Lífið

Húmor, spenna og Bollywood

Tungl-nasisti Julia Dietze leikur hugsjónamanneskjuna og tungl-nasistann Renate Richter í kolsvörtu kómedíunni Iron Sky.
Tungl-nasisti Julia Dietze leikur hugsjónamanneskjuna og tungl-nasistann Renate Richter í kolsvörtu kómedíunni Iron Sky.
Fimm myndir verða frumsýndar á Indverskri kvikmyndahátíð í Bíói Paradís í kvöld. Um er að ræða rómantísku myndina Stóri dagurinn (Band Baaja Baaraat), vísindamyndina Vélmenni (Enthirian), spennumyndina Dhoom 2 og dramamyndirnar Talaðu (Bol) og Hálsmenið (Madrasapattinam).

Glæpamyndin Iron Sky verður frumsýnd á föstudaginn. Um er að ræða svarta kómedíu sem var að hluta til fjármögnuð af almenningi í gegnum internetið. Myndin fjallar um það þegar hópur nasista í leynilegri geimáætlun nær að koma sér undan tortímingu og flýja til myrkvaða hluta tunglsins undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Eftir langan undirbúning láta tungl-nasistarnir svo til skara skríða og leita hefnda með því að ráðast á jörðina.

Á föstudaginn kemur spennumyndin Battleship einnig í bíóhúsin en hún fjallar um alþjóðlegan herskipaflota sem liggur við höfn í Havaí og undirbýr viðamikla flotaæfingu. Vampíruleikarinn Alexander Skarsgård fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni og leikur Stone Hopper, liðsmann sjóhersins. Flotaforinginn Shane, leikinn af Liam Neeson, er faðir kærustu Hoppers og er hann lítið ánægður með plön dóttur sinnar að giftast sjóliðanum. Ágreiningur þeirra verður þó að bíða betri tíma þegar óþekktir andstæðingar ráðast á flotann á meðan á æfingunum stendur.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.