Vatnsmýrarþyrpingin í mótvindi Guðjón Baldursson skrifar 30. apríl 2012 09:00 Í skilmerkilegri grein Páls Torfa Önundarsonar, læknis á Landspítalanum, reifar hann hugmyndir sínar um viðbyggingu við Landspítalann. Eins og mörgum öðrum sem hafa kynnt sér tillögu að nýjum Landspítala sem nú liggur á borðinu, blöskrar lækninum hin „risavaxna deiliskipulagstillaga Spital-arkitekta" og sá ásýndarskaði sem tillagan gæti haft í för með sér. Tillaga læknisins felst hins vegar í hóflegri stækkun spítalans án mikils skaða fyrir umhverfið. Undirritaður hefur í mörgum greinum sýnt fram á með rökum sem ekki hafa verið hrakin að staðsetning hins nýja spítala við Hringbraut er sú versta sem völ er á. Þar skilur á milli skoðana minna og Páls Torfa. Hugmyndir hans einkum hvað umfang snertir eru áhugaverðar og þess virði að þær séu skoðaðar gaumgæfilega. Þær eru allavega mun skárri en tillaga Spital-hópsins sem nú liggur á borðinu. Forsvarsmaður Spital-hópsins, Helgi Már Halldórsson, hefur kallað hugmynd Páls Torfa „galna", orðalag sem er hönnunarstjóra spítalans ekki sæmandi. Hætt er við að samþjöppunarminimalismi eða þyrpingarstefna eins og tillaga Páls Torfa felur í sér leiði til þrengsla áður en langt er um liðið. Einna helst líkast því þegar ég sem ungur drengur sá konur með digra fætur reyna að komast í þrönga skó. Barnið vex en brókin ekki. Þar á ofan eru tillögurnar svolítið eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Hugmyndin gengur einnig út á það að lappa upp á gömlu byggingarnar með nokkurs konar bíslagi eins og kallað var í gamla daga, þannig að þorpið verður dálítið svona sitt úr hvorri áttinni, ægir öllu saman. Stækkunin ætti að mati læknisins að duga næstu 20-30 árin. Ég geng út frá því, enda þótt það komi ekki fram í tillögunni, að um sé að ræða „skammtímalausn", á fjárhagslega þröngum tímum, og að um síðir verði byggður veglegur spítali ofan Ártúnsbrekku eins og svo oft hefur verið nefnt. Páll Torfi bendir réttilega á þá fjárhagslegu hagsmuni sem Spital-hópurinn hefur af verkinu. Það er augljóst öllum enda þótt hönnunarstjórinn fyrrnefndi reyni að slá ryki í augu fólks með því að svo sé ekki. Hversu margir eru á launaskrá við þetta verkefni, hversu margir verktakar fá reikninga sína greidda vegna þess? Í hvað hafa næstum þrír milljarðar farið? Ekki fjárhagslegir hagsmunir? Sjálfur nýtur Páll Torfi engra persónulegra né fjárhagslegra hagsmuna af sinni hugmynd. Hann kynnir bara sína hugmynd, fylgir henni eftir og rökstyður hana: Punktur! Vatnsmýrarþyrpingin eins og ég kýs að kalla hugmynd Spital-hópsins er að mínu viti illa ígrunduð og illa útfærð og verð ég seint þreyttur á að endurtaka þá skoðun mína. Ég hef sérstaklega nefnt umferðarmál og aðgengi að spítalanum. Fyrrnefndur hönnunarstjóri telur sig hins vegar búinn að leysa það mál með því að starfsmenn fari hjólandi í vinnu og ferðamáti landsmanna muni stórbreytast og allir verði farnir að hjóla eftir 5-6 ár! Það var aumkunarvert að hlýða á óraunhæfar hugmyndir í þá veru og skort á framtíðarsýn á umferð á kynningarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur nýverið þar sem deiliskipulag Vatnsmýrarþyrpingarinnar var kynnt m.a. af hönnunarstjóranum. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, nefndi í einhverjum fjölmiðli fyrir ekki margt löngu að eitt aðalatriða varðandi nýjan Landspítala, hvar svo sem hann yrði byggður, væri tryggt og auðvelt aðgengi að spítalanum. Hverju orði sannara og allir sammála. Aðgengið að Vatnsmýrarþyrpingunni er með öllu óásættanlegt og þar á ofan illgerlegt ef ekki ómögulegt að lagfæra. Byggingar sem fyrir eru torvelda breikkun gatna. Bílaumferð hefur og farið sívaxandi undanfarin ár og mun aukast að öllu óbreyttu næstu ár og áratugi. Hjólreiðar sem ferðamáti hafa alltaf átt undir högg að sækja á Íslandi, og gera enn af augljósum ástæðum, svo sem veðurfarslegum. Flestir eru sammála um að ákjósanlegt væri að fleiri notuðu reiðhjól til þess að komast í vinnu en einhvern veginn verður ekki séð að fólk fari með börnin sín í skóla eða leikskóla eða komi við í búð á leiðinni heim á reiðhjóli í skafrenningi eins og síðastliðinn vetur. Menn verða að vera raunsæir og ljúka upp sínum augum fyrir því að sumu er unnt að breyta, öðru ekki. Hjólreiðahugmyndin, bættar almannasamgöngur og að margir starfsmenn búi nálægt Vatnsmýrarþorpinu eru máttleysislegar varnartilraunir í þeim mótvindi sem forsvarsmenn hins nýja spítala standa í. Málefnalegu rökin eru jafn slök og að spítalinn þurfi að vera nálægt Háskólanum vegna vísindasamfélags stofnananna beggja! Landspítalinn er og á að verða spítali allra landsmanna. Aðgengi að nýjum spítala er best tryggt með staðsetningu annars staðar en í Vatnsmýrinni. Þyrpingin eins og hún birtist okkur er ekkert annað en samansafn af gömlum og nýjum húsum þar sem jafnvel samgöngur á milli húsa geta verið erfiðar, hvað þá heldur aðgengi að þyrpingunni sjálfri. Landspítalinn er ætlaður fyrir veikt fólk en ekki fyrir skrifstofulækna með slipsi eða pils- og slæðuhjúkkur. Ekki heldur fyrir þá sem titlaðir eru prófessorar eða aðra þá sem líta á sig sem vísindamenn. Við megum ekki láta þráhyggju og skammsýni ráða ferðinni, hagsmunir sjúklinga og framtíðarsýn verða að ráða ferðinni þegar nýr spítali verður byggður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri? Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar“ eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. 24. apríl 2012 06:00 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í skilmerkilegri grein Páls Torfa Önundarsonar, læknis á Landspítalanum, reifar hann hugmyndir sínar um viðbyggingu við Landspítalann. Eins og mörgum öðrum sem hafa kynnt sér tillögu að nýjum Landspítala sem nú liggur á borðinu, blöskrar lækninum hin „risavaxna deiliskipulagstillaga Spital-arkitekta" og sá ásýndarskaði sem tillagan gæti haft í för með sér. Tillaga læknisins felst hins vegar í hóflegri stækkun spítalans án mikils skaða fyrir umhverfið. Undirritaður hefur í mörgum greinum sýnt fram á með rökum sem ekki hafa verið hrakin að staðsetning hins nýja spítala við Hringbraut er sú versta sem völ er á. Þar skilur á milli skoðana minna og Páls Torfa. Hugmyndir hans einkum hvað umfang snertir eru áhugaverðar og þess virði að þær séu skoðaðar gaumgæfilega. Þær eru allavega mun skárri en tillaga Spital-hópsins sem nú liggur á borðinu. Forsvarsmaður Spital-hópsins, Helgi Már Halldórsson, hefur kallað hugmynd Páls Torfa „galna", orðalag sem er hönnunarstjóra spítalans ekki sæmandi. Hætt er við að samþjöppunarminimalismi eða þyrpingarstefna eins og tillaga Páls Torfa felur í sér leiði til þrengsla áður en langt er um liðið. Einna helst líkast því þegar ég sem ungur drengur sá konur með digra fætur reyna að komast í þrönga skó. Barnið vex en brókin ekki. Þar á ofan eru tillögurnar svolítið eins og að pissa í skóinn sinn, skammgóður vermir. Hugmyndin gengur einnig út á það að lappa upp á gömlu byggingarnar með nokkurs konar bíslagi eins og kallað var í gamla daga, þannig að þorpið verður dálítið svona sitt úr hvorri áttinni, ægir öllu saman. Stækkunin ætti að mati læknisins að duga næstu 20-30 árin. Ég geng út frá því, enda þótt það komi ekki fram í tillögunni, að um sé að ræða „skammtímalausn", á fjárhagslega þröngum tímum, og að um síðir verði byggður veglegur spítali ofan Ártúnsbrekku eins og svo oft hefur verið nefnt. Páll Torfi bendir réttilega á þá fjárhagslegu hagsmuni sem Spital-hópurinn hefur af verkinu. Það er augljóst öllum enda þótt hönnunarstjórinn fyrrnefndi reyni að slá ryki í augu fólks með því að svo sé ekki. Hversu margir eru á launaskrá við þetta verkefni, hversu margir verktakar fá reikninga sína greidda vegna þess? Í hvað hafa næstum þrír milljarðar farið? Ekki fjárhagslegir hagsmunir? Sjálfur nýtur Páll Torfi engra persónulegra né fjárhagslegra hagsmuna af sinni hugmynd. Hann kynnir bara sína hugmynd, fylgir henni eftir og rökstyður hana: Punktur! Vatnsmýrarþyrpingin eins og ég kýs að kalla hugmynd Spital-hópsins er að mínu viti illa ígrunduð og illa útfærð og verð ég seint þreyttur á að endurtaka þá skoðun mína. Ég hef sérstaklega nefnt umferðarmál og aðgengi að spítalanum. Fyrrnefndur hönnunarstjóri telur sig hins vegar búinn að leysa það mál með því að starfsmenn fari hjólandi í vinnu og ferðamáti landsmanna muni stórbreytast og allir verði farnir að hjóla eftir 5-6 ár! Það var aumkunarvert að hlýða á óraunhæfar hugmyndir í þá veru og skort á framtíðarsýn á umferð á kynningarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur nýverið þar sem deiliskipulag Vatnsmýrarþyrpingarinnar var kynnt m.a. af hönnunarstjóranum. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, nefndi í einhverjum fjölmiðli fyrir ekki margt löngu að eitt aðalatriða varðandi nýjan Landspítala, hvar svo sem hann yrði byggður, væri tryggt og auðvelt aðgengi að spítalanum. Hverju orði sannara og allir sammála. Aðgengið að Vatnsmýrarþyrpingunni er með öllu óásættanlegt og þar á ofan illgerlegt ef ekki ómögulegt að lagfæra. Byggingar sem fyrir eru torvelda breikkun gatna. Bílaumferð hefur og farið sívaxandi undanfarin ár og mun aukast að öllu óbreyttu næstu ár og áratugi. Hjólreiðar sem ferðamáti hafa alltaf átt undir högg að sækja á Íslandi, og gera enn af augljósum ástæðum, svo sem veðurfarslegum. Flestir eru sammála um að ákjósanlegt væri að fleiri notuðu reiðhjól til þess að komast í vinnu en einhvern veginn verður ekki séð að fólk fari með börnin sín í skóla eða leikskóla eða komi við í búð á leiðinni heim á reiðhjóli í skafrenningi eins og síðastliðinn vetur. Menn verða að vera raunsæir og ljúka upp sínum augum fyrir því að sumu er unnt að breyta, öðru ekki. Hjólreiðahugmyndin, bættar almannasamgöngur og að margir starfsmenn búi nálægt Vatnsmýrarþorpinu eru máttleysislegar varnartilraunir í þeim mótvindi sem forsvarsmenn hins nýja spítala standa í. Málefnalegu rökin eru jafn slök og að spítalinn þurfi að vera nálægt Háskólanum vegna vísindasamfélags stofnananna beggja! Landspítalinn er og á að verða spítali allra landsmanna. Aðgengi að nýjum spítala er best tryggt með staðsetningu annars staðar en í Vatnsmýrinni. Þyrpingin eins og hún birtist okkur er ekkert annað en samansafn af gömlum og nýjum húsum þar sem jafnvel samgöngur á milli húsa geta verið erfiðar, hvað þá heldur aðgengi að þyrpingunni sjálfri. Landspítalinn er ætlaður fyrir veikt fólk en ekki fyrir skrifstofulækna með slipsi eða pils- og slæðuhjúkkur. Ekki heldur fyrir þá sem titlaðir eru prófessorar eða aðra þá sem líta á sig sem vísindamenn. Við megum ekki láta þráhyggju og skammsýni ráða ferðinni, hagsmunir sjúklinga og framtíðarsýn verða að ráða ferðinni þegar nýr spítali verður byggður.
Nýr Landspítali á efri lóð eða RISASPITAL á neðri? Helgi Már Halldórsson, arkitekt og forsvarsmaður ósamþykktrar deiliskipulagstillögu SPITAL hópsins fyrir nýjan Landspítala, gerir mig en ekki málefnið að umtalsefni í grein í Fréttablaðinu 21. apríl. Hann virðist telja að grein mín í Fréttablaðinu 19. apríl sl. hafi fjallað um hann sjálfan, samverkamenn sína og hugarfóstur þeirra. Ég verð að hryggja Helga með því að grein mín fjallaði ekki um hann eða deiliskipulagstillögu SPITAL. Þá kemur hvergi fram í grein minni að ég geri „skoðanir SPITAL hópsins í heild tortryggilegar“ eins og Helgi heldur fram. Ég segi ekki einu sinni að hugmynd SPITAL sé vond. Það er hugarburður hans sjálfs. 24. apríl 2012 06:00
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar