Þráhyggja sjálfstæðismanna Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2012 06:00 Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Matthías Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ritar öðru sinni grein í Fréttablaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann sakar ríkisstjórn mína um að „skattpína börn" með því að leggja fjármagnstekjuskatt á sparnað þeirra. Í fyrri grein sinni býsnaðist hann yfir þessu en studdi mál sitt lítt með gögnum. Í síðari greininni birtir hann yfirlit yfir þrjár innstæður, reiknaða vexti og skatt á upphæðirnar. Hvergi kemur fram hvaða ár skattur var lagður á innstæðurnar. Ekki heldur eru verðbætur á innstæðurnar tilgreindar, en Matthías fullyrðir að ríkið „hirði" stóran hluta þeirra. En sjálfsagt er að ítreka það sem ég nefndi í svargrein minni 1. mars síðastliðinn. Í fyrsta lagi innleiddi núverandi ríkisstjórn frítekjumark þegar skattur á fjármagnstekjur var hækkaður í 20 prósent. Frítekjumarkið nemur 100 þúsund krónum fyrir hvern einstakling. Ekki verður ráðið af tölum Matthíasar hvort þær séu frá því fyrir eða eftir að frítekjumarkið var innleitt. Í öðru lagi voru greiðendur fjármagnstekjuskatts um 180 þúsund árin 2009 og 2010. Aðeins um 47 þúsund einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt 2011 og hafði þeim fækkað um 136 þúsund. Vonandi getur Matthías glaðst með einhverjum úr þeim stóra hópi. Þessi umbreyting verður vart skýrð án frítekjumarksins en með þeim er öllum minniháttar sparnaði hlíft við skatti, þar á meðal sparnaði barna. Það er orðhengilsháttur að fólk taki við þessar aðstæður út sparnað sinn og geymi hann undir koddanum vegna skattaáþjánar. Sparnaður barna líkt og annarra hefur minnkað eftir bankahrunið. Frítekjumarkið, helmings lækkun vaxtatekna barna og fullorðinna og loks stórfelld fækkun greiðenda fjármagnstekjuskatts bendir til þess að æ fleiri séu með öllu lausir við fjármagnstekjuskatt og hann leggist því fremur á efnafólk eins og nú háttar til. Matthías segir mig illa þokkaða vegna skattpíningar. Ekki elti ég ólar við slíkar fullyrðingar en bendi honum á að opinber gögn sýna að minna er nú innheimt af þjóðarkökunni í ríkissjóð en árin fyrir bankahrun. Jafnframt greiða nú 60 prósent einstaklinga lægri tekjuskatta en þeir gerðu á valdatíma Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Góðærið, sem þeir gumuðu þá af, reyndist einn mesti blekkingarvefur sem sögur fara af eins og Matthías veit eins vel og við hin.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar