Fréttaskýring: Stýrivextirnir bíta á óverðtryggðu lánin Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2012 11:00 Meiri hluti nýrra lántakenda fasteignalána hjá viðskiptabönkunum hefur tekið óverðtryggð lán síðustu misseri. Fréttablaðið/GVA Viðskiptabankarnir fjórir hafa allir hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum nýverið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í mars. Allir hafa bankarnir hækkað vexti á lánum með breytilegum vöxtum og þá hafa Arion banki og Landsbankinn einnig hækkað vexti á lánum með fasta vexti fyrstu ár lánstímans. Íslandsbanki mun líklega gera það sama á næstunni. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en þau hafa notið talsverðra vinsælda frá því að bankarnir hófu fyrst að bjóða upp á valkostinn í haust. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðu lánunum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á tímabilinu. Í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að ákvörðun bankans um að hækka vexti um síðustu mánaðamót hafi verið tekin með hliðsjón af 0,25 prósentustiga hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í mars. Þá líti bankinn til fleiri þátta við vaxtaákvarðanir sínar, þar á meðal þróunar langtímavaxta á markaði. Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum. En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán, það er, þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti,“ segir Haraldur Guðni. Þá má samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka búast við því að vextir á óverðtryggðum fastvaxtalánum bankans verði hækkaðir á næstu vikum í ljósi hækkandi vaxtastigs á markaði. Viðskiptabankarnir fjórir, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki og MP banki, hófu allir að bjóða óverðtryggð fasteignalán á síðasta ári. Allir nema Arion banki bjóða upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en auk þess bjóða allir nema MP banki upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans, ýmist í þrjú eða fimm ár, og endurskoðunarákvæði í lok þess tíma. Frá því að bankarnir hófu að bjóða óverðtryggð fasteignalán hefur meirihluti og jafnvel mikill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Óverðtryggðu fastvaxtalánin hafa verið vinsælust en nokkur fjöldi hefur fremur kosið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Íbúðalánasjóður býður enn sem komið er ekki upp á óverðtryggð lán en áformar að hefja slíkar lánveitingar á síðari hluta þessa árs. Fréttablaðið birti þann 20. mars síðastliðinn fréttaskýringu um óverðtryggð fasteignalán þar sem rætt var við Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka. Jón lagði áherslu á að enginn einn valkostur væri bestur þegar tegund af íbúðaláni væri valin. Til margs þyrfti að líta og val hvers og eins réðist af þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo framvegis. Þá kom fram í fréttaskýringunni að stilla mætti upp samanburði á verðtryggðum og óverðtryggðum fasteignalánum á eftirfarandi hátt. Þeir sem taka óverðtryggð lán þurfa að greiða nokkru meira á mánuði og taka á sig meiri áhættu vegna vaxtaþróunar en á móti lækkar höfuðstóll lánsins jafnt og þétt og áhætta vegna þróunar verðbólgu er minni. Þeir sem hins vegar taka verðtryggð lán greiða nokkru minna á mánuði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta. Þeir þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun og áhættu vegna þróunar verðbólgu. Það ber að taka fram að nokkur tengsl eru á milli þróunar vaxta og verðbólgu. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Viðskiptabankarnir fjórir hafa allir hækkað vexti á óverðtryggðum fasteignalánum sínum nýverið í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í mars. Allir hafa bankarnir hækkað vexti á lánum með breytilegum vöxtum og þá hafa Arion banki og Landsbankinn einnig hækkað vexti á lánum með fasta vexti fyrstu ár lánstímans. Íslandsbanki mun líklega gera það sama á næstunni. Óverðtryggð fasteignalán hafa aðeins staðið neytendum til boða um skamma hríð en þau hafa notið talsverðra vinsælda frá því að bankarnir hófu fyrst að bjóða upp á valkostinn í haust. Ólíkt því sem lántakendur verðtryggðra lána eiga að venjast er þess að vænta að vextir á óverðtryggðu lánunum, og þar með greiðslubyrði þeirra, sveiflist nokkuð á tímabilinu. Í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa Landsbankans, við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að ákvörðun bankans um að hækka vexti um síðustu mánaðamót hafi verið tekin með hliðsjón af 0,25 prósentustiga hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum í mars. Þá líti bankinn til fleiri þátta við vaxtaákvarðanir sínar, þar á meðal þróunar langtímavaxta á markaði. Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að vextir hafa farið hækkandi í landinu sem og verðbólga. Ekki varð hjá því komist að endurspegla þá þróun í þessum kjörum. En rétt er að taka fram að þetta á aðeins við um ný lán, það er, þegar tekin lán eru áfram með fasta 6,45% vexti,“ segir Haraldur Guðni. Þá má samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka búast við því að vextir á óverðtryggðum fastvaxtalánum bankans verði hækkaðir á næstu vikum í ljósi hækkandi vaxtastigs á markaði. Viðskiptabankarnir fjórir, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbanki og MP banki, hófu allir að bjóða óverðtryggð fasteignalán á síðasta ári. Allir nema Arion banki bjóða upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en auk þess bjóða allir nema MP banki upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans, ýmist í þrjú eða fimm ár, og endurskoðunarákvæði í lok þess tíma. Frá því að bankarnir hófu að bjóða óverðtryggð fasteignalán hefur meirihluti og jafnvel mikill meirihluti lántakenda kosið að taka óverðtryggð lán. Óverðtryggðu fastvaxtalánin hafa verið vinsælust en nokkur fjöldi hefur fremur kosið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Íbúðalánasjóður býður enn sem komið er ekki upp á óverðtryggð lán en áformar að hefja slíkar lánveitingar á síðari hluta þessa árs. Fréttablaðið birti þann 20. mars síðastliðinn fréttaskýringu um óverðtryggð fasteignalán þar sem rætt var við Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóra viðskiptabankasviðs hjá Íslandsbanka. Jón lagði áherslu á að enginn einn valkostur væri bestur þegar tegund af íbúðaláni væri valin. Til margs þyrfti að líta og val hvers og eins réðist af þolgæði gagnvart áhættu, væntingum um þróun verðbólgu og vaxta og svo framvegis. Þá kom fram í fréttaskýringunni að stilla mætti upp samanburði á verðtryggðum og óverðtryggðum fasteignalánum á eftirfarandi hátt. Þeir sem taka óverðtryggð lán þurfa að greiða nokkru meira á mánuði og taka á sig meiri áhættu vegna vaxtaþróunar en á móti lækkar höfuðstóll lánsins jafnt og þétt og áhætta vegna þróunar verðbólgu er minni. Þeir sem hins vegar taka verðtryggð lán greiða nokkru minna á mánuði og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þróun vaxta. Þeir þurfa á móti að sætta sig við mun hægari eignamyndun og áhættu vegna þróunar verðbólgu. Það ber að taka fram að nokkur tengsl eru á milli þróunar vaxta og verðbólgu.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira