Lífið

Leyndardómar kjólsins

Mikil leynd hvíldi yfir brúðarkjól Kate Middleton.
Mikil leynd hvíldi yfir brúðarkjól Kate Middleton. nordicphotos/getty
Enn dúkka upp sögur um leynimakkið er umkringdi brúðarkjól Kate Middleton. Nýjasta sagan frá því hvernig Sarah Burton, yfirhönnuður hjá Alexander McQueen, fór að því að panta efnið í kjólinn án þess að upp um hana kæmist.

Línan sem McQueen sýndi í mars á síðasta ári innihélt mikið af kremlituðum kjólum sem margir minntu á brúðarkjóla. „Hvítu kjólarnir í línunni voru yfirhylming svo að hægt væri að panta efnið í brúðarkjólinn án þess að það vekti eftirtekt," var haft eftir Hamish Bowles, blaðamanni Vogue.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.