Erlent

Tvö flugmóðurskip á Persaflóa

Bandarísk hermálayfirvöld segja enga beina hernaðarógn valda því að ákveðið var að senda annað flugmóðurskip á Persaflóa.Fréttablaðið/AP
Bandarísk hermálayfirvöld segja enga beina hernaðarógn valda því að ákveðið var að senda annað flugmóðurskip á Persaflóa.Fréttablaðið/AP
Yfirmenn bandaríska flotans staðfestu í gær að þeir hefðu sent bandaríska flugmóðurskipið Enterprise á Persaflóa. Þar var fyrir annað flugmóðurskip, og þykir víst að hernaðaruppbyggingin tengist kjarnorkuáætlun Íran.

Sjaldgæft er að bandarísk hermálayfirvöld sjái ástæðu til að hafa tvö flugmóðurskip á þessu svæði, og hefur það aðeins gerst þrisvar áður síðasta áratug.

Flugmóðurskipin eiga að styðja við herafla Bandaríkjanna í Afganistan, verjast sómölskum sjóræningjum, og tryggja að olíuflutningaleiðir haldist opnar. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×