Þjóðareign og ríkiseign í tillögum stjórnlagaráðs Skúli Magnússon skrifar 28. mars 2012 09:00 Í stjórnlaganefnd, sem hafði m.a. það hlutverk að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá til stjórnlagaþings, var samstaða um að í fyrsta kafla stjórnarskrárinnar („Undirstöður") kæmi fram ákvæði um að auðlindir í náttúru Íslands væru þjóðareign sem nýta bæri á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Í ákvæðinu var jafnframt kveðið á um skyldu ríkisins til auðlindastýringar og tekin af tvímæli um að heimilt væri að heimta gjald fyrir nýtingarheimildir. Þá var því slegið föstu að nýtingarheimildir yfir náttúruauðlindum, sem ekki væru háðar einkaeignarrétti, skyldu aldrei leiða til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis einkaaðila yfir þeim. Í ákvæði stjórnlaganefndar felst að „þjóðareign" vísar ekki til eignarréttar í lagalegum skilningi – hvorki ríkiseignar né sérstaks (nýs) eignarforms. Þvert á móti vísar hugtakið til þeirrar hugmyndar að náttúruauðlindir Íslands séu gæði sem þjóðin öll hefur ríka hagsmuni af (ekki ósvipað því að við, þjóðin, „eigum" tungu, bókmenntir, landslið í handbolta, o.s.frv.). Af þessu leiðir að auðlindir í þjóðareign geta lagalega verið háðar eignarrétti einkaaðila, eign ríkisins eða verið eigendalausar. Í tillögum stjórnlagaráðs, þar sem gert er ráð fyrir því að auðlindaákvæði sé komið fyrir í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, er farin önnur leið við afmörkun hugtaksins „þjóðareign". Þar er hugtakið látið vísa til og skapa beinan eignarrétt ríkisins í lagalegum skilningi. Í ákvæði stjórnlagaráðs er svo að finna nánari reglur um meðferð og stjórn hinna nýju ríkiseigna. Í raun eru það því þessar reglur sem greina þessa ríkiseign frá öðrum eignum ríkisins. Sú nálgun sem stjórnlagaráð leggur til grundvallar (og er sambærileg þeirri sem fram kom í skýrslu auðlindanefndar árið 2000) er í fyrsta lagi því marki brennd að hún tekur ekki til auðlinda í einkaeigu. Stjórnlaganefnd taldi hins vegar fulla ástæðu til að árétta að allar auðlindir – hvort sem þær væru í einkaeigu, ríkiseigu eða eigendalausar – bæri að nýta með sjálfbærum hætti til hagsbóta landsmönnum öllum. Í annan stað veldur nálgun stjórnlagaráðs vafa gagnvart eigendalausum auðlindum, t.d. vindorku, sólarorku og hreyfingum sjávarfalla. Hvernig hefur stjórnlagaráð séð fyrir sér að ríkið verði beinn eigandi þessara auðlinda og með hvaða réttaráhrifum? Því miður eru nytjastofnarnir, sem taldir eru sérstaklega upp sem þjóðareign í ákvæði stjórnlagaráðs, ekki undanskildir þeim vafa sem hér um ræðir. Það leiðir af eðli eignarréttarins að villt dýr, s.s. fiskur, geta ekki verið „eign" manns (nema þau séu fönguð). Þegar um slíkar auðlindir er að ræða er það því veiði- eða nýtingarrétturinn sem er andlag eignarréttar. Væntanlega ber að skilja tillögu stjórnlagaráðs á þá leið að hvers kyns nýtingarréttur að nytjastofnum innan íslenskrar lögsögu sé lýstur ríkiseign. Tillagan er þó tæplega skýr um þetta eða hvaða beinu þýðingu þessari ríkiseign er ætlað að hafa við hagnýtingu auðlindarinnar. Halda má því fram að eignarréttarleg skilgreining á auðlindum sé aukaatriði samanborið við þær reglur sem gilda um stjórn og nýtingu auðlinda, þ.á m. veitingu nýtingarheimilda til einkaaðila og lagalega stöðu þeirra heimilda. Álitamál um þessi umdeildu atriði verða hins vegar ekki leidd til lykta með þeim einfalda hætti að lýsa hvers kyns auðlindir eignir ríkisins, allra síst þegar slíkt ríkiseignarhugtak og þýðing þess fyrir auðlindanýtingu hefur ekki verið hugsað til enda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnlaganefnd, sem hafði m.a. það hlutverk að leggja fram hugmyndir að nýrri stjórnarskrá til stjórnlagaþings, var samstaða um að í fyrsta kafla stjórnarskrárinnar („Undirstöður") kæmi fram ákvæði um að auðlindir í náttúru Íslands væru þjóðareign sem nýta bæri á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Í ákvæðinu var jafnframt kveðið á um skyldu ríkisins til auðlindastýringar og tekin af tvímæli um að heimilt væri að heimta gjald fyrir nýtingarheimildir. Þá var því slegið föstu að nýtingarheimildir yfir náttúruauðlindum, sem ekki væru háðar einkaeignarrétti, skyldu aldrei leiða til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis einkaaðila yfir þeim. Í ákvæði stjórnlaganefndar felst að „þjóðareign" vísar ekki til eignarréttar í lagalegum skilningi – hvorki ríkiseignar né sérstaks (nýs) eignarforms. Þvert á móti vísar hugtakið til þeirrar hugmyndar að náttúruauðlindir Íslands séu gæði sem þjóðin öll hefur ríka hagsmuni af (ekki ósvipað því að við, þjóðin, „eigum" tungu, bókmenntir, landslið í handbolta, o.s.frv.). Af þessu leiðir að auðlindir í þjóðareign geta lagalega verið háðar eignarrétti einkaaðila, eign ríkisins eða verið eigendalausar. Í tillögum stjórnlagaráðs, þar sem gert er ráð fyrir því að auðlindaákvæði sé komið fyrir í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, er farin önnur leið við afmörkun hugtaksins „þjóðareign". Þar er hugtakið látið vísa til og skapa beinan eignarrétt ríkisins í lagalegum skilningi. Í ákvæði stjórnlagaráðs er svo að finna nánari reglur um meðferð og stjórn hinna nýju ríkiseigna. Í raun eru það því þessar reglur sem greina þessa ríkiseign frá öðrum eignum ríkisins. Sú nálgun sem stjórnlagaráð leggur til grundvallar (og er sambærileg þeirri sem fram kom í skýrslu auðlindanefndar árið 2000) er í fyrsta lagi því marki brennd að hún tekur ekki til auðlinda í einkaeigu. Stjórnlaganefnd taldi hins vegar fulla ástæðu til að árétta að allar auðlindir – hvort sem þær væru í einkaeigu, ríkiseigu eða eigendalausar – bæri að nýta með sjálfbærum hætti til hagsbóta landsmönnum öllum. Í annan stað veldur nálgun stjórnlagaráðs vafa gagnvart eigendalausum auðlindum, t.d. vindorku, sólarorku og hreyfingum sjávarfalla. Hvernig hefur stjórnlagaráð séð fyrir sér að ríkið verði beinn eigandi þessara auðlinda og með hvaða réttaráhrifum? Því miður eru nytjastofnarnir, sem taldir eru sérstaklega upp sem þjóðareign í ákvæði stjórnlagaráðs, ekki undanskildir þeim vafa sem hér um ræðir. Það leiðir af eðli eignarréttarins að villt dýr, s.s. fiskur, geta ekki verið „eign" manns (nema þau séu fönguð). Þegar um slíkar auðlindir er að ræða er það því veiði- eða nýtingarrétturinn sem er andlag eignarréttar. Væntanlega ber að skilja tillögu stjórnlagaráðs á þá leið að hvers kyns nýtingarréttur að nytjastofnum innan íslenskrar lögsögu sé lýstur ríkiseign. Tillagan er þó tæplega skýr um þetta eða hvaða beinu þýðingu þessari ríkiseign er ætlað að hafa við hagnýtingu auðlindarinnar. Halda má því fram að eignarréttarleg skilgreining á auðlindum sé aukaatriði samanborið við þær reglur sem gilda um stjórn og nýtingu auðlinda, þ.á m. veitingu nýtingarheimilda til einkaaðila og lagalega stöðu þeirra heimilda. Álitamál um þessi umdeildu atriði verða hins vegar ekki leidd til lykta með þeim einfalda hætti að lýsa hvers kyns auðlindir eignir ríkisins, allra síst þegar slíkt ríkiseignarhugtak og þýðing þess fyrir auðlindanýtingu hefur ekki verið hugsað til enda.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun