Tónlistarspekingurinn lærir tónlistarfræði í Edinborg 18. apríl 2012 10:00 Arnar Eggert segir námið í raun snúast um það sama og hann geri dags daglega og því um að gera að næla sér í gráðu í því. „Þetta hefur lengi staðið til og það er kominn tími til að láta verða að því. Það er til heilla fyrir mannkynið að stokka upp í hlutunum reglulega," segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen, sem heldur utan í framhaldsnám í ágúst. Arnar Eggert er einn helsti tónlistarspekingur þjóðarinnar og hefur starfað á Morgunblaðinu síðustu tólf ár ásamt því að sitja í dómnefndum í tónlistarkeppnum, stýra þætti um tónlist á Mbl.is, ýmsum útvarpsþáttum og haldið utan um tónleikaröðina Kaffi, kökur & rokk & ról í Edrúhöllinni, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir það vera Guðs gjöf að fá tækifæri til að starfa við eitthvað sem hann hefur svona mikinn áhuga á. Arnar stefnir á nám í tónlistarfræði, eða musicology, við háskólann í Edinborg. Námið tekur eitt ár en líklegast mun fjölskyldan dvelja lengur í Edinborg. „Maður er ekki að rífa upp alla fjölskylduna til þess að stoppa svo bara í eitt ár," segir hann. Stefnan hefur verið sett á framhaldsnám allt frá því að Arnar Eggert kláraði BA gráðu í félagsfræði árið 1999. „Þessi ár á Morgunblaðinu komu bara óvænt inn í og seinkuðu plönunum. Þetta eru samt búin að vera frábær ár og alveg ótrúlega gefandi," segir Arnar Eggert. „Ég var einn af þessum pjökkum sem var alltaf að lesa tónlistarblöð og láta mig dreyma um að verða svona maður sem skrifaði um tónlist í blöðunum," bætir hann við. Aðspurður segist hann ekki vera búinn að finna góðan arftaka til að taka við kyndlinum þegar hann fer, en að alltaf komi maður í manns stað. „Ég er alls ekkert hræddur við að glata neinu við að fara út heldur er ég þvert á móti mjög spenntur yfir því sem ég er að fara að vinna mér inn," segir Arnar Eggert sem reiknar ekki með því að íslenskt tónlistarlíf fari á hliðina þó hann flytji úr landi. „Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið til að halda áfram að fjalla um íslenska tónlist, það er svo mikið að gerast og hún á svo mikið inni," segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
„Þetta hefur lengi staðið til og það er kominn tími til að láta verða að því. Það er til heilla fyrir mannkynið að stokka upp í hlutunum reglulega," segir tónlistarspekingurinn Arnar Eggert Thoroddsen, sem heldur utan í framhaldsnám í ágúst. Arnar Eggert er einn helsti tónlistarspekingur þjóðarinnar og hefur starfað á Morgunblaðinu síðustu tólf ár ásamt því að sitja í dómnefndum í tónlistarkeppnum, stýra þætti um tónlist á Mbl.is, ýmsum útvarpsþáttum og haldið utan um tónleikaröðina Kaffi, kökur & rokk & ról í Edrúhöllinni, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir það vera Guðs gjöf að fá tækifæri til að starfa við eitthvað sem hann hefur svona mikinn áhuga á. Arnar stefnir á nám í tónlistarfræði, eða musicology, við háskólann í Edinborg. Námið tekur eitt ár en líklegast mun fjölskyldan dvelja lengur í Edinborg. „Maður er ekki að rífa upp alla fjölskylduna til þess að stoppa svo bara í eitt ár," segir hann. Stefnan hefur verið sett á framhaldsnám allt frá því að Arnar Eggert kláraði BA gráðu í félagsfræði árið 1999. „Þessi ár á Morgunblaðinu komu bara óvænt inn í og seinkuðu plönunum. Þetta eru samt búin að vera frábær ár og alveg ótrúlega gefandi," segir Arnar Eggert. „Ég var einn af þessum pjökkum sem var alltaf að lesa tónlistarblöð og láta mig dreyma um að verða svona maður sem skrifaði um tónlist í blöðunum," bætir hann við. Aðspurður segist hann ekki vera búinn að finna góðan arftaka til að taka við kyndlinum þegar hann fer, en að alltaf komi maður í manns stað. „Ég er alls ekkert hræddur við að glata neinu við að fara út heldur er ég þvert á móti mjög spenntur yfir því sem ég er að fara að vinna mér inn," segir Arnar Eggert sem reiknar ekki með því að íslenskt tónlistarlíf fari á hliðina þó hann flytji úr landi. „Ég hvet alla þá sem vettlingi geta valdið til að halda áfram að fjalla um íslenska tónlist, það er svo mikið að gerast og hún á svo mikið inni," segir hann að lokum. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning