Viltu brúnt vatn? Stefán Ingi Stefánsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð! Vatn er undirstaða alls. Þó eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að geta drukkið heilnæmt vatn, hvað þá nóg af því. Daglega veikjast alltof mörg börn af ástæðum sem rekja má til óhreins og mengaðs drykkjarvatns. Vatnið veldur til dæmis niðurgangspestum sem orsakað geta ofþornun og því miður: Dauða. Þetta er ekki einungis skelfilegt heldur óþarft með öllu – dauðsföll þessara barna má koma í veg fyrir. Einmitt af þessum sökum glöddumst við hjá UNICEF ákaflega þegar stöðuskýrsla á vegum okkar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar barst nýverið. Hún leiddi í ljós stóráfangann sem náðst hefur í baráttunni fyrir drykkjarhæfu vatni í heiminum. Árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eitt þeirra var að lækka um helming á tímabilinu 1990-2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu aðgang að drykkjarhæfu vatni. Það er þessu markmiði sem nú hefur verið náð – og það nokkrum árum fyrir tilsettan tíma. Á tuttugu árum fengu tveir milljarðar manna aðgang að hreinu vatni! Áður hefðu margir sagt að slíkt væri ógerningur. Heimsforeldrar skipta sköpumHreinlæti og hreint vatn skipta miklu fyrir heilsu og velferð barna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálparstarf á sviði vatns- og hreinlætismála hvar sem neyðarástand ríkir. UNICEF rekur á hinn bóginn allt sitt starf með frjálsum framlögum og engu öðru. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna – heimsforeldrar – gegna lykilhlutverki. Þökk sé þeim getur UNICEF barist fyrir réttindum barna á heimsvísu, sinnt hjálparstarfi á stöðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og ráðist í risavaxin verkefni eins og að auka aðgengi barna um víða veröld að drykkjarhæfu vatni. Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Minnumst þess í dag hversu lánsöm við erum hér á landi að hafa nóg af hreinu vatni og veitum því athygli að áður en degi hallar munu nær 800 milljónir jarðarbúa hafa neyðst til að drekka skítugt eða sýkt vatn. Minnumst þess um leið að þessu má vel breyta. Til hamingju með daginn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Sjá meira
Má bjóða ykkur jákvæða frétt í tilefni dagsins? Stórfrétt sem sýnir svart á hvítu hvernig einbeittur vilji og samstaða geta gert heiminn að betri og barnvænni stað? Þúsaldarmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um aðgengi að hreinu drykkjarvatni hefur verið náð! Vatn er undirstaða alls. Þó eru ekki allir þeirrar gæfu aðnjótandi að geta drukkið heilnæmt vatn, hvað þá nóg af því. Daglega veikjast alltof mörg börn af ástæðum sem rekja má til óhreins og mengaðs drykkjarvatns. Vatnið veldur til dæmis niðurgangspestum sem orsakað geta ofþornun og því miður: Dauða. Þetta er ekki einungis skelfilegt heldur óþarft með öllu – dauðsföll þessara barna má koma í veg fyrir. Einmitt af þessum sökum glöddumst við hjá UNICEF ákaflega þegar stöðuskýrsla á vegum okkar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar barst nýverið. Hún leiddi í ljós stóráfangann sem náðst hefur í baráttunni fyrir drykkjarhæfu vatni í heiminum. Árið 2000 settu Sameinuðu þjóðirnar sér svokölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eitt þeirra var að lækka um helming á tímabilinu 1990-2015 hlutfall þeirra jarðarbúa sem ekki hefðu aðgang að drykkjarhæfu vatni. Það er þessu markmiði sem nú hefur verið náð – og það nokkrum árum fyrir tilsettan tíma. Á tuttugu árum fengu tveir milljarðar manna aðgang að hreinu vatni! Áður hefðu margir sagt að slíkt væri ógerningur. Heimsforeldrar skipta sköpumHreinlæti og hreint vatn skipta miklu fyrir heilsu og velferð barna. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir hjálparstarf á sviði vatns- og hreinlætismála hvar sem neyðarástand ríkir. UNICEF rekur á hinn bóginn allt sitt starf með frjálsum framlögum og engu öðru. Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna – heimsforeldrar – gegna lykilhlutverki. Þökk sé þeim getur UNICEF barist fyrir réttindum barna á heimsvísu, sinnt hjálparstarfi á stöðum sem njóta engrar fjölmiðlaathygli og ráðist í risavaxin verkefni eins og að auka aðgengi barna um víða veröld að drykkjarhæfu vatni. Í dag er alþjóðlegur dagur vatnsins. Minnumst þess í dag hversu lánsöm við erum hér á landi að hafa nóg af hreinu vatni og veitum því athygli að áður en degi hallar munu nær 800 milljónir jarðarbúa hafa neyðst til að drekka skítugt eða sýkt vatn. Minnumst þess um leið að þessu má vel breyta. Til hamingju með daginn!
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar