 milljónir. Þá voru heildartekjur Samtaka fjármálafyrirtækja 108 milljónir á síðasta ári en önnur aðildarfélög SA höfðu úr minna að moða. Utan við SA starfa tvö stór hagsmunafélög fyrir atvinnulífið; Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda. Viðskiptaráð eru frjáls samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífinu. Það skilgreinir sjálft sig sem vettvang atvinnulífsins til þess að vinna að hvers konar framförum að bættu starfsumhverfi og velmegun. Félag atvinnurekenda er aftur á móti hagsmunasamtök fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Aðildargjöld fyrirtækja sem eru félagar í Viðskiptaráði voru alls rétt tæpar 67 milljónir króna á árinu 2011 samkvæmt ársskýrslu og aðildargjöld fyrirtækja í Félagi atvinnurekenda alls 55 milljónir samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Fleiri minni hagsmunasamtök starfa fyrir ákveðna geira atvinnulífsins og má í því samhengi nefna Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands. Loks má hafa í huga að þegar allt er tekið saman standa umrædd samtök að baki fyrirtækjum hverra velta er samanlagt hundruðir milljarða á ári hverju. Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Velta hagsmunasamtaka sem starfa fyrir íslenskt atvinnulíf er á annan milljarð króna á ári. Megnið af tekjum þeirra kemur frá aðildarfyrirtækjum og er rekstrarniðurstaða flestra í kringum núllið. Samtök atvinnulífsins (SA) og aðildarfélög þeirra fá samanlagt hátt í milljarð í árgjöld frá aðildarfyrirtækjunum. Fréttablaðið greindi frá því 10. maí að þreifingar hefðu átt sér stað á milli hagsmunasamtaka í atvinnulífinu um að taka upp nánara samstarf en tíðkast hefur með það fyrir augum að ná fram hagræði. Ein hugmynd er að mynduð verði sameiginleg hagdeild en flest samtökin hafa hagfræðinga á sínum snærum. Í fréttinni var haft eftir Vilmundi Jósefssyni, formanni SA, að viðræðurnar væru enn á óformlegu stigi en haft hefði verið samband við öll félög sem sinna málefnum atvinnurekenda. Þá sagði hann lykilatriði að nánara samstarf mætti ekki vera dýrara en núverandi rekstur. SA eru stærstu hagsmunsamtök atvinnurekenda á Íslandi en aðildarfyrirtæki þeirra eru um 2.000 talsins og innan hverra um 50 prósent launamanna á almennum vinnumarkaði starfa. Samtökin hafa það meginmarkmið að skapa íslenskum fyrirtækjum hagstæð skilyrði og þá kappkosta þau að veita félögum þjónustu og vera málsvari atvinnulífsins í landinu. Sjö félög eiga aðild að SA en þau starfa á grundvelli sérstakra atvinnugreina og hafa frumkvæði í málefnum fyrirtækja á sínu sviði. Félögin sjö eru Samtök iðnaðarins (SI), Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Samtök fiskvinnslustöðva (SF) og Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja. Lunginn úr tekjum SA og aðildarfélaga þess kemur frá þeim fyrirtækjum sem eru félagar í samtökunum og aðildarfélögunum. Sem dæmi má nefna að aðildarfyrirtæki í SA greiða allt að 0,19% af heildarlaunagreiðslum til samtakanna en þó þannig að gjaldið verði aldrei hærra en sem nemur 0,067% af rekstrartekjum. Auk þess greiða fyrirtæki í ákveðnum greinum félagsgjald til aðildarfélaga innan SA. Til dæmis greiða fyrirtæki sem eiga aðild að SI allt að 0,15% af veltu til SI. Auk kjarnastarfsemi hagsmunasamtakanna taka þau ýmis verkefni að sér fyrir aðildarfyrirtækin sem þau greiða þá sérstaklega fyrir. Því eru í flestum tilfellum nær allar tekjur samtakanna frá aðildarfyrirtækjum þó rekstrargjöld séu nokkru hærri en sem nemur félagsgjöldum þeirra. Þá eru samtökin flest rekin mjög nærri núllinu. Sé ársskýrsla SA skoðuð kemur í ljós að á árinu 2011 námu árgjöld aðildarfyrirtækjanna rétt tæpum 327 milljónum króna og standa þau undir stærstum hluta rekstrar SA. Tæpur þriðjungur árgjaldanna kemur frá fyrirtækjum sem eiga aðild að SI, um fimmtungur frá bæði fyrirtækjum í SVÞ og LÍÚ, einn tíundi hluti frá bæði fyrirtækjum í ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu og sá tíundi hluti sem upp á vantar frá aðildarfyrirtækjum í SF og Samorku. Stærsta aðildarfélag SA er SI sem eru svo aftur regnhlífarsamtök 25 annarra aðildarfélaga. Árgjöld fyrirtækja í SI voru hátt í 200 milljónir króna árið 2011 en heildartekjur þess nokkru hærri samkvæmt upplýsingum frá SI. Næst stærsta aðildarfélagið er LÍÚ sem hafði heildartekjur upp á 188,6 milljónir á árinu 2010 og heildargjöld upp á 190 milljónir. Þá voru heildartekjur Samtaka fjármálafyrirtækja 108 milljónir á síðasta ári en önnur aðildarfélög SA höfðu úr minna að moða. Utan við SA starfa tvö stór hagsmunafélög fyrir atvinnulífið; Viðskiptaráð Íslands og Félag atvinnurekenda. Viðskiptaráð eru frjáls samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnulífinu. Það skilgreinir sjálft sig sem vettvang atvinnulífsins til þess að vinna að hvers konar framförum að bættu starfsumhverfi og velmegun. Félag atvinnurekenda er aftur á móti hagsmunasamtök fyrirtækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smásölu. Aðildargjöld fyrirtækja sem eru félagar í Viðskiptaráði voru alls rétt tæpar 67 milljónir króna á árinu 2011 samkvæmt ársskýrslu og aðildargjöld fyrirtækja í Félagi atvinnurekenda alls 55 milljónir samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Fleiri minni hagsmunasamtök starfa fyrir ákveðna geira atvinnulífsins og má í því samhengi nefna Bílgreinasambandið og Kaupmannasamtök Íslands. Loks má hafa í huga að þegar allt er tekið saman standa umrædd samtök að baki fyrirtækjum hverra velta er samanlagt hundruðir milljarða á ári hverju.
Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent