Þjóðleikhúsið eða Skjár Einn? 21. febrúar 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. var sagt frá því í forsíðufrétt, að haustið 2009 hafi fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lagt til „í fullri alvöru", eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það, að loka Þjóðleikhúsinu til að mæta skuldum ríkissjóðs. Katrín hélt því svo fram, að ef farið hefði verið að tillögum sjóðsins, hefði það haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag". Á svipuðum tíma tilkynntu forsvarsmenn hinnar vinsælu sjónvarpsstöðvar Skjás Eins, að stöðin yrði ekki lengur rekin án áskriftargjalda. Því var ákveðið að innheimta áskriftargjöld, en ef slíkt gengi ekki yrði að loka stöðinni. Sem betur fer átti Skjár Einn það mikinn hljómgrunn meðal fólks, að stöðin lifir enn góðu lífi, þúsundum fjölskyldna um land allt til ómældrar ánægju dag hvern. Líkt og með Þjóðleikhúsið kom til greina „í fullri alvöru" að loka Skjá Einum. Því er eðlilegt að spurt sé: Hefði lokun Skjás Eins ekki einnig haft „gríðarlega neikvæð áhrif á íslenskt samfélag"? Af hverju höfðu ráðamenn ekki jafnmiklar áhyggjur af því eins og hugsanlegri lokun Þjóðleikhússins? Er dagskrá Þjóðleikhússins eitthvað merkilegri en dagskrá Skjás Eins? Ef svo er, að hvaða leyti? Þessar hugleiðingar eru settar á blað til að sýna hve furðulegt það er í raun og veru að ríkið reki leikhús. Leikhúsrekstur er eins og hver annar atvinnurekstur og á því að lúta lögmálum markaðarins. Af hverju á ríkið að niðurgreiða leikhús en ekki t.d. kvikmyndahús? Ef Jói vill frekar sækja bíó en leikhús, af hverju ætti hann þá að taka þátt í kostnaði vegna leikhúsferða Guggu? Af hverju eru bíómiðar ekki líka niðurgreiddir? Eða bækur og hljómdiskar, sem einnig sjá fólki fyrir skemmtun og menningu? Hefði ríkið ekki átt að grípa inn í ef til lokunar Skjás Eins hefði komið? Annað sem rétt er að benda á er að ekki er gefið að niðurgreiðslur til lista- og menningarviðburða nýtist þeim sem ætlunin var í upphafi, þ.e. til tekjulægri hópa. Vera kann, að fólk með lágar tekjur sé með þannig félagslegan bakgrunn, að áhugi þess á leikritum sé minni en tekjuhærri hópa. Þar með snýst dæmið við, þ.e. tekjulágir niðurgreiða menningu og skemmtun fyrir milli- og hátekjufólk. Hvers konar jafnaðarstefna er það? Allir sjá að ekki gengur að niðurgreiða alla menningu og skemmtun. En hvar á þá að draga mörkin? Svarið er að það er ekki hægt. Enginn getur leikið þann guð að takast slíkt á hendur. Það sem er menning og skemmtun fyrir einn er það ekki fyrir annan. Því er best að leggja af allar slíkar niðurgreiðslur og selja fyrirtæki eins og Þjóðleikhúsið og lækka skatta sem nemur söluandvirðinu og árlegum rekstrarkostnaði. Þá hefur fólk meira milli handanna og getur því notað umframpeningana til þeirra hluta sem það sjálft kýs. Með öðrum orðum, láta fólkið ráða. Annað er skrumskæling á lýðræðinu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun