Í tilefni af Barnamenningarhátíð Soffía Þorsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir til 22. apríl næstkomandi. Markmið hennar er að vera vettvangur menningar barna og hátíð fyrir börn. Einnig á hátíðin að skerpa á samstarfi leik- og grunnskóla og gerir þeim kleift að vinna með söfnum og listamönnum. Áberandi er þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð hversu dræm þátttaka leikskólanna er í hátíðinni.Tilgangur Til þess að viðburðir sem þessir heppnist vel og verði börnum borgarinnar til sóma reynir á fagfólk jafnt innan leikskóla sem utan þar sem hugmyndum og verkum barnanna þarf að gera góð skil. Það er gefandi fyrir leikskólabörn að vinna að sameiginlegu verkefni með börnum á eldri skólastigum í tengslum við listirnar. Slík vinna víkkar sjóndeildarhring leikskólabarna og gerir þau víðsýnni. Margar nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum og yngri börn læra af eldri og öfugt. Heimsókn í lista- og menningarsöfn er lærdómsrík fyrir börn á öllum aldri. Heimsóknir af þessu tagi gefa oft innblástur inn í starfið og spurningar vakna hjá börnunum. Heimsókn til listamanna og vinna með þeim krefst góðs undirbúnings og að unnið sé úr upplifun barnanna eftir slíkar heimsóknir. Börn þurfa einnig að hafa eitthvað að segja um verkefnið í anda lýðræðis en í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er áhersla lögð á skapandi starf í tengslum við menningu og að börn eigi að taka þátt í að móta eigin menningu, barnamenningu, með hátíðum og viðburðum. Upphaflegur tilgangur Barnamenningarhátíðar var m.a. að skerpa á samvinnu barna á hinum ýmsu skólastigum og gera þeim kleift að starfa með söfnum og listamönnum. Við fyrstu sýn virðist nú meira lagt upp úr ýmis konar sýningum, verkstæðisvinnu og skemmtunum fyrir börn. Samvinnuverkefni barna eru ekki sýnileg nema í fáum tilvikum, þar sem ferli verkefna eru gerð sýnileg frá upphafi. Hvernig samvinnan gekk og hvað börnin lærðu. Þar sem menning barna er gerð sýnileg eins og hún er.Sérgreinastjórar í listasmiðjum Þegar tengja á saman vinnu og hugmyndir barna frá ýmsum skólastigum, öðrum menningarstofnunum og listamönnum þarf góða verkefnastjórn. Skipaður verkefnastjóri þarf því að vera fagaðili sem gætir að hag barnanna og því að verk þeirra sýni vel hvernig þau skapa á sinn sérstaka hátt, hvort sem er í myndlist, tónlist eða leiklist. Fagaðili þarf að ganga út frá því viðhorfi að börn séu virkir mótendur eigin tjáningar og sem minnst óvirk í því ferli eins og stundum því miður vill gerast á hátíðum fyrir börn. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var byrjað að skera niður í skólum og fóru leikskólar ekki varhluta af þeim niðurskurði þar sem sérgreinastjórum í listasmiðjum leikskólanna var sagt upp. Starfsheitið sérgreinastjóri hafði nýlega verið samþykkt þar sem litið var svo á að sérgreinastjórar í listasmiðjum leikskólanna gegndu svipuðu hlutverki og listgreinakennarar í grunnskólum. Áður höfðu svokallaðir verkefnastjórar sinnt ákveðnum námssviðum í leikskólanum eins og listsköpun, tónlist, hreyfingu og náttúruvísindum, en verkefnastjóri var ekki viðurkennt starfsheiti innan leikskólanna. Faglegt starf í leikskólum hefur verið að þróast og sérhæfast og með tilkomu sérgreinastjóra var stuðlað að ákveðinni fjölbreytni í starfi leikskólanna og mannauður efldur. Þegar sérgreinastjórum í listasmiðjum var sagt upp hafði það veruleg áhrif á starf leikskólanna er tengist menningu og listum. Skoða má í ljósi þessa hvort dræm þátttaka leikskólanna í Barnamenningarhátíðinni geti verið vegna skorts á fagfólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir til 22. apríl næstkomandi. Markmið hennar er að vera vettvangur menningar barna og hátíð fyrir börn. Einnig á hátíðin að skerpa á samstarfi leik- og grunnskóla og gerir þeim kleift að vinna með söfnum og listamönnum. Áberandi er þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð hversu dræm þátttaka leikskólanna er í hátíðinni.Tilgangur Til þess að viðburðir sem þessir heppnist vel og verði börnum borgarinnar til sóma reynir á fagfólk jafnt innan leikskóla sem utan þar sem hugmyndum og verkum barnanna þarf að gera góð skil. Það er gefandi fyrir leikskólabörn að vinna að sameiginlegu verkefni með börnum á eldri skólastigum í tengslum við listirnar. Slík vinna víkkar sjóndeildarhring leikskólabarna og gerir þau víðsýnni. Margar nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum og yngri börn læra af eldri og öfugt. Heimsókn í lista- og menningarsöfn er lærdómsrík fyrir börn á öllum aldri. Heimsóknir af þessu tagi gefa oft innblástur inn í starfið og spurningar vakna hjá börnunum. Heimsókn til listamanna og vinna með þeim krefst góðs undirbúnings og að unnið sé úr upplifun barnanna eftir slíkar heimsóknir. Börn þurfa einnig að hafa eitthvað að segja um verkefnið í anda lýðræðis en í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er áhersla lögð á skapandi starf í tengslum við menningu og að börn eigi að taka þátt í að móta eigin menningu, barnamenningu, með hátíðum og viðburðum. Upphaflegur tilgangur Barnamenningarhátíðar var m.a. að skerpa á samvinnu barna á hinum ýmsu skólastigum og gera þeim kleift að starfa með söfnum og listamönnum. Við fyrstu sýn virðist nú meira lagt upp úr ýmis konar sýningum, verkstæðisvinnu og skemmtunum fyrir börn. Samvinnuverkefni barna eru ekki sýnileg nema í fáum tilvikum, þar sem ferli verkefna eru gerð sýnileg frá upphafi. Hvernig samvinnan gekk og hvað börnin lærðu. Þar sem menning barna er gerð sýnileg eins og hún er.Sérgreinastjórar í listasmiðjum Þegar tengja á saman vinnu og hugmyndir barna frá ýmsum skólastigum, öðrum menningarstofnunum og listamönnum þarf góða verkefnastjórn. Skipaður verkefnastjóri þarf því að vera fagaðili sem gætir að hag barnanna og því að verk þeirra sýni vel hvernig þau skapa á sinn sérstaka hátt, hvort sem er í myndlist, tónlist eða leiklist. Fagaðili þarf að ganga út frá því viðhorfi að börn séu virkir mótendur eigin tjáningar og sem minnst óvirk í því ferli eins og stundum því miður vill gerast á hátíðum fyrir börn. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var byrjað að skera niður í skólum og fóru leikskólar ekki varhluta af þeim niðurskurði þar sem sérgreinastjórum í listasmiðjum leikskólanna var sagt upp. Starfsheitið sérgreinastjóri hafði nýlega verið samþykkt þar sem litið var svo á að sérgreinastjórar í listasmiðjum leikskólanna gegndu svipuðu hlutverki og listgreinakennarar í grunnskólum. Áður höfðu svokallaðir verkefnastjórar sinnt ákveðnum námssviðum í leikskólanum eins og listsköpun, tónlist, hreyfingu og náttúruvísindum, en verkefnastjóri var ekki viðurkennt starfsheiti innan leikskólanna. Faglegt starf í leikskólum hefur verið að þróast og sérhæfast og með tilkomu sérgreinastjóra var stuðlað að ákveðinni fjölbreytni í starfi leikskólanna og mannauður efldur. Þegar sérgreinastjórum í listasmiðjum var sagt upp hafði það veruleg áhrif á starf leikskólanna er tengist menningu og listum. Skoða má í ljósi þessa hvort dræm þátttaka leikskólanna í Barnamenningarhátíðinni geti verið vegna skorts á fagfólki?
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar