Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Magnús Bjarnason skrifar 26. apríl 2012 06:00 New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. Skurðurinn opnaði árið 1825 og um leið aðgengi að kolum sem voru betri og ódýrari orkugjafi en borgin hafði áður kynnst. Skurðurinn markaði upphaf mikillar uppbyggingar og Stóra eplið byrjaði að líkjast því sem við þekkjum í dag. Lestarteinar voru lagðir, yfir 2.000 brýr byggðar og flugvöllum fundinn staður. Grand Central lestarstöðin opnaði árið 1871 og er í dag miðstöð samgangna þar sem milljónir farþega ferðast daglega til og frá Manhattan-eyju. Allt eru þetta dæmi um tengingar sem skilað hafa fjárhagslegum arði og áhrifum langt umfram það sem nokkur sá fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Á Íslandi má nefna lagningu símastrengs til Seyðisfjarðar árið 1906, stofnun Eimskipafélagsins árið 1914, byggingu flugvalla í seinni heimsstyrjöldinni og opnun Hvalfjarðarganga árið 1996 sem dæmi um tengingar sem hafa skilað arði og áhrifum umfram væntingar. Ferskur fiskur fer á hverjum degi frá Íslandi til New York og skapar þeim arð sem veiða, vinna, flytja og selja svo ekki sé minnst á þá sem borða íslenska bleikju eða þorsk á Avra veitingastaðnum á 48. stræti í New York. Þetta sáu herforingjar í bandaríska hernum ekki fyrir þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður né heldur sáu þeir fyrir þá mörg hundruð þúsund ferðamenn sem sækja Ísland heim árlega eða þær mörgu milljónir flugfarþega sem sækja á hverju ári tengiflug um Keflavíkurflugvöll. Saman myndar þetta grundvöll ferðaþjónustu og alþjóðlegrar flugstarfsemi sem veltir árlega hundruðum milljarða, skapar fjárfestum arð og Íslendingum þúsundir starfa.Rafstrengur sem tengir Ísland við evrópskt raforkukerfi hefur í áratugi verið í skoðun. Slíkur strengur hefur í nokkurn tíma verið talinn tæknilega mögulegur en þó hefur vantað nokkuð upp á að hann standi fjárhagslega undir sér. Vísbendingar eru um að það hafi breyst á undanförnum árum. Aukin spurn eftir endurnýjanlegri orku, 2020 markmið Evrópusambandsins, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara hafa í dag gjörbreytt forsendum fyrir lagningu rafstrengs frá Íslandi og gert hana að áhugaverðu og mjög líklega arðsömu viðskiptatækifæri sem skilar aukinni þekkingu og fjölbreyttari störfum í endurnýjanlegum orkuiðnaði. Almennt skila tengingar verðmætum, og gildir þá einu hvort um er að ræða samgöngubætur, verslunarsambönd eða samtengingu áður aðskilinna raforkukerfa. Á Íslandi er unnin meiri raforka en nokkurs staðar í heiminum ef tekið er tillit til þess hve fáir Íslendingar eru. Af þeim sökum er iðngreinin mikilvægari íslensku efnahagslífi heldur en þekkist hjá öðrum þjóðum. Í dag er megnið af raforku sem hér er unnin selt til stöndugra og góðra iðnfyrirtækja en því er ekki hægt að neita að hérlendir kaupendur raforku eru einsleitir. Áhættudreifingu íslenskra raforkuvinnslufyrirtækja er því ábótavant og aðgengi að fjölbreyttum mörkuðum austan Atlantsála væri góð viðbót við núverandi markað. Þegar er komin þó nokkur reynsla af rekstri slíkra rafstrengja eins og ætti við í tilfelli Íslands og má þar nefna tengingar Noregs við nágrannaþjóðir sunnar í Evrópu. Þrátt fyrir síauknar tengingar og framtíðaráætlanir um enn frekari tengingar býr iðnaður í Noregi við gott viðskiptaumhverfi. Allir geta unnið. Öflug uppbygging iðnaðar á Íslandi samhliða áþreifanlegri tengingu við evrópskt raforkukerfi treystir orkuöryggi landsins, bætir nýtingu náttúruauðlinda og eykur arðsemi íslenskrar raforkuvinnslu og raforkuflutnings. Saman skilar þetta sér í bættri þjónustu við almenning og iðnfyrirtæki á Íslandi. Ávinningur Evrópu af tengingu er aukið og stýranlegt framboð af umhverfisvænni og áreiðanlegri orku frá Íslandi. Við þetta bætist að áþreifanleg tenging Íslands við evrópskt raforkukerfi hefði án efa í för með sér jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. Skurðurinn opnaði árið 1825 og um leið aðgengi að kolum sem voru betri og ódýrari orkugjafi en borgin hafði áður kynnst. Skurðurinn markaði upphaf mikillar uppbyggingar og Stóra eplið byrjaði að líkjast því sem við þekkjum í dag. Lestarteinar voru lagðir, yfir 2.000 brýr byggðar og flugvöllum fundinn staður. Grand Central lestarstöðin opnaði árið 1871 og er í dag miðstöð samgangna þar sem milljónir farþega ferðast daglega til og frá Manhattan-eyju. Allt eru þetta dæmi um tengingar sem skilað hafa fjárhagslegum arði og áhrifum langt umfram það sem nokkur sá fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Á Íslandi má nefna lagningu símastrengs til Seyðisfjarðar árið 1906, stofnun Eimskipafélagsins árið 1914, byggingu flugvalla í seinni heimsstyrjöldinni og opnun Hvalfjarðarganga árið 1996 sem dæmi um tengingar sem hafa skilað arði og áhrifum umfram væntingar. Ferskur fiskur fer á hverjum degi frá Íslandi til New York og skapar þeim arð sem veiða, vinna, flytja og selja svo ekki sé minnst á þá sem borða íslenska bleikju eða þorsk á Avra veitingastaðnum á 48. stræti í New York. Þetta sáu herforingjar í bandaríska hernum ekki fyrir þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður né heldur sáu þeir fyrir þá mörg hundruð þúsund ferðamenn sem sækja Ísland heim árlega eða þær mörgu milljónir flugfarþega sem sækja á hverju ári tengiflug um Keflavíkurflugvöll. Saman myndar þetta grundvöll ferðaþjónustu og alþjóðlegrar flugstarfsemi sem veltir árlega hundruðum milljarða, skapar fjárfestum arð og Íslendingum þúsundir starfa.Rafstrengur sem tengir Ísland við evrópskt raforkukerfi hefur í áratugi verið í skoðun. Slíkur strengur hefur í nokkurn tíma verið talinn tæknilega mögulegur en þó hefur vantað nokkuð upp á að hann standi fjárhagslega undir sér. Vísbendingar eru um að það hafi breyst á undanförnum árum. Aukin spurn eftir endurnýjanlegri orku, 2020 markmið Evrópusambandsins, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara hafa í dag gjörbreytt forsendum fyrir lagningu rafstrengs frá Íslandi og gert hana að áhugaverðu og mjög líklega arðsömu viðskiptatækifæri sem skilar aukinni þekkingu og fjölbreyttari störfum í endurnýjanlegum orkuiðnaði. Almennt skila tengingar verðmætum, og gildir þá einu hvort um er að ræða samgöngubætur, verslunarsambönd eða samtengingu áður aðskilinna raforkukerfa. Á Íslandi er unnin meiri raforka en nokkurs staðar í heiminum ef tekið er tillit til þess hve fáir Íslendingar eru. Af þeim sökum er iðngreinin mikilvægari íslensku efnahagslífi heldur en þekkist hjá öðrum þjóðum. Í dag er megnið af raforku sem hér er unnin selt til stöndugra og góðra iðnfyrirtækja en því er ekki hægt að neita að hérlendir kaupendur raforku eru einsleitir. Áhættudreifingu íslenskra raforkuvinnslufyrirtækja er því ábótavant og aðgengi að fjölbreyttum mörkuðum austan Atlantsála væri góð viðbót við núverandi markað. Þegar er komin þó nokkur reynsla af rekstri slíkra rafstrengja eins og ætti við í tilfelli Íslands og má þar nefna tengingar Noregs við nágrannaþjóðir sunnar í Evrópu. Þrátt fyrir síauknar tengingar og framtíðaráætlanir um enn frekari tengingar býr iðnaður í Noregi við gott viðskiptaumhverfi. Allir geta unnið. Öflug uppbygging iðnaðar á Íslandi samhliða áþreifanlegri tengingu við evrópskt raforkukerfi treystir orkuöryggi landsins, bætir nýtingu náttúruauðlinda og eykur arðsemi íslenskrar raforkuvinnslu og raforkuflutnings. Saman skilar þetta sér í bættri þjónustu við almenning og iðnfyrirtæki á Íslandi. Ávinningur Evrópu af tengingu er aukið og stýranlegt framboð af umhverfisvænni og áreiðanlegri orku frá Íslandi. Við þetta bætist að áþreifanleg tenging Íslands við evrópskt raforkukerfi hefði án efa í för með sér jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun