Höfnum hækkun bílastæðagjalda Snædís Karlsdóttir skrifar 29. mars 2012 06:00 Ég bjó einu sinni í Þingholtunum með móður minni. Við þá götu eru stöðumælar sem hafa alla tíð valdið mér miklu hugarangri. Þegar vinir og fjölskylda hugðust heimsækja mig þurftu þau að sætta sig við það að borga fyrir það að leggja bílnum í ásættanlegri fjarlægð frá húsinu. Þessi tiltekna gata er bara venjuleg íbúðargata og hún liggur að Skólavörðustígnum. Stöðumælarnir eru þó ekki alslæmir. Þegar ég bjó þarna sá ég að klinkið sem gestirnir þurftu að greiða í mælana er fórnarkostnaður þess að stæðin séu ekki teppt allan liðlangan daginn af fólki sem vinnur í nágrenninu. Ég lærði því að lifa í sátt við þá, því það er jú illskárri kostur að bjóða gestum upp á gjaldskyld stæði frekar en engin stæði. Það er rétt að taka það strax fram að ég hef setið báðum megin borðsins í þessu máli því nú er ég flutt úr miðbænum og því búin að taka að mér hlutverk gests stöðumælasvæðisins. Þegar ég fer að heimsækja móður mína, sem gerist nánast daglega, þá verð ég að borga í stöðumæli ellegar sitja uppi með himinháar sektir. Í mínu tilfelli gerir þetta það að verkum að ég reyni að koma ekki nema þegar stöðumælarnir eru í „fríi“, sem er eftir kl. 18 á virkum dögum. Þetta er það sem kaupmenn miðbæjarins þurfa líka að sætta sig við. Eðlilega vill enginn hafa stöðumæla fyrir utan verslunina sína en ef það er það sem þarf til þess að stæðin séu ekki í notkun allan daginn af öðrum en viðskiptavinum þá eru kostir þeirra fleiri en gallarnir. Hlutverk gjaldskyldra stæðaSýn mín á gjaldskyld stæði er því þessi; gjaldskyldan er í þágu okkar allra. Ég hef aldrei litið þannig á það að ég sé að borga fyrir það eitt að fá að leggja bílnum mínum þegar ég set pening í stöðumæli enda væri það fráleitt að það kostaði að leggja í einu hverfi en ekki öðru. Ég hef litið á það þannig að þetta væri allt í þágu íbúa svæðisins, af ofangreindum ástæðum, og ekki síður þeirra sem reka fyrirtæki þar. Að leggja í þessi stæði á ekki að vera mikill kostnaður nema að þú sért í því allan daginn. Þeir sem þurfa að stoppa á þessum gjaldskyldu stæðum í lengri tíma hafa þess kost að leggja í bílastæðahús sem er mun hagstæðara. Reyndar finnst mér að það ætti að vera frítt fyrsta klukkutímann til þess að fleiri myndu nota húsin en það er kannski aðeins út fyrir efnið að svo stöddu. Skert samkeppnishæfni verslana svæðisinsStjórn FUF í Reykjavík birti nýlega eftirfarandi ályktun: Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykjavíkur. Þessi aðgerð mun fæla fólk frá hverfinu og veikja samkeppnishæfni verslana í miðborginni. Ungir framsóknarmenn í Reykjavík minna á það að stöðumælarnir eru nú þegar að þjóna tilgangi sínum sem er að rýma stæðin reglulega og tökum við því undir með verslunareigendum að hækkunin sé fullkomlega óþörf. Tilefni ályktunarinnar er að nú stendur til að hækka gjald fyrir bílastæðin úr 150 kr. á klst. í 250 kr. og lengja gjaldskyldan tíma. Tillögunni hefur nú þegar verið beint til borgarráðs og ef hún verður staðfest er áformað að þetta taki gildi 15. apríl næstkomandi. Að nota stöðumælana til þess að auka innkomu borgarinnar þegar þrengir að er augljóslega á skjön við þær hugmyndir sem ég hef um notagildi mælanna. Þeir verslunareigendur sem þegar hafa tjáð sig um málið eru sammála um að flæðið í og úr stæðunum er fullkomlega ásættanlegt í núverandi ástandi og sem fyrrverandi íbúi og tíður gestur svæðisins er ég því sammála. Úr tilkynningu frá Reykjavíkurborg er þessi hækkun m.a. réttlætt með því að skýra frá því að þessi gjöld séu mun hærri í borgum skandinavískra frænda okkar. Þetta þykir mér þunn rök í ljósi stöðu margra verslana miðborgarinnar okkar. Við vitum öll, sem kærum okkur um að vita, að það hefur verið mikið vandamál að fá Íslendinga til þess að klæða sig í gallann yfir vetrarmánuðina og nota Laugaveginn til jafns við verslunarmiðstöðvarnar. Illa ígrundaðar og illa tímasettar hækkanir gætu fælt þá fáu sem þó gera það frá sem myndi fljótt skila sér út í verðlagið og setja af stað dómínóáhrif í gegnum veikar stoðir samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég bjó einu sinni í Þingholtunum með móður minni. Við þá götu eru stöðumælar sem hafa alla tíð valdið mér miklu hugarangri. Þegar vinir og fjölskylda hugðust heimsækja mig þurftu þau að sætta sig við það að borga fyrir það að leggja bílnum í ásættanlegri fjarlægð frá húsinu. Þessi tiltekna gata er bara venjuleg íbúðargata og hún liggur að Skólavörðustígnum. Stöðumælarnir eru þó ekki alslæmir. Þegar ég bjó þarna sá ég að klinkið sem gestirnir þurftu að greiða í mælana er fórnarkostnaður þess að stæðin séu ekki teppt allan liðlangan daginn af fólki sem vinnur í nágrenninu. Ég lærði því að lifa í sátt við þá, því það er jú illskárri kostur að bjóða gestum upp á gjaldskyld stæði frekar en engin stæði. Það er rétt að taka það strax fram að ég hef setið báðum megin borðsins í þessu máli því nú er ég flutt úr miðbænum og því búin að taka að mér hlutverk gests stöðumælasvæðisins. Þegar ég fer að heimsækja móður mína, sem gerist nánast daglega, þá verð ég að borga í stöðumæli ellegar sitja uppi með himinháar sektir. Í mínu tilfelli gerir þetta það að verkum að ég reyni að koma ekki nema þegar stöðumælarnir eru í „fríi“, sem er eftir kl. 18 á virkum dögum. Þetta er það sem kaupmenn miðbæjarins þurfa líka að sætta sig við. Eðlilega vill enginn hafa stöðumæla fyrir utan verslunina sína en ef það er það sem þarf til þess að stæðin séu ekki í notkun allan daginn af öðrum en viðskiptavinum þá eru kostir þeirra fleiri en gallarnir. Hlutverk gjaldskyldra stæðaSýn mín á gjaldskyld stæði er því þessi; gjaldskyldan er í þágu okkar allra. Ég hef aldrei litið þannig á það að ég sé að borga fyrir það eitt að fá að leggja bílnum mínum þegar ég set pening í stöðumæli enda væri það fráleitt að það kostaði að leggja í einu hverfi en ekki öðru. Ég hef litið á það þannig að þetta væri allt í þágu íbúa svæðisins, af ofangreindum ástæðum, og ekki síður þeirra sem reka fyrirtæki þar. Að leggja í þessi stæði á ekki að vera mikill kostnaður nema að þú sért í því allan daginn. Þeir sem þurfa að stoppa á þessum gjaldskyldu stæðum í lengri tíma hafa þess kost að leggja í bílastæðahús sem er mun hagstæðara. Reyndar finnst mér að það ætti að vera frítt fyrsta klukkutímann til þess að fleiri myndu nota húsin en það er kannski aðeins út fyrir efnið að svo stöddu. Skert samkeppnishæfni verslana svæðisinsStjórn FUF í Reykjavík birti nýlega eftirfarandi ályktun: Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykjavíkur. Þessi aðgerð mun fæla fólk frá hverfinu og veikja samkeppnishæfni verslana í miðborginni. Ungir framsóknarmenn í Reykjavík minna á það að stöðumælarnir eru nú þegar að þjóna tilgangi sínum sem er að rýma stæðin reglulega og tökum við því undir með verslunareigendum að hækkunin sé fullkomlega óþörf. Tilefni ályktunarinnar er að nú stendur til að hækka gjald fyrir bílastæðin úr 150 kr. á klst. í 250 kr. og lengja gjaldskyldan tíma. Tillögunni hefur nú þegar verið beint til borgarráðs og ef hún verður staðfest er áformað að þetta taki gildi 15. apríl næstkomandi. Að nota stöðumælana til þess að auka innkomu borgarinnar þegar þrengir að er augljóslega á skjön við þær hugmyndir sem ég hef um notagildi mælanna. Þeir verslunareigendur sem þegar hafa tjáð sig um málið eru sammála um að flæðið í og úr stæðunum er fullkomlega ásættanlegt í núverandi ástandi og sem fyrrverandi íbúi og tíður gestur svæðisins er ég því sammála. Úr tilkynningu frá Reykjavíkurborg er þessi hækkun m.a. réttlætt með því að skýra frá því að þessi gjöld séu mun hærri í borgum skandinavískra frænda okkar. Þetta þykir mér þunn rök í ljósi stöðu margra verslana miðborgarinnar okkar. Við vitum öll, sem kærum okkur um að vita, að það hefur verið mikið vandamál að fá Íslendinga til þess að klæða sig í gallann yfir vetrarmánuðina og nota Laugaveginn til jafns við verslunarmiðstöðvarnar. Illa ígrundaðar og illa tímasettar hækkanir gætu fælt þá fáu sem þó gera það frá sem myndi fljótt skila sér út í verðlagið og setja af stað dómínóáhrif í gegnum veikar stoðir samfélagsins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar