Fréttaskýring: Stýrivextirnir bíta á óverðtryggðu lánin Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2012 11:00 Meiri hluti nýrra lántakenda fasteignalána hjá viðskiptabönkunum hefur tekið óverðtryggð lán síðustu misseri. Fréttablaðið/GVA Viðskiptabankarnir fjórir hafa allir hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum nýverið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í mars. Allir hafa bankarnir hækkað vexti á lánum með breytilegum vöxtum og þá hafa Arion banki og Landsbankinn einnig hækkað vexti á lánum með fasta vexti fyrstu ár lánstímans. Íslandsbanki mun líklega gera það sama á næstunni. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en þau hafa notið talsverðra vinsælda frá því að bankarnir hófu fyrst að bjóða upp á valkostinn í haust. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðu lánunum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á tímabilinu. Í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að ákvörðun bankans um að hækka vexti um síðustu mánaðamót hafi verið tekin með hliðsjón af 0,25 prósentustiga hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í mars. Þá líti bankinn til fleiri þátta við vaxtaákvarðanir sínar, þar á meðal þróunar langtímavaxta á markaði. Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum. En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán, það er, þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti,“ segir Haraldur Guðni. Þá má samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka búast við því að vextir á óverðtryggðum fastvaxtalánum bankans verði hækkaðir á næstu vikum í ljósi hækkandi vaxtastigs á markaði. Viðskiptabankarnir fjórir, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki og MP banki, hófu allir að bjóða óverðtryggð fasteignalán á síðasta ári. Allir nema Arion banki bjóða upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en auk þess bjóða allir nema MP banki upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans, ýmist í þrjú eða fimm ár, og endurskoðunarákvæði í lok þess tíma. Frá því að bankarnir hófu að bjóða óverðtryggð fasteignalán hefur meirihluti og jafnvel mikill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Óverðtryggðu fastvaxtalánin hafa verið vinsælust en nokkur fjöldi hefur fremur kosið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Íbúðalánasjóður býður enn sem komið er ekki upp á óverðtryggð lán en áformar að hefja slíkar lánveitingar á síðari hluta þessa árs. Fréttablaðið birti þann 20. mars síðastliðinn fréttaskýringu um óverðtryggð fasteignalán þar sem rætt var við Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka. Jón lagði áherslu á að enginn einn valkostur væri bestur þegar tegund af íbúðaláni væri valin. Til margs þyrfti að líta og val hvers og eins réðist af þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo framvegis. Þá kom fram í fréttaskýringunni að stilla mætti upp samanburði á verðtryggðum og óverðtryggðum fasteignalánum á eftirfarandi hátt. Þeir sem taka óverðtryggð lán þurfa að greiða nokkru meira á mánuði og taka á sig meiri áhættu vegna vaxtaþróunar en á móti lækkar höfuðstóll lánsins jafnt og þétt og áhætta vegna þróunar verðbólgu er minni. Þeir sem hins vegar taka verðtryggð lán greiða nokkru minna á mánuði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta. Þeir þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun og áhættu vegna þróunar verðbólgu. Það ber að taka fram að nokkur tengsl eru á milli þróunar vaxta og verðbólgu. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Viðskiptabankarnir fjórir hafa allir hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum nýverið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í mars. Allir hafa bankarnir hækkað vexti á lánum með breytilegum vöxtum og þá hafa Arion banki og Landsbankinn einnig hækkað vexti á lánum með fasta vexti fyrstu ár lánstímans. Íslandsbanki mun líklega gera það sama á næstunni. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en þau hafa notið talsverðra vinsælda frá því að bankarnir hófu fyrst að bjóða upp á valkostinn í haust. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðu lánunum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á tímabilinu. Í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að ákvörðun bankans um að hækka vexti um síðustu mánaðamót hafi verið tekin með hliðsjón af 0,25 prósentustiga hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í mars. Þá líti bankinn til fleiri þátta við vaxtaákvarðanir sínar, þar á meðal þróunar langtímavaxta á markaði. Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum. En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán, það er, þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti,“ segir Haraldur Guðni. Þá má samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka búast við því að vextir á óverðtryggðum fastvaxtalánum bankans verði hækkaðir á næstu vikum í ljósi hækkandi vaxtastigs á markaði. Viðskiptabankarnir fjórir, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki og MP banki, hófu allir að bjóða óverðtryggð fasteignalán á síðasta ári. Allir nema Arion banki bjóða upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en auk þess bjóða allir nema MP banki upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans, ýmist í þrjú eða fimm ár, og endurskoðunarákvæði í lok þess tíma. Frá því að bankarnir hófu að bjóða óverðtryggð fasteignalán hefur meirihluti og jafnvel mikill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Óverðtryggðu fastvaxtalánin hafa verið vinsælust en nokkur fjöldi hefur fremur kosið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Íbúðalánasjóður býður enn sem komið er ekki upp á óverðtryggð lán en áformar að hefja slíkar lánveitingar á síðari hluta þessa árs. Fréttablaðið birti þann 20. mars síðastliðinn fréttaskýringu um óverðtryggð fasteignalán þar sem rætt var við Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka. Jón lagði áherslu á að enginn einn valkostur væri bestur þegar tegund af íbúðaláni væri valin. Til margs þyrfti að líta og val hvers og eins réðist af þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo framvegis. Þá kom fram í fréttaskýringunni að stilla mætti upp samanburði á verðtryggðum og óverðtryggðum fasteignalánum á eftirfarandi hátt. Þeir sem taka óverðtryggð lán þurfa að greiða nokkru meira á mánuði og taka á sig meiri áhættu vegna vaxtaþróunar en á móti lækkar höfuðstóll lánsins jafnt og þétt og áhætta vegna þróunar verðbólgu er minni. Þeir sem hins vegar taka verðtryggð lán greiða nokkru minna á mánuði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta. Þeir þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun og áhættu vegna þróunar verðbólgu. Það ber að taka fram að nokkur tengsl eru á milli þróunar vaxta og verðbólgu.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira