Lífið

Connery besti Bond allra tíma

Sean Connery hefur verið kjörinn besti James Bond allra tíma í nýrri könnun á vegum tímaritsins Vanity Fair.

Skoski leikarinn hlaut 56% atkvæða fyrir frammistöðu sína sem njósnari hennar hátignar, 007, í myndum á borð við Dr. No, Goldfinger og Diamonds Are Forever. Connery er fyrsti Bondinn sem leit dagsins ljós og lék hann njósnarann alls í sjö myndum.

Í öðru sæti í könnuninni lenti Pierce Brosnan með 10% atkvæða og Roger Moore varð skammt undan með 9%.

Þrátt fyrir að mikil ánægja hafi verið með Daniel Craig sem Bond lenti hann neðarlega í könnuninni, eða á svipuðum stað og John Lazenby. Hafa ber í huga að Craig hefur aðeins leikið í tveimur Bond-myndum en nýjasta myndin, Skyfall, er væntanleg síðar á árinu.

Hér fyrir ofan má sjá myndband þar sem Bond-aðdáendur hafa tekið saman nokkur eftirminnilegar línur Connery í hlutverkinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.