Hvað er Sahel? Stefán Ingi Stefánsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Daginn sem Snæfríður Emilía komst til læknis var hún aðframkomin. Bústnar kinnarnar voru orðnar innfallnar, hendurnar beinaberar. Foreldrarnir þekktu vart lengur tveggja ára gömlu stúlkuna sína. Hvað yrði um barnið þeirra? En kraftaverkin gerast enn. Fjórum vikum eftir að fislétt stúlka var lögð í hvítmálað rúm hafði hún þyngst vel og var farin að brosa. Tveimur mánuðum síðar var hún orðin eins og hún átti að sér að vera. Foreldrarnir önduðu léttar. Síðan litu þeir eitt andartak ringlaðir hvor á annan. Ef dóttir þeirra hefði ekki fengið meðhöndlun hefði hún veslast upp og dáið. Það skal nú upplýst að Snæfríður Emilía heitir í raun og sanni Fatíma. Hún á ekki heima í Grafarvogi eða Grundarfirði heldur í Tsjad. Slæmu fréttirnar eru að þessar vikur eru mörg börn í Tsjad í sömu stöðu og hún var – bráðavannærð. Góðu fréttirnar eru að það er mögulegt að hjálpa þeim. Vannærð börn þurfa alls ekki að láta lífið. Leiðir til að koma í veg fyrir það eru vel þekktar og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notar þær á hverjum einasta degi. Vítamínbætt og orkuríkt jarðhnetumauk, svokallað „plumpy-nut“, er meðal þess sem gerir kraftaverk fyrir börn eins og Fatímu. Þrír pakkar á dag, ásamt hreinu vatni, þurrmjólkurblöndum, saltupplausnum og lyfjum ef þess þarf – og meiri hluti barna nær sér á einungis fáeinum vikum. Í dag hringir UNICEF viðvörunarbjöllum um allan heim og biður fólk að beina sjónum að einu fátækasta svæði veraldar: Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku. Þar hefur hættuástand skapast. Miklir þurrkar valda búsifjum í átta ríkjum, uppskera hefur brugðist, skepnur drepist og vatnsból þornað. Ung börn eru iðulega fyrri til að veikjast en fullorðnir – og fljótari að falla. UNICEF er á staðnum og metur það svo að ein milljón ungra barna eigi á hættu að látast af völdum alvarlegrar bráðavannæringar. En það þarf ekki að gerast. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sahel. Allt starf samtakanna – stærstu barnahjálparsamtaka heims – er rekið með frjálsum framlögum. Á síðunni www.unicef.is má leggja söfnun UNICEF á Íslandi lið. Framlag þitt skiptir máli. Saman getum við komið þúsundum barna til hjálpar á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Daginn sem Snæfríður Emilía komst til læknis var hún aðframkomin. Bústnar kinnarnar voru orðnar innfallnar, hendurnar beinaberar. Foreldrarnir þekktu vart lengur tveggja ára gömlu stúlkuna sína. Hvað yrði um barnið þeirra? En kraftaverkin gerast enn. Fjórum vikum eftir að fislétt stúlka var lögð í hvítmálað rúm hafði hún þyngst vel og var farin að brosa. Tveimur mánuðum síðar var hún orðin eins og hún átti að sér að vera. Foreldrarnir önduðu léttar. Síðan litu þeir eitt andartak ringlaðir hvor á annan. Ef dóttir þeirra hefði ekki fengið meðhöndlun hefði hún veslast upp og dáið. Það skal nú upplýst að Snæfríður Emilía heitir í raun og sanni Fatíma. Hún á ekki heima í Grafarvogi eða Grundarfirði heldur í Tsjad. Slæmu fréttirnar eru að þessar vikur eru mörg börn í Tsjad í sömu stöðu og hún var – bráðavannærð. Góðu fréttirnar eru að það er mögulegt að hjálpa þeim. Vannærð börn þurfa alls ekki að láta lífið. Leiðir til að koma í veg fyrir það eru vel þekktar og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notar þær á hverjum einasta degi. Vítamínbætt og orkuríkt jarðhnetumauk, svokallað „plumpy-nut“, er meðal þess sem gerir kraftaverk fyrir börn eins og Fatímu. Þrír pakkar á dag, ásamt hreinu vatni, þurrmjólkurblöndum, saltupplausnum og lyfjum ef þess þarf – og meiri hluti barna nær sér á einungis fáeinum vikum. Í dag hringir UNICEF viðvörunarbjöllum um allan heim og biður fólk að beina sjónum að einu fátækasta svæði veraldar: Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku. Þar hefur hættuástand skapast. Miklir þurrkar valda búsifjum í átta ríkjum, uppskera hefur brugðist, skepnur drepist og vatnsból þornað. Ung börn eru iðulega fyrri til að veikjast en fullorðnir – og fljótari að falla. UNICEF er á staðnum og metur það svo að ein milljón ungra barna eigi á hættu að látast af völdum alvarlegrar bráðavannæringar. En það þarf ekki að gerast. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sahel. Allt starf samtakanna – stærstu barnahjálparsamtaka heims – er rekið með frjálsum framlögum. Á síðunni www.unicef.is má leggja söfnun UNICEF á Íslandi lið. Framlag þitt skiptir máli. Saman getum við komið þúsundum barna til hjálpar á næstu vikum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar