Hvað er Sahel? Stefán Ingi Stefánsson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Daginn sem Snæfríður Emilía komst til læknis var hún aðframkomin. Bústnar kinnarnar voru orðnar innfallnar, hendurnar beinaberar. Foreldrarnir þekktu vart lengur tveggja ára gömlu stúlkuna sína. Hvað yrði um barnið þeirra? En kraftaverkin gerast enn. Fjórum vikum eftir að fislétt stúlka var lögð í hvítmálað rúm hafði hún þyngst vel og var farin að brosa. Tveimur mánuðum síðar var hún orðin eins og hún átti að sér að vera. Foreldrarnir önduðu léttar. Síðan litu þeir eitt andartak ringlaðir hvor á annan. Ef dóttir þeirra hefði ekki fengið meðhöndlun hefði hún veslast upp og dáið. Það skal nú upplýst að Snæfríður Emilía heitir í raun og sanni Fatíma. Hún á ekki heima í Grafarvogi eða Grundarfirði heldur í Tsjad. Slæmu fréttirnar eru að þessar vikur eru mörg börn í Tsjad í sömu stöðu og hún var – bráðavannærð. Góðu fréttirnar eru að það er mögulegt að hjálpa þeim. Vannærð börn þurfa alls ekki að láta lífið. Leiðir til að koma í veg fyrir það eru vel þekktar og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notar þær á hverjum einasta degi. Vítamínbætt og orkuríkt jarðhnetumauk, svokallað „plumpy-nut“, er meðal þess sem gerir kraftaverk fyrir börn eins og Fatímu. Þrír pakkar á dag, ásamt hreinu vatni, þurrmjólkurblöndum, saltupplausnum og lyfjum ef þess þarf – og meiri hluti barna nær sér á einungis fáeinum vikum. Í dag hringir UNICEF viðvörunarbjöllum um allan heim og biður fólk að beina sjónum að einu fátækasta svæði veraldar: Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku. Þar hefur hættuástand skapast. Miklir þurrkar valda búsifjum í átta ríkjum, uppskera hefur brugðist, skepnur drepist og vatnsból þornað. Ung börn eru iðulega fyrri til að veikjast en fullorðnir – og fljótari að falla. UNICEF er á staðnum og metur það svo að ein milljón ungra barna eigi á hættu að látast af völdum alvarlegrar bráðavannæringar. En það þarf ekki að gerast. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sahel. Allt starf samtakanna – stærstu barnahjálparsamtaka heims – er rekið með frjálsum framlögum. Á síðunni www.unicef.is má leggja söfnun UNICEF á Íslandi lið. Framlag þitt skiptir máli. Saman getum við komið þúsundum barna til hjálpar á næstu vikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Daginn sem Snæfríður Emilía komst til læknis var hún aðframkomin. Bústnar kinnarnar voru orðnar innfallnar, hendurnar beinaberar. Foreldrarnir þekktu vart lengur tveggja ára gömlu stúlkuna sína. Hvað yrði um barnið þeirra? En kraftaverkin gerast enn. Fjórum vikum eftir að fislétt stúlka var lögð í hvítmálað rúm hafði hún þyngst vel og var farin að brosa. Tveimur mánuðum síðar var hún orðin eins og hún átti að sér að vera. Foreldrarnir önduðu léttar. Síðan litu þeir eitt andartak ringlaðir hvor á annan. Ef dóttir þeirra hefði ekki fengið meðhöndlun hefði hún veslast upp og dáið. Það skal nú upplýst að Snæfríður Emilía heitir í raun og sanni Fatíma. Hún á ekki heima í Grafarvogi eða Grundarfirði heldur í Tsjad. Slæmu fréttirnar eru að þessar vikur eru mörg börn í Tsjad í sömu stöðu og hún var – bráðavannærð. Góðu fréttirnar eru að það er mögulegt að hjálpa þeim. Vannærð börn þurfa alls ekki að láta lífið. Leiðir til að koma í veg fyrir það eru vel þekktar og UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, notar þær á hverjum einasta degi. Vítamínbætt og orkuríkt jarðhnetumauk, svokallað „plumpy-nut“, er meðal þess sem gerir kraftaverk fyrir börn eins og Fatímu. Þrír pakkar á dag, ásamt hreinu vatni, þurrmjólkurblöndum, saltupplausnum og lyfjum ef þess þarf – og meiri hluti barna nær sér á einungis fáeinum vikum. Í dag hringir UNICEF viðvörunarbjöllum um allan heim og biður fólk að beina sjónum að einu fátækasta svæði veraldar: Sahel-svæðinu í Vestur- og Mið-Afríku. Þar hefur hættuástand skapast. Miklir þurrkar valda búsifjum í átta ríkjum, uppskera hefur brugðist, skepnur drepist og vatnsból þornað. Ung börn eru iðulega fyrri til að veikjast en fullorðnir – og fljótari að falla. UNICEF er á staðnum og metur það svo að ein milljón ungra barna eigi á hættu að látast af völdum alvarlegrar bráðavannæringar. En það þarf ekki að gerast. Í dag hefst neyðarsöfnun UNICEF fyrir Sahel. Allt starf samtakanna – stærstu barnahjálparsamtaka heims – er rekið með frjálsum framlögum. Á síðunni www.unicef.is má leggja söfnun UNICEF á Íslandi lið. Framlag þitt skiptir máli. Saman getum við komið þúsundum barna til hjálpar á næstu vikum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar