Rafbækur í skólastarfi Óskar Þór Þráinsson skrifar 12. apríl 2012 15:00 Það gera fáir sér grein fyrir því hve mikið magn bóka fer í gegnum hendur hvers nemanda sem stundar nám í tólf til átján ár. Útlit þeirra og innihald er breytingum háð en í grunninn eru þetta allt bækur sem kenna okkur að nema, skilja heiminn í kringum okkur og undirbúa okkur undir lífið. Bækurnar breytast og tæknin með og nú er rafbókin, nýjasta form bóka, farin að láta á sér kræla í íslenska skólakerfinu. Rafbækur eru skrár á tölvutæku formi sem virka á hliðstæðan hátt og bækur. Þær eru til á ólíkum formum sem hægt er að lesa í mismunandi tækjum en byggja allar á sömu grundvallarreglu. Rafbækur eru tölvuskrár sem innihalda texta og myndir og eru framsettar á staðlaðan hátt. Ákveðnar tegundir rafbóka geta einnig komist lengra og innihaldið margmiðlunarefni svo sem hljóð, myndskeið, tengla á ítarefni og geta jafnvel verið gagnvirkar. Að hluta til eiga rafbækur meira sameiginlegt með vefsíðum heldur en prentuðum bókum enda byggir rafbókatæknin á sömu stöðlum og vefsíður. Rafbækur eru ólíkar bókum á Pdf formi að því leyti að staðsetning texta og mynda er ekki fast negld niður heldur er flæðandi og getur breyst. Helsti kostur rafbóka fram yfir prentuðu bókina er að lesandinn stjórnar lestrarupplifuninni. Lesandinn getur aðlagað rafbókina að sínum þörfum með því að stjórna stærð texta, leturgerð, lit texta og bakgrunns og getur oft stækkað og minnkað myndir. Þetta eru dýrmætir möguleikar sem veita ýmsum hópum svo sem lesblindum, sjóndöprum og blindum aukið aðgengi að bókum. Rafrænn texti eykur einnig möguleika á að leita í texta, finna viðeigandi upplýsingar fljótt og örugglega og býður upp á að glósa heilu málsgreinarnar án fyrirhafnar. Það er útbreiddur misskilningur að rafbækur þurfi að lesa í sérstökum lestækjum. Reyndin er að rafbækur er hægt að lesa í mörgum tækjum svo sem í hefðbundnum borð- og fartölvum, snjallsímum, lófatölvum, snjalltöflum eins og GalaxyTab eða iPad eða í sérhönnuðum lestöflum eins og Kindle eða Nook. Þessi tæki innihalda eða geta notað hugbúnað til þess að lesa ákveðnar tegundir rafbóka. Lestæki eru heldur ekki háð ákveðnum rafbókaveitum. Öll ofangreind tæki geta lesið rafbækur frá fjölda netverslana og rafbókaveitna. Rafbækur og lestæki eru því algjörlega aðskildir hlutir og óháð hvert öðru. Það er því mikilvægt að hafa í huga að rafbókavæðing náms- og lestrarbóka er ekki háð ákveðnum tækjum. Tölvukostur leik-, grunn-, framhalds- og háskóla er þegar reiðubúinn til þess að veita kennurum og nemendum aðgang að rafbókum án fjárfestinga í lestækjakosti. Gerð rafbóka lýtur að mestu leyti sömu lögmálum og gerð prentaðra bóka. Skrifa þarf texta, setja inn myndir, skipuleggja framsetningu efnis og vanda til frágangs og uppsetningar. Með vandaðri ritstjórn geta rafbækur verið í stöðugri þróun. Þar sem rafbækur eru í eðli sínu rafrænar er auðvelt að lagfæra villur, endurskoðun efnis getur átt sér stað reglulega og þróun námsefnis getur verið lifandi án þess að því fylgi kostnaður við prentun, endurprentun og dreifingu. Rafbókavæðing skólakerfisins snýr ekki eingöngu að námsbókum. Skólakerfið byggir einnig á lestri bókmennta. Um leið og nemendur og kennarar tileinka sér rafrænar námsbækur liggur beint við að nota almennar bækur á rafbókaformi. Nemendur geta tileinkað sér rafbækur í lestrarnámi og til afþreyingar. Skólabókasöfn geta þannig þróast í rafskólabókasöfn fyrir náms-, fræði- og afþreyingabækur og miðstöð þekkingar innan skólanna. Nemendur, kennarar og starfsfólk geta nálgast nýjar og gamlar bækur á bókasöfnum skólanna. Rafbækur bjóða upp á gífurlega marga möguleika í skólastarfi. Það er skylda okkar að vera opin fyrir nýjungum og leita leiða til framþróunar og endurbóta. Tökum fagnandi á móti nýrri tækni og tileinkum okkur hana skólakerfinu til framdráttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það gera fáir sér grein fyrir því hve mikið magn bóka fer í gegnum hendur hvers nemanda sem stundar nám í tólf til átján ár. Útlit þeirra og innihald er breytingum háð en í grunninn eru þetta allt bækur sem kenna okkur að nema, skilja heiminn í kringum okkur og undirbúa okkur undir lífið. Bækurnar breytast og tæknin með og nú er rafbókin, nýjasta form bóka, farin að láta á sér kræla í íslenska skólakerfinu. Rafbækur eru skrár á tölvutæku formi sem virka á hliðstæðan hátt og bækur. Þær eru til á ólíkum formum sem hægt er að lesa í mismunandi tækjum en byggja allar á sömu grundvallarreglu. Rafbækur eru tölvuskrár sem innihalda texta og myndir og eru framsettar á staðlaðan hátt. Ákveðnar tegundir rafbóka geta einnig komist lengra og innihaldið margmiðlunarefni svo sem hljóð, myndskeið, tengla á ítarefni og geta jafnvel verið gagnvirkar. Að hluta til eiga rafbækur meira sameiginlegt með vefsíðum heldur en prentuðum bókum enda byggir rafbókatæknin á sömu stöðlum og vefsíður. Rafbækur eru ólíkar bókum á Pdf formi að því leyti að staðsetning texta og mynda er ekki fast negld niður heldur er flæðandi og getur breyst. Helsti kostur rafbóka fram yfir prentuðu bókina er að lesandinn stjórnar lestrarupplifuninni. Lesandinn getur aðlagað rafbókina að sínum þörfum með því að stjórna stærð texta, leturgerð, lit texta og bakgrunns og getur oft stækkað og minnkað myndir. Þetta eru dýrmætir möguleikar sem veita ýmsum hópum svo sem lesblindum, sjóndöprum og blindum aukið aðgengi að bókum. Rafrænn texti eykur einnig möguleika á að leita í texta, finna viðeigandi upplýsingar fljótt og örugglega og býður upp á að glósa heilu málsgreinarnar án fyrirhafnar. Það er útbreiddur misskilningur að rafbækur þurfi að lesa í sérstökum lestækjum. Reyndin er að rafbækur er hægt að lesa í mörgum tækjum svo sem í hefðbundnum borð- og fartölvum, snjallsímum, lófatölvum, snjalltöflum eins og GalaxyTab eða iPad eða í sérhönnuðum lestöflum eins og Kindle eða Nook. Þessi tæki innihalda eða geta notað hugbúnað til þess að lesa ákveðnar tegundir rafbóka. Lestæki eru heldur ekki háð ákveðnum rafbókaveitum. Öll ofangreind tæki geta lesið rafbækur frá fjölda netverslana og rafbókaveitna. Rafbækur og lestæki eru því algjörlega aðskildir hlutir og óháð hvert öðru. Það er því mikilvægt að hafa í huga að rafbókavæðing náms- og lestrarbóka er ekki háð ákveðnum tækjum. Tölvukostur leik-, grunn-, framhalds- og háskóla er þegar reiðubúinn til þess að veita kennurum og nemendum aðgang að rafbókum án fjárfestinga í lestækjakosti. Gerð rafbóka lýtur að mestu leyti sömu lögmálum og gerð prentaðra bóka. Skrifa þarf texta, setja inn myndir, skipuleggja framsetningu efnis og vanda til frágangs og uppsetningar. Með vandaðri ritstjórn geta rafbækur verið í stöðugri þróun. Þar sem rafbækur eru í eðli sínu rafrænar er auðvelt að lagfæra villur, endurskoðun efnis getur átt sér stað reglulega og þróun námsefnis getur verið lifandi án þess að því fylgi kostnaður við prentun, endurprentun og dreifingu. Rafbókavæðing skólakerfisins snýr ekki eingöngu að námsbókum. Skólakerfið byggir einnig á lestri bókmennta. Um leið og nemendur og kennarar tileinka sér rafrænar námsbækur liggur beint við að nota almennar bækur á rafbókaformi. Nemendur geta tileinkað sér rafbækur í lestrarnámi og til afþreyingar. Skólabókasöfn geta þannig þróast í rafskólabókasöfn fyrir náms-, fræði- og afþreyingabækur og miðstöð þekkingar innan skólanna. Nemendur, kennarar og starfsfólk geta nálgast nýjar og gamlar bækur á bókasöfnum skólanna. Rafbækur bjóða upp á gífurlega marga möguleika í skólastarfi. Það er skylda okkar að vera opin fyrir nýjungum og leita leiða til framþróunar og endurbóta. Tökum fagnandi á móti nýrri tækni og tileinkum okkur hana skólakerfinu til framdráttar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun