Lýðfrelsi og efnahagsmál í fyrsta sæti Hreggviður Jónsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Sumardaginn fyrsta var tilkynnt í Þýskalandi að hagvöxtur væri töluvert meiri en áætlað hefði verið og spáin fyrir næsta ár var einnig bætt. Þetta segir töluvert um styrk Evrópu og evrunnar. Þjóðverjar tóku þann kost að herða stjórn á fjármálum sínum eftir yfirtökuna á gjörsamlega gjaldþrota efnahag A-Þýskalands. Það hefur tekið þá nær 20 ár að ná endum saman, spara og spara. Nú lætur árangurinn ekki á sér standa. Á meðan evran hefur núna lengi verið á svipuðu róli hefur gullið hrapað um 15%. Þannig að fjárfesting í gulli er ekki eins ljómandi góð og sumir halda. Kínverski forsætisráðherrann Win Jiabao, sem heimsótti Ísland, hélt einnig til Þýskalands. Ferðin var ekki út í bláinn, heldur afleiðing af sterku sambandi Þýskalands og Kína í gjaldeyris- og efnahagsmálum. Kínverjar hafa gert sér grein fyrir því að sterk evra þýðir áframhaldandi stöðugan útflutning frá Kína til sterkasta útflutningssvæðis þeirra, þar sem þeir fá besta verðið. Það væri betur, ef menn gerðu sér almennt grein fyrir þessum staðreyndum, hvað varðar útflutning frá Íslandi. Hér á landi er í sífellu verið að klifa á að evran sé svo vond. Hún er ekki verri en svo að við seljum nánast allar okkar afurðir í evrum og á evrusvæðinu. Af hverju? Ástæðan er augljós, þar fáum við hæsta verðið fyrir afurðir okkar. Félli evran yrði fjöldagjaldþrot á Íslandi. Það getur ekki verið tilviljun, að Kaupfélag Skagfirðinga og Samherji eru nú að kaupa eitt af olíufélögum landsins. Þetta er ágóðinn af sölu afurða þeirra í Evrópu. Hagnaðurinn af evrunni. Hitt er að væntanlega er hér um hringamyndun að ræða og a.m.k. í USA væri slíkt stöðvað. Menn hafa hrópað í stórum kór, hve evran væri að fara illa með löndin í suðri, eins og Grikkland. Er þetta rétt? Nei, sannleikurinn er nefnilega sá, að þessar þjóðir hafa lifað um efni fram um árabil, tekið lán á lán ofan til að halda uppi hærri lífsskilyrðum, en þjóðin getur borið. Nú er komið skuldadögunum. Grikkir hafa, sem dæmi, fjölgað opinberum störfum um helming síðasta tug ára og greitt hærri laun, en ríkið réði við. Eitt dæmið er ríkisjárnbrautin, þar vinna fimm sinnum fleiri starfsmenn, en hjá Svíum, sem eru með svipaðan rekstur á járnbrautum. En ekki er þetta nægilegt, heldur greiddu Grikkir helmingi hærri laun en Svíar gera! Þannig er spillingin grasserandi hjá Grikkjum, þar sem aðeins hluti af sköttunum er innheimtur. Er nokkur furða, að gerðar séu lágmarkskröfur til Grikkja þegar kemur að hjálp við þá? Og þeir hafa fengið 75% af skuldum bankanna strikaðar út. Það vantar lýðfrelsi og festu hjá þessum þjóðum og Íslendingum líka. Án lýðfrelsis er lýðræðið tómt snakk. Við erum búin að fá nóg af hagsmunasósíalisma Sjálfstæðisflokksins og viljum alvöru lýðfrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Sumardaginn fyrsta var tilkynnt í Þýskalandi að hagvöxtur væri töluvert meiri en áætlað hefði verið og spáin fyrir næsta ár var einnig bætt. Þetta segir töluvert um styrk Evrópu og evrunnar. Þjóðverjar tóku þann kost að herða stjórn á fjármálum sínum eftir yfirtökuna á gjörsamlega gjaldþrota efnahag A-Þýskalands. Það hefur tekið þá nær 20 ár að ná endum saman, spara og spara. Nú lætur árangurinn ekki á sér standa. Á meðan evran hefur núna lengi verið á svipuðu róli hefur gullið hrapað um 15%. Þannig að fjárfesting í gulli er ekki eins ljómandi góð og sumir halda. Kínverski forsætisráðherrann Win Jiabao, sem heimsótti Ísland, hélt einnig til Þýskalands. Ferðin var ekki út í bláinn, heldur afleiðing af sterku sambandi Þýskalands og Kína í gjaldeyris- og efnahagsmálum. Kínverjar hafa gert sér grein fyrir því að sterk evra þýðir áframhaldandi stöðugan útflutning frá Kína til sterkasta útflutningssvæðis þeirra, þar sem þeir fá besta verðið. Það væri betur, ef menn gerðu sér almennt grein fyrir þessum staðreyndum, hvað varðar útflutning frá Íslandi. Hér á landi er í sífellu verið að klifa á að evran sé svo vond. Hún er ekki verri en svo að við seljum nánast allar okkar afurðir í evrum og á evrusvæðinu. Af hverju? Ástæðan er augljós, þar fáum við hæsta verðið fyrir afurðir okkar. Félli evran yrði fjöldagjaldþrot á Íslandi. Það getur ekki verið tilviljun, að Kaupfélag Skagfirðinga og Samherji eru nú að kaupa eitt af olíufélögum landsins. Þetta er ágóðinn af sölu afurða þeirra í Evrópu. Hagnaðurinn af evrunni. Hitt er að væntanlega er hér um hringamyndun að ræða og a.m.k. í USA væri slíkt stöðvað. Menn hafa hrópað í stórum kór, hve evran væri að fara illa með löndin í suðri, eins og Grikkland. Er þetta rétt? Nei, sannleikurinn er nefnilega sá, að þessar þjóðir hafa lifað um efni fram um árabil, tekið lán á lán ofan til að halda uppi hærri lífsskilyrðum, en þjóðin getur borið. Nú er komið skuldadögunum. Grikkir hafa, sem dæmi, fjölgað opinberum störfum um helming síðasta tug ára og greitt hærri laun, en ríkið réði við. Eitt dæmið er ríkisjárnbrautin, þar vinna fimm sinnum fleiri starfsmenn, en hjá Svíum, sem eru með svipaðan rekstur á járnbrautum. En ekki er þetta nægilegt, heldur greiddu Grikkir helmingi hærri laun en Svíar gera! Þannig er spillingin grasserandi hjá Grikkjum, þar sem aðeins hluti af sköttunum er innheimtur. Er nokkur furða, að gerðar séu lágmarkskröfur til Grikkja þegar kemur að hjálp við þá? Og þeir hafa fengið 75% af skuldum bankanna strikaðar út. Það vantar lýðfrelsi og festu hjá þessum þjóðum og Íslendingum líka. Án lýðfrelsis er lýðræðið tómt snakk. Við erum búin að fá nóg af hagsmunasósíalisma Sjálfstæðisflokksins og viljum alvöru lýðfrelsi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar