Viðtalstímar, handónýtt fyrirbæri? Karen E. Halldórsdóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og bókanir svífa yfir vötnum bæjarstjórnarsals og fundargerða. Sitt sýnist hverjum um uppbyggilegt gildi þess. Nýr meirihluti ákvað að endurvekja fundartíma bæjarfulltrúa. Þessum fundum er ætlað að færa kjörna fulltrúa nær íbúum bæjarins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin til að rísa hjá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Hafsteini Karlssyni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni ákvað fyrri meirihluti að fella þessa tíma niður. Það átti að duga ríflega 30.000 manna bæjarfélagi að panta sér tíma hjá bæjarstjóra og formanni bæjarráðs til að koma málefnum sínum á framfæri. Fréttir bárust reyndar reglulega af því að biðlistinn eftir viðtali hafi verið óvenju langur. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir þetta endurvakta form vera gamaldags og úr sér gengið. Hann vísar til þess að fólk hafi nú tileinkað sér nýja tækni til þess að hafa samband við bæjarfulltrúa sína. Hvort að bæjarfulltrúinn sé að vísa til síma eða Fésbókar er ógetið í bókun þeirri sem hann lét frá sér á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012 þar sem hann fyrirfram ákveður að enginn mæti í þessa tíma. Það er dapurleg afstaða. Þó svo að enginn hafi mætt samkvæmt þessari bókun til hans undanfarin ár segir það svo sem ekkert um hvort að bæjarbúar vilji mæta til annarra bæjarfulltrúa í framtíðinni. Þessi þrældómur sem hann vísar til og er algerlega óþarfur eru tveir klukkutímar á ári. Þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem illa kunna að tileinka sér þá tækni sem hann vill frekar notast við. Svo er það nú oft þannig, að persónuleg samskipti yfir kaffibolla er einmitt það sem fólk hefur verið að kalla eftir undanfarin ár við sína kjörnu fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar hrópað var ?gjá á milli þings og þjóðar?? Kjörnir fulltrúar eiga að fagna þessu tækifæri til að geta hitt bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu frekar en að mótmæla tilgangsleysi slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel viðkvæm, henta einnig illa til rafrænna samskipta þar sem að augnsamband og einlægni er nauðsynlegur þáttur samtalsins. Það má vel vera að þetta verði ekki fjölsóttustu fundir bæjarins til að byrja með, kannski má endurskoða form þeirra eða staðsetningu til þess að færa þá nær bæjarbúum til þess að auka gildi þeirra. Hvað með til dæmis að setja þá inn í skólabyggingarnar og færa þá inn í hverfin? Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir einn þarf ekki endilega að henda hugmyndinni og segja hana handónýta og úr sér gengna. Stundum þarf bara smá hugmyndavinnu til að gera gamlan hlut stórkostlegan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Vart hefur það farið fram hjá nokkrum að nýr meirihluti er tekinn við í Kópavogi. Stóryrði og bókanir svífa yfir vötnum bæjarstjórnarsals og fundargerða. Sitt sýnist hverjum um uppbyggilegt gildi þess. Nýr meirihluti ákvað að endurvekja fundartíma bæjarfulltrúa. Þessum fundum er ætlað að færa kjörna fulltrúa nær íbúum bæjarins. Þessi ákvörðun virðist fá hárin til að rísa hjá bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar Hafsteini Karlssyni. Í 20 mánaða stjórnartíð sinni ákvað fyrri meirihluti að fella þessa tíma niður. Það átti að duga ríflega 30.000 manna bæjarfélagi að panta sér tíma hjá bæjarstjóra og formanni bæjarráðs til að koma málefnum sínum á framfæri. Fréttir bárust reyndar reglulega af því að biðlistinn eftir viðtali hafi verið óvenju langur. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir þetta endurvakta form vera gamaldags og úr sér gengið. Hann vísar til þess að fólk hafi nú tileinkað sér nýja tækni til þess að hafa samband við bæjarfulltrúa sína. Hvort að bæjarfulltrúinn sé að vísa til síma eða Fésbókar er ógetið í bókun þeirri sem hann lét frá sér á bæjarráðsfundi þann 23-02-2012 þar sem hann fyrirfram ákveður að enginn mæti í þessa tíma. Það er dapurleg afstaða. Þó svo að enginn hafi mætt samkvæmt þessari bókun til hans undanfarin ár segir það svo sem ekkert um hvort að bæjarbúar vilji mæta til annarra bæjarfulltrúa í framtíðinni. Þessi þrældómur sem hann vísar til og er algerlega óþarfur eru tveir klukkutímar á ári. Þeir eru sérstaklega hugsaðir fyrir þá sem illa kunna að tileinka sér þá tækni sem hann vill frekar notast við. Svo er það nú oft þannig, að persónuleg samskipti yfir kaffibolla er einmitt það sem fólk hefur verið að kalla eftir undanfarin ár við sína kjörnu fulltrúa. Í hverju lá vandinn þegar hrópað var ?gjá á milli þings og þjóðar?? Kjörnir fulltrúar eiga að fagna þessu tækifæri til að geta hitt bæjarbúa og fræðst og miðlað miklu frekar en að mótmæla tilgangsleysi slíkra samskipta. Sum mál, jafnvel viðkvæm, henta einnig illa til rafrænna samskipta þar sem að augnsamband og einlægni er nauðsynlegur þáttur samtalsins. Það má vel vera að þetta verði ekki fjölsóttustu fundir bæjarins til að byrja með, kannski má endurskoða form þeirra eða staðsetningu til þess að færa þá nær bæjarbúum til þess að auka gildi þeirra. Hvað með til dæmis að setja þá inn í skólabyggingarnar og færa þá inn í hverfin? Þótt eitthvað hafi virkað illa fyrir einn þarf ekki endilega að henda hugmyndinni og segja hana handónýta og úr sér gengna. Stundum þarf bara smá hugmyndavinnu til að gera gamlan hlut stórkostlegan.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar