Hræðilegar virkjanir Sigurður Friðleifsson skrifar 12. apríl 2012 06:00 Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. Skotgrafahernaður hefur viðgengist allt of lengi í umræðunni um virkjanir þar sem andstæðingar berjast með „allt eða ekkert" þungavopnum og meðalhófsmenn liggja í valnum sem óbreyttir borgarar. Í starfi mínu hjá Orkusetri vinn ég að orkusparnaði en kem einnig að aðstoð við smærri virkjunaraðila eins og t.d. bændur sem vilja virkja bæjarlækinn. Einn slíkur komst að því, í miðju samtali við mig, að ég væri menntaður umhverfisfræðingur og þá varð honum að orði að þá þýddi nú lítið að ræða við mig þar sem ég hlyti nú að vera á móti virkjunum almennt. Þegar heil starfsstétt er komin með fyrirframgefinn stimpil, þá er kannski kominn tími til að staldra aðeins við.„Virkjanir eru óumhverfisvænar!" Þessi alhæfing er vissulega þægileg fyrir þann hóp sem vill engar frekari virkjanir. Ólíkt því sem margir hér á landi halda þá snúast umhverfismál um meira en landvernd. Íslenskar virkjanir eru yfirleitt skilgreindar sem mjög umhverfisvænar út frá orkuframleiðslu enda er ekki notast við kol, gas eða olíu við raforkuframleiðsluna með tilheyrandi álagi á óendurnýjanlegar jarðefnaeldsneytisbirgðir jarðar. Einnig er útblástur gróðurhúsalofttegunda frá virkjunum á Íslandi hverfandi miðað við jafnstórar virkjanir sem keyrðar eru áfram á jarðefnaeldsneyti erlendis. Þetta þýðir þó ekki að virkjanir á Íslandi hafi lítil sem engin umhverfisáhrif, það er stór misskilningur hjá hópi manna á hinum endanum. Mismikið en óhjákvæmilegt rask fylgir öllum virkjanaframkvæmdum og þeim þarf að lýsa vel þegar virkjunarkostir eru metnir svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um slíkt.„Við höfum virkjað meira en við þurfum, nú er nóg komið!" Þetta er nýjasta útspilið hjá hópi manna til að einfalda umræðuna. Vissulega framleiðum við mun meiri raforku en almenningur hér á landi þarf á að halda. Við höfum hinsvegar ákveðið að nýta þessar umframorkuauðlindir til tekjuöflunar og atvinnusköpunar fyrir íslenskt samfélag. Orkuauðlind er auðlind alveg eins og fiskimiðin og ég held að flestir geti verið sammála um að íslenska þjóðin hafi komist upp úr moldarkofunum um það bil um sama leyti og hún ákvað að veiða örlítið meira af fiski en hún þurfti sjálf. Ef kæmi í ljós reikniskekkja hjá Hafrannsóknastofnun sem sýndi að þorskstofninn væri í raun tvöfalt stærri, þá er ég ekki viss um að stór hópur manna legði til að EKKI yrði veitt meira, með þeim „rökum" að við öfluðum nú þegar tíu sinnum meira en við gætum torgað. Þá má líkja þessum auðlindum saman á fleiri vegu, fiskveiðar eru ekki án umhverfisáhrifa og kosta bæði olíu og rask á náttúru sjávar. Við höfum hinsvegar ákveðið að nýta þessa auðlind og reynum að gera það með skynsamlegum hætti. Það eru t.d. ákveðnar tegundir sem ekki eru nýttar vegna þess að stofninn eða umhverfið sem þær lifa í þolir ekki álagið. Einnig er óhagkvæmt að stunda sumar veiðar vegna lágs verðs sem fæst fyrir aflann. Það sama á að eiga við um virkjanir, þ.e. við eigum að meta umhverfisáhrif og hagkvæmni hverrar einstakrar virkjunar áður en auðlindanýting er ákvörðuð.„Hin illu uppistöðulón!" Uppistöðulón eða vatnsmiðlanir eru fylgifiskur flestra vatnsaflsvirkjana og kannski þau umhverfisáhrif sem eru mest umdeild og áberandi við virkjunarframkvæmdir. Þegar ný uppistöðulón verða til þá fer landsvæði sem áður stóð á þurru undir vatn. Slíkt tap á þurrlendi þarf að rökræða vel og kynna gagnvart almenningi líkt og Landsvirkjun hefur gert með tölvumyndum, á heimasíðu sinni, fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Almenningur á svo sjálfur að gera upp við sig hvort hann meti meira efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar eða landbreytinguna sem henni fylgir. Margir úthrópa lónin og vilja þau burt en það er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir rekstrarlegu mikilvægi uppistöðulóna. Eins og flestir vita þá rennur frosið vatn heldur verr en fljótandi og það þýðir að afrennsli áa á Íslandi er minna yfir vetrarmánuðina. Til þess að jafna raforkuframleiðslu yfir árið eru miðlanir nýttar til að safna umframorku á sumrin sem nýta má yfir vetrartímann. Með öðrum orðum þá þyrfti fleiri virkjanir, með tilheyrandi umhverfisraski, til að anna vetrarraforkunotkun ef ekki væru uppistöðulón til að jafna framleiðsluna. Hagsmunir okkar allra hljóta að vera þeir, að fá sem mest fyrir það sem við eigum með sem minnstum kostnaði og gildir þá einu hvort verið er að skoða virkjun bæjarlækjarins eða stærri framkvæmdir. Því skiptir mestu að ákvarðanir um einstakar virkjunarframkvæmdir séu gerðar með upplýstum hætti líkt og stefnan var með Rammaáætlun. Þannig er hægt að ræða, í fyrsta lagi hvort eigi að virkja ákveðna kosti og síðan hvernig er hægt að fá sem mest af orku með sem minnstum umhverfislegum kostnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. Skotgrafahernaður hefur viðgengist allt of lengi í umræðunni um virkjanir þar sem andstæðingar berjast með „allt eða ekkert" þungavopnum og meðalhófsmenn liggja í valnum sem óbreyttir borgarar. Í starfi mínu hjá Orkusetri vinn ég að orkusparnaði en kem einnig að aðstoð við smærri virkjunaraðila eins og t.d. bændur sem vilja virkja bæjarlækinn. Einn slíkur komst að því, í miðju samtali við mig, að ég væri menntaður umhverfisfræðingur og þá varð honum að orði að þá þýddi nú lítið að ræða við mig þar sem ég hlyti nú að vera á móti virkjunum almennt. Þegar heil starfsstétt er komin með fyrirframgefinn stimpil, þá er kannski kominn tími til að staldra aðeins við.„Virkjanir eru óumhverfisvænar!" Þessi alhæfing er vissulega þægileg fyrir þann hóp sem vill engar frekari virkjanir. Ólíkt því sem margir hér á landi halda þá snúast umhverfismál um meira en landvernd. Íslenskar virkjanir eru yfirleitt skilgreindar sem mjög umhverfisvænar út frá orkuframleiðslu enda er ekki notast við kol, gas eða olíu við raforkuframleiðsluna með tilheyrandi álagi á óendurnýjanlegar jarðefnaeldsneytisbirgðir jarðar. Einnig er útblástur gróðurhúsalofttegunda frá virkjunum á Íslandi hverfandi miðað við jafnstórar virkjanir sem keyrðar eru áfram á jarðefnaeldsneyti erlendis. Þetta þýðir þó ekki að virkjanir á Íslandi hafi lítil sem engin umhverfisáhrif, það er stór misskilningur hjá hópi manna á hinum endanum. Mismikið en óhjákvæmilegt rask fylgir öllum virkjanaframkvæmdum og þeim þarf að lýsa vel þegar virkjunarkostir eru metnir svo hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um slíkt.„Við höfum virkjað meira en við þurfum, nú er nóg komið!" Þetta er nýjasta útspilið hjá hópi manna til að einfalda umræðuna. Vissulega framleiðum við mun meiri raforku en almenningur hér á landi þarf á að halda. Við höfum hinsvegar ákveðið að nýta þessar umframorkuauðlindir til tekjuöflunar og atvinnusköpunar fyrir íslenskt samfélag. Orkuauðlind er auðlind alveg eins og fiskimiðin og ég held að flestir geti verið sammála um að íslenska þjóðin hafi komist upp úr moldarkofunum um það bil um sama leyti og hún ákvað að veiða örlítið meira af fiski en hún þurfti sjálf. Ef kæmi í ljós reikniskekkja hjá Hafrannsóknastofnun sem sýndi að þorskstofninn væri í raun tvöfalt stærri, þá er ég ekki viss um að stór hópur manna legði til að EKKI yrði veitt meira, með þeim „rökum" að við öfluðum nú þegar tíu sinnum meira en við gætum torgað. Þá má líkja þessum auðlindum saman á fleiri vegu, fiskveiðar eru ekki án umhverfisáhrifa og kosta bæði olíu og rask á náttúru sjávar. Við höfum hinsvegar ákveðið að nýta þessa auðlind og reynum að gera það með skynsamlegum hætti. Það eru t.d. ákveðnar tegundir sem ekki eru nýttar vegna þess að stofninn eða umhverfið sem þær lifa í þolir ekki álagið. Einnig er óhagkvæmt að stunda sumar veiðar vegna lágs verðs sem fæst fyrir aflann. Það sama á að eiga við um virkjanir, þ.e. við eigum að meta umhverfisáhrif og hagkvæmni hverrar einstakrar virkjunar áður en auðlindanýting er ákvörðuð.„Hin illu uppistöðulón!" Uppistöðulón eða vatnsmiðlanir eru fylgifiskur flestra vatnsaflsvirkjana og kannski þau umhverfisáhrif sem eru mest umdeild og áberandi við virkjunarframkvæmdir. Þegar ný uppistöðulón verða til þá fer landsvæði sem áður stóð á þurru undir vatn. Slíkt tap á þurrlendi þarf að rökræða vel og kynna gagnvart almenningi líkt og Landsvirkjun hefur gert með tölvumyndum, á heimasíðu sinni, fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Almenningur á svo sjálfur að gera upp við sig hvort hann meti meira efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar eða landbreytinguna sem henni fylgir. Margir úthrópa lónin og vilja þau burt en það er nauðsynlegt að almenningur geri sér grein fyrir rekstrarlegu mikilvægi uppistöðulóna. Eins og flestir vita þá rennur frosið vatn heldur verr en fljótandi og það þýðir að afrennsli áa á Íslandi er minna yfir vetrarmánuðina. Til þess að jafna raforkuframleiðslu yfir árið eru miðlanir nýttar til að safna umframorku á sumrin sem nýta má yfir vetrartímann. Með öðrum orðum þá þyrfti fleiri virkjanir, með tilheyrandi umhverfisraski, til að anna vetrarraforkunotkun ef ekki væru uppistöðulón til að jafna framleiðsluna. Hagsmunir okkar allra hljóta að vera þeir, að fá sem mest fyrir það sem við eigum með sem minnstum kostnaði og gildir þá einu hvort verið er að skoða virkjun bæjarlækjarins eða stærri framkvæmdir. Því skiptir mestu að ákvarðanir um einstakar virkjunarframkvæmdir séu gerðar með upplýstum hætti líkt og stefnan var með Rammaáætlun. Þannig er hægt að ræða, í fyrsta lagi hvort eigi að virkja ákveðna kosti og síðan hvernig er hægt að fá sem mest af orku með sem minnstum umhverfislegum kostnaði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar