Boltinn hjá þjóðinni 26. mars 2012 08:00 Fyrsta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldissögunnar um mál sem liggur fyrir Alþingi fer fram samhliða forsetakjöri þann 30. júní næstkomandi – nái þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fram að ganga. Þá verður þjóðin spurð álits á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og fimm valkostum. Frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944 hefur þjóðin aldrei verið spurð álits á nokkru máli sem Alþingi hefur haft til meðferðar. Ísland er raunar á meðal þeirra vestrænna ríkja þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru hvað fátíðastar – þó svo að forseti Íslands hafi þrívegis vísað afgreiddum lögum Alþingis til þjóðarinnar; fyrst í fjölmiðlamálinu og svo tvisvar í Icesave. Fylgjendur beins lýðræðis hljóta að fagna því að þjóðin fái nú loks að vera með í ráðum í ákvarðanatöku um mikilvægt mál. Langur aðdragandiVel fer á því að þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla að frumkvæði Alþingis skuli fara fram um stjórnarskrána. Ekki aðeins er það í anda frumvarps Stjórnlagaráðs að hafa fólkið með í ráðum heldur hefur allar götur frá lýðveldistökunni staðið til að íslenska þjóðin setji sér sína eigin stjórnarskrá. Þá var ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Og sem Kristján IX hafði rétt okkur árið 1874. Krafan um þjóðareiningu varð til þess að ekki þótti hættandi á það að átök um stjórnarskrárbreytingar myndu varpa skugga á lýðveldistökuna. Þó féll danska stjórnarskráin í hóp þeirra sem urðu til við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis og endurspeglaði trauðla þá róttæku stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði eftir að nýtt lýðræðiskerfi festist í sessi. Því varð úr að stefnt skyldi að heildarendurskoðun á stjórnarskránni strax eftir lýðveldistökuna – eins og til dæmis kom fram í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar sem tók við völdum haustið 1944. Töf varð á og þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda hefur Alþingi reynst ófært um að ná saman um heildstæða endurskoðun á grundvallarlögum landsins – þó svo að margvíslegar smávægilegar breytingar hafa vissulega verið gerðar, svo sem nýr mannréttindakafli árið 1995. Að formi til endurspeglar núgildandi stjórnarskrá enn þessa gömlu togstreitu – á milli einvaldsins og fulltrúa fólksins. Lýðræðislegt ferliAð loknu viðamiklu lýðræðislegu ferli liggja nú loks fyrir drög að stjórnarskrá sem Íslendingar hafa samið sjálfir. Alþingi blés til allsherjarkosninga til stjórnlagaþings (sem svo varð að þingkjörnu Stjórnlagaráði eftir að sex dómarar ógiltu kosninguna á grundvelli tæknilegra ágalla án þess þó að bera brigður á niðurstöðuna). Á sjötta hundrað manns buðu sig fram og rúm 84 þúsund tóku þátt. Blásið var til þúsund manna þjóðfundar sem í kjölfar frjórra samtala varpaði fram ótal hugmyndum sem stjórnlaganefnd, skipuð sérvöldum sérfræðingum, notaði til að vinna viðamikla skýrslu upp í hendurnar á Stjórnlagaráði. Með aðstoð allra mögulegra miðla hafði Stjórnlagaráð svo stöðugt og opið samráð við hvern þann sem vildi og fékk þannig þúsundir erinda og ábendinga til úrvinnslu. TilboðiðSá galli er þó á gjöf Njarðar að fjölmiðlar hafa einkum flutt fréttir af málsmeðferðinni fremur en innihaldinu. En við hljótum að treysta á að úr bætist í aðdraganda kosninganna. Nýja stjórnarskráin felur í sér tilboð til þjóðarinnar; svo sem um aukið lýðræði, tryggari mannréttindi, persónukjör, skýrari aðskilnað valdþáttanna, jafnt vægi atkvæða, faglegar ráðningar í æðstu embætti og að náttúruauðlindir séu í þjóðareign. Meginmarkmiðið var þó að einfalda og skýra stjórnarskrána svo hver maður geti lesið hana og skilið stjórnskipan landsins. Við það glata útvaldir stjórnskipunarsérfræðingar að vísu nokkru af túlkunarvaldi sínu sem kann að skýra afundna afstöðu sumra þeirra. Tveir fulltrúar úr stjórnlaganefndinni hafa til að mynda fundið að ýmsu því sem rataði í stjórnarskrárdrögin að tillögu annarra sérfræðinga í nefndinni. En sérfræðinganefndin klofnaði eiginlega alveg í tvennt. Þá fann einn stjórnmálafræðiprófessorinn einkum að því að ekki væri gert ráð fyrir að minnihluti þings gæti vísað lögum í þjóðaratkvæði á meðan kollegi hans gagnrýndi okkur einkum fyrir að opna á þá sömu leið á fjögurra daga vinnufundi Stjórnlagaráðs um daginn. Hér er því ansi vandratað. En álit sérfræðinganna er oft aðeins byggt á eigin stjórnarskrárpólitískri afstöðu – sem hverjum manni er frjálst að hafa. Þjóðin ræður förÞær tillögur sem nú liggja fyrir þjóðinni eru afrakstur viðamikillar vinnu margs fólks yfir langan tíma. Enginn fékk sína óskastjórnarskrá en öll vorum við í Stjórnlagaráði sannfærð um að sú nýja væri langtum betri en sú gamla. Þess vegna samþykktum við hana einróma. En nú er boltinn sem sé hjá þjóðinni sjálfri. Lítist henni vel á verða niðurstöðurnar úr kjörinu um valkostina ofnar inn í frumvarpið og lagðar fyrir Alþingi sem vitaskuld hefur síðasta orðið. Lítist fólki hins vegar illa á málið er það einfaldlega úr sögunni. Jafnt fylgjendur sem andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar ættu að geta sætt sig við dóm þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Fyrsta ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldissögunnar um mál sem liggur fyrir Alþingi fer fram samhliða forsetakjöri þann 30. júní næstkomandi – nái þingsályktunartillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fram að ganga. Þá verður þjóðin spurð álits á frumvarpi Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og fimm valkostum. Frá stofnun lýðveldisins á Þingvöllum árið 1944 hefur þjóðin aldrei verið spurð álits á nokkru máli sem Alþingi hefur haft til meðferðar. Ísland er raunar á meðal þeirra vestrænna ríkja þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru hvað fátíðastar – þó svo að forseti Íslands hafi þrívegis vísað afgreiddum lögum Alþingis til þjóðarinnar; fyrst í fjölmiðlamálinu og svo tvisvar í Icesave. Fylgjendur beins lýðræðis hljóta að fagna því að þjóðin fái nú loks að vera með í ráðum í ákvarðanatöku um mikilvægt mál. Langur aðdragandiVel fer á því að þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla að frumkvæði Alþingis skuli fara fram um stjórnarskrána. Ekki aðeins er það í anda frumvarps Stjórnlagaráðs að hafa fólkið með í ráðum heldur hefur allar götur frá lýðveldistökunni staðið til að íslenska þjóðin setji sér sína eigin stjórnarskrá. Þá var ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Og sem Kristján IX hafði rétt okkur árið 1874. Krafan um þjóðareiningu varð til þess að ekki þótti hættandi á það að átök um stjórnarskrárbreytingar myndu varpa skugga á lýðveldistökuna. Þó féll danska stjórnarskráin í hóp þeirra sem urðu til við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis og endurspeglaði trauðla þá róttæku stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði eftir að nýtt lýðræðiskerfi festist í sessi. Því varð úr að stefnt skyldi að heildarendurskoðun á stjórnarskránni strax eftir lýðveldistökuna – eins og til dæmis kom fram í stjórnarsáttmála nýsköpunarstjórnarinnar sem tók við völdum haustið 1944. Töf varð á og þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda hefur Alþingi reynst ófært um að ná saman um heildstæða endurskoðun á grundvallarlögum landsins – þó svo að margvíslegar smávægilegar breytingar hafa vissulega verið gerðar, svo sem nýr mannréttindakafli árið 1995. Að formi til endurspeglar núgildandi stjórnarskrá enn þessa gömlu togstreitu – á milli einvaldsins og fulltrúa fólksins. Lýðræðislegt ferliAð loknu viðamiklu lýðræðislegu ferli liggja nú loks fyrir drög að stjórnarskrá sem Íslendingar hafa samið sjálfir. Alþingi blés til allsherjarkosninga til stjórnlagaþings (sem svo varð að þingkjörnu Stjórnlagaráði eftir að sex dómarar ógiltu kosninguna á grundvelli tæknilegra ágalla án þess þó að bera brigður á niðurstöðuna). Á sjötta hundrað manns buðu sig fram og rúm 84 þúsund tóku þátt. Blásið var til þúsund manna þjóðfundar sem í kjölfar frjórra samtala varpaði fram ótal hugmyndum sem stjórnlaganefnd, skipuð sérvöldum sérfræðingum, notaði til að vinna viðamikla skýrslu upp í hendurnar á Stjórnlagaráði. Með aðstoð allra mögulegra miðla hafði Stjórnlagaráð svo stöðugt og opið samráð við hvern þann sem vildi og fékk þannig þúsundir erinda og ábendinga til úrvinnslu. TilboðiðSá galli er þó á gjöf Njarðar að fjölmiðlar hafa einkum flutt fréttir af málsmeðferðinni fremur en innihaldinu. En við hljótum að treysta á að úr bætist í aðdraganda kosninganna. Nýja stjórnarskráin felur í sér tilboð til þjóðarinnar; svo sem um aukið lýðræði, tryggari mannréttindi, persónukjör, skýrari aðskilnað valdþáttanna, jafnt vægi atkvæða, faglegar ráðningar í æðstu embætti og að náttúruauðlindir séu í þjóðareign. Meginmarkmiðið var þó að einfalda og skýra stjórnarskrána svo hver maður geti lesið hana og skilið stjórnskipan landsins. Við það glata útvaldir stjórnskipunarsérfræðingar að vísu nokkru af túlkunarvaldi sínu sem kann að skýra afundna afstöðu sumra þeirra. Tveir fulltrúar úr stjórnlaganefndinni hafa til að mynda fundið að ýmsu því sem rataði í stjórnarskrárdrögin að tillögu annarra sérfræðinga í nefndinni. En sérfræðinganefndin klofnaði eiginlega alveg í tvennt. Þá fann einn stjórnmálafræðiprófessorinn einkum að því að ekki væri gert ráð fyrir að minnihluti þings gæti vísað lögum í þjóðaratkvæði á meðan kollegi hans gagnrýndi okkur einkum fyrir að opna á þá sömu leið á fjögurra daga vinnufundi Stjórnlagaráðs um daginn. Hér er því ansi vandratað. En álit sérfræðinganna er oft aðeins byggt á eigin stjórnarskrárpólitískri afstöðu – sem hverjum manni er frjálst að hafa. Þjóðin ræður förÞær tillögur sem nú liggja fyrir þjóðinni eru afrakstur viðamikillar vinnu margs fólks yfir langan tíma. Enginn fékk sína óskastjórnarskrá en öll vorum við í Stjórnlagaráði sannfærð um að sú nýja væri langtum betri en sú gamla. Þess vegna samþykktum við hana einróma. En nú er boltinn sem sé hjá þjóðinni sjálfri. Lítist henni vel á verða niðurstöðurnar úr kjörinu um valkostina ofnar inn í frumvarpið og lagðar fyrir Alþingi sem vitaskuld hefur síðasta orðið. Lítist fólki hins vegar illa á málið er það einfaldlega úr sögunni. Jafnt fylgjendur sem andstæðingar nýju stjórnarskrárinnar ættu að geta sætt sig við dóm þjóðarinnar.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar